Færslur: 2009 Nóvember
28.11.2009 18:04
Patreksfjörður
Patrekshöfn © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Halldór Þórðarson
28.11.2009 17:51
Tumi II
1747. Tumi II, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll 1986
Fyrsti sérsmíðaði þjónustubátur landsins fyrir fiskeldi með sjálfvirkum útbúnaði til fóðurgjafar o.fl. Kom hingað til lands, þ.e. Keflavíkur í júlí 1986 og var strax tekin í notkun, er var þó ekki skráður fyrr en 21. ágúst 1986.
Báturinn er smíðaður í Engi, Noregi 1986 og var skráður sem þjónustubátur til 1994, að hann var skráður sem fiskiskip, en það varði stutt því hann var seldur fljótlega til Færeyja eða 25. ágúst 1995.
Nöfn: Tumi II, Tumi II HF 17 og Njörður ( í Færeyjum)
28.11.2009 14:06
Skotta KE 45 / Polarhav N-16-ME
2140. Skotta KE 45, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
Polarhav N-16-ME © mynd í eigu Óskars Franz
Smiðanr. 43 hjá Solstrand Slip Batbyggeri A/S í Trondheim, Noregi en skrokkurinn smíðaður hjá Herfjord Slipp & Verksted A/S í Revsnes í Noregi 1986. Kom til Hafnarfjarðar 15. maí 1991. Seldur úr landi til Noregs 9. maí 1997.
Nöfn: Imaq-Fisk GR 8-249, Skotta HF 172, Skotta KE 45, Eldborg RE 22, Robofisk SF-2-V, Liga SF-2-V og núverandi nafn: Polarhav N-16-NE.
28.11.2009 11:43
Leifur Eiríksson EA 627 / Baldur KE 97
809. Leifur Eiríksson EA 627
809. Baldur KE 97 © myndir úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur
Smíðaður í Skipasmíðastöð Gunnars Jónssonar, Akureyri 1939. Í bátnum var fyrsta díselvélin í þilfarsbáti á Dalvík. Á tímabili var báturinn með nafnið Baldur KE 97, á sama tíma og annar var kominn með nafnið, var þetta þar sem kaupandi, Þórir ehf., hafði svikist að skipta um nafn og var það ekki gert fyrr en hann hafði selt hann að nýju. Talinn ónýtur 8. des. 1975, vegna tjóns og fúa.
Nöfn: Leifur Eiríksson EA 627, Leifur Eiríksson SU 31, Arnarey SU 31, Baldur KE 97, Svanur II EA 517, Svanur II SH 36 og Svanur II BA 61.
28.11.2009 11:30
Hamravík KE 75 / Fröytrans
82. Hamravík KE 75 © mynd Emil Páll
82. Hamravík KE 75 © mynd Emil Páll
Fröytrans © mynd frá Óskari Franz
Smíðanr. 69 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk, í Flekkefjord í Noregi 1963, eftir teikningu Sig. Þór. Sú stöð keypti skipið aftur í júní 1979, en þó lá skipið við bryggju í Njarðvik, þar til í ágúst 1980. Í mars 1980 var lagt fyrir Alþingi að heimila innflutning á skipinu aftur og átti kaupandi þá að verða Njörður hf. í Sandgerði, en frumvarpið var ekki afgreitt og dró því Goðinn skipið út í ágúst 1980. Eftir að skipið komst í eigu norskra aðila var því breytt í tankara (brönnbát). Hamravík var fyrsta skipið sem tekið var upp í nýjan Njarðvíkurslipp 25. september 1970.
Nöfn: Hamravík KE 75, Hamravík og núverandi nafn Fröytrans.
28.11.2009 09:10
Þekkið þið þessi skip?
Þetta skip var keypt hingað til lands að eins 5 ára gamalt og gert úr hérlendis undir ýmsum nöfnum í 17 ár og þá selt aftur erlendis. Spurt er hvort menn viti um eitthvert þeirra nafna sem skipið bar hérlendis? © mynd Shippotters, J.B. Muniz í sept. 2009
Þetta skip eiga nú flestir að þekkja. Það er smíðað hérlendis og þjónaði hér á landi í fjölda ára. Hvað hét þetta skip hér á landi? © mynd Shippottos 2009
Þetta skip, komst hér á landi í miklar fréttir fyrir um 20 árum. Spurt er hvað hét skipið þá og hvers vegna komst það í fréttir hérlendis © mynd Shippottos 2008
28.11.2009 00:00
Frá björgun á dýpkunarprammanum Háki
Í framhaldi af mynd sem ég birti sl. fimmtudag þar sem sagt var frá Flotkrana Reykjavíkurhafnar kom Sigurlaugur og flutti álit undir myndina, en það kom þar í ljós að hann var um borð í Árvakri er flotkraninn var notaður við björgun á dýpkunarprammanum Háki, en þetta hafði hann þá um það mál að segja: Flotkraninn kom við sögu þegar Dýpkunarpramminn Hákur fór á hliðina og flaut á hvolfi fyrir utan Akranes þegar Árvakur var á leiðinni með hann til Rvk að vestan.
Hafði ég samband við Sigurlaug í framhaldi af þessu og kom þá í ljós að hann gat flutt lýsingu á atburðarrásinni og var með myndir af því, sem hann sendi mér og hér kemur fyrst lýsing hans og síðan myndirnar, ásamt myndtextum með þeim frá honum.
Ég var 3 vélstjóri á Árvakur þegar þetta skeði og sá um dælinguna.
Prammanum hvolfti vegna þess að hurð á bakborðhlið var ekki lokuð og vindur og alda stóðu á þá hlið skipsins. Ég horfði á þetta ske og efa að það hafi verið nema nokkrar mínutur frá við tókum eftir að eitthvað var að þar til pramminn var kominn á hliðina,húsið sem var á honum og annað hreinsaðist af og hluti af vélbúnaðinum.
Við náðum að rétta hann við á staðnum og dæla hann þurrann og í kjölfarið var hann dreginn inn í Fossvog og dregin þar á land. Var hann í ca 2 ár í endurgerð, en var lítið notaður í eigu Vita hafnarmála eftir þetta. Hann var seldur til verktaka og notaður við dýpkunarvinnu víðsvegar um landið, en þótti óhentugur því hann varð að spila sig til við vinnuna. Það var enginn drifbúnaður um borð bara spil og snigillinn sem var notaður til að grafa með fór út frá honum í ca 45°halla niður í eina stefnu og því þurfti að spila hann til stanslaust. Fljótlega komu prammar með dragliner og svo gröfum sem þóttu hentugari. Gátu þeir fært sig til á skólflunni. Eins var hann ekki með neinar lappir og var þessa vegna algjörlega háður vírunum og festum við þá. Síðan var leiðslan sem oftast lá á tönkum í land viðkvæm og erfitt að lengja og stytta.
Skipherra á Árvakur þessa ferð var Sigrjón Hannesson en hann sem stýrimaður á Óðni stjórnaði frækilegri björgun undir Grænuhlíð úr breskum togara í ofsaveðri.
Afturdekkið á Árvakri lestað af flottönkum sem voru notaðir undir dæluröðin frá prammanum.
Byrjað að hífa í.
Hann valt svolítið
Loftskeytaklefinn á Árvakri Ég man ekki nafnið á loftskeitamanninum, hann gekk oftast undir nafninu ,Loftur; en það var ekki hans nafn.
Pramminn kominn og verið að staðsetja
Friðgeir Olgeirsson 1 stýrimaður og prammanum hvolfti á hans vakt. Þekktastur er hann fyrir að vera pabbi Jóns í Skífunni en þrætti fyrir það fram undir andlátið. Hinn kafarinn er Kristján Jónsson 2. stýrimaður þá, en er nýhættur störfum sem skipherra, síðast á Týr, virkilega vandaður og góður félagi.
Slöngubátur kominn frá Árvakri
Strax eftir að hann hvolfti
Verið að húkka í gálgann sem var aftur á Háki
Verið að skoða aðstæður
Þarna fórum við með dælurnar um borð og hófum dælingu
© myndir og texti: Sigurlaugur
27.11.2009 22:37
Jewel of the seas
Jewel of the seas, við Löngulínu sl. sumar © myndir af síðu Gunnars Jóhannssonar
27.11.2009 21:50
Bergþór KE 5 / Jóhann Guðnason KE 77
1333. Bergþór KE 5 © mynd Emil Páll
1333. Bergþór KE 5, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll
1333. Jóhann Guðnason KE 77, á leið út úr Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 51 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Lengdur 1981. Yfirbyggður 1985. Seldur til Írlands 7. ágúst 1992. Seldur í brotajárn til Hull, Englandi 2006.
Skipið var nr. 9 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni. Þá var skipið fyrsta stóra íslenska fiskiskipið sem hafði um borð línubeitningavél ( 1975). Vélin var frá norska fyrirtækinu Mustad Stoperi & Mek.verksted A/S.
Nöfn: Fjölnir ÍS 177, Bergþór KE 5, Jóhann Guðnason KE 77, Sigurður Þorleifsson GK 256, Eyfell EA 540, Kópanes SH 702 og Kopanes S 702.
27.11.2009 21:33
Sæborg KE 102 / Bergþór KE 5 / Fengsæll ÍS 83
824. Sæborg KE 102, á Stakksfirði © mynd Snorri Snorrason
824. Bergþór KE 5, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
824. Fengsæll ÍS 83, á Súðavík © mynd Sigurjón Vífill 20. júlí 2008
824. Fengsæll ÍS 83, sá sem er næst bryggjunni, á Súðavík © mynd Gunnar Th. í apríl 2009
Smíðaður hjá Frederikssund Skipsverft í Fredrikssund, Danmörku 1930, Endurbyggður í Njarðvík 1971-1972.
Árið 1989, var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins. Árið 1993 var hann næst elstur báta landsins og frá áramótum eða árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.
1963 til 1972 gekk báturinn undir nafninu ,,Torfbærinn".
Nöfn: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og núverandi nafn: Fengsæll ÍS 83.
27.11.2009 18:35
Hafborg KE 54 / Pilot BA 6
1032. Hafborg KE 54, í Keflavíkurhöfn á sjómannadag © mynd Emil Páll
1032. Pilot BA 6 © mynd úr Flota Bíldudals, Magnús Jónsson
Smíðanr. 20 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1967. Síðasti báturinn sem smíðaður var undir stjórn Einars Sigurðssonar.
Sökk í Bíldudalshöfn 18. okt. 1994. Náð upp aftur
Nöfn: Hafborg KE 54 og núverandi nafn: Pilot BA 6 (sl. 35 ár)
27.11.2009 18:26
Hlíf SI 24 / Hafborg KE 54
1103. Hlíf SI 24, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1974
1103. Hafborg KE 54, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1970, eftir teikningu Ólafs Jónssonar og Stefáns Jóhannssonar. Stækkaður Keflavík 1977. Lengdur 1985-1986. Fórst 10 sm. V. af Þrídröngum á siglingu til nýs útgerðarstaðar í Grindavík 22. feb. 2002, ásamt tveimur mönnum.
Nöfn: Einar Þórðarson NK 20, Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og Bjarmi VE 66.
27.11.2009 18:16
Hafborg KE 54 / Lilja BA 107
1762. Hafborg KE 54, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll 1988
1762. Lilja BA 107, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 2008
Framleiddur hjá Viksund Nor., Harstad, Noregi 1987, en sjósettur í Keflavík 28. mars 1987. Lengdur 1995 og 1996, auk þess sem settur var á hann gafl, hækkaður að framan og settur á hann bakki. Breytingarnar annaðist Trévís hf., á Akureyri.
Nöfn: Hafborg KE 54, Hafborg EA 152, Hafborg EA 155, Hafborg GK 321 og núverandi nafn: Lilja BA 107.
27.11.2009 16:39
Pasha Bulker strandað
Hér má sjá myndir af Pasha Bulker,200.000 tonna og 250 metra langa, danska fraktskipnu sem strandaði við strönd Astralíu 2 juli 2007. Eftir ca 3 vikur á strandstað tókst að ná því á flot og er skipið nú komið í umferð aftur © myndir og texti af síðu Gunnars Jóhannssonar, Danmörku
27.11.2009 16:27
Faxi RE 9 með fyrsta gulldeplufarminn
1742. Faxi RE 9 © mynd af Heimasíðu HB Granda
