Færslur: 2014 Janúar
02.01.2014 06:00
Björgunarbátur frá Slysavarnarskóla sjómanna


25 manna björgunarbátur hjá Slysavarnarskóla sjómanna © myndir Emil Páll, 13. mars 2009
01.01.2014 21:19
Uppsagnir áhafna hjá Þorbirni hf.
mbl.is.:
Þorbjörn hf. í Grindavík vinnur nú að endurskipulagningu útgerðar frystitogara sinna. Einn þeirra, Hrafn Sveinbjarnarson, verður lengdur og honum breytt og útgerð annars verður hætt.
Þetta kemur fram á vefsíðu kvotans.is
Vegna breytinganna hefur áhöfnum skipanna verið kynnt nýtt skipulag útgerðar þeirra. Endurskipulagningin leiðir til uppsagna áhafna og endurráðningar, vegna breyttrar útgerðar. Um 150 manns eru í áhöfnunum.
Flestir verða endurráðnir og verða tvær áhafnir á hvoru skipi eftir að breytingarnar hafa gengið yfir. Þá hefur fyrirtækið verið að auka vinnslu í landi verulega en hún hefur nær tvöfaldast á fjórum árum.
Nú gerir Þorbjörn út þrjá frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson, Hrafn og Gnúp og fjóra línubáta, Ágúst, Sturlu, Tómas Þorvaldsson og Valdimar.
AF FACEBOOK:
01.01.2014 21:04
Portland VE 97, bæði blátt og rautt - upphaflega var þetta hið fræga aflaskip Víðir II GK 275

219. Portland VE 97, komið að bryggju í Njarðvík, tilbúið að fara í slippinn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 4. maí 2009

Hér er skipið komið upp í slippinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Benóný Benónýsson (yngr) í maí 2009

219. Portland VE 97, komið út úr bátskýlinu hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og orðið rautt © mynd Benóný Benónýsson (yngri), í maí 2009

219. Portland VE 97, komið til heimahafnar í Vestmannaeyjum, í rauða litnum © mynd Benóný Benónýsson (yngri) í maí 2009
01.01.2014 19:31
Eyjólfur Ólafsson GK 38

2175. Eyjólfur Ólafsson GK 38, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, í maí 2009
01.01.2014 18:36
Guðrún GK 69, í Sandgerði

2085. Guðrún GK 69, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 5. maí 2009
01.01.2014 17:35
Síldin RE 26, í Hafnarfirði


2026. Síldin RE 26, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 3. maí 2009
01.01.2014 16:35
Svanhvít KE 121, í Vogum

1924. Svanhvít KE 121, í Vogum © mynd Emil Páll, 2009
01.01.2014 15:36
Sæborg GK 43 og Sandra GK 25, í Sandgerði

1516. Sæborg GK 43 og 1560. Sandra GK 25, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 2009
01.01.2014 14:35
Óskar RE 157, í Njarðvíkurhöfn


962. Óskar RE 157, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll 12. maí 2009
01.01.2014 13:35
Svanur KE 6 - tvær gerðir báta

814. Svanur KE 6, út af Reykjavík © mynd Snorri Snorrason

6417. Svanur KE 6, í Vogum © mynd Emil Páll, 2009

6417. Svanur KE 6, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í júní 2009
AF FACEBOOK:
01.01.2014 12:35
Moby Dick, þá seldur til Grænhöfðaeyja og Faxi RE 24

Tveir farþega (hvalskoðunar)bátar. 46. Moby Dick sem búið var að selja úr landi og átti að afhenda stuttu síðar og var í framhaldi af því tekinn upp í Njarðvíkurslipp, þar sem hann var málaður og skráður sem Tony frá Grænhöfðaeyjum. Aldrei fór hann þó þangað og dagaði uppi í slippnum sem kunnugt er. Þá er á myndinni einnig 1581. Faxi RE 24 sem gerður var út frá Reykjavík, en í eigu aðila í Njarðvík © mynd Emil Páll 1. maí 2009
01.01.2014 11:35
Skálaberg RE 7, Guðmundur í Nesi RE 13 og Brimnes RE 27, við Miðbakka í Reykjavík í gær

2850. Skálaberg RE 7, 2626. Guðmundur í Nesi RE 13 og 2770. Brimnes RE 27, við Miðbakkann, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 31. des. 2013


