Færslur: 2013 Maí
21.05.2013 11:15
Hvalur 8 RE 388 í slipp





117. Hvalur 8 RE 388, í slippnum í Reykjavík, í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 20. maí 2013
21.05.2013 10:45
Geir goði GK 220


242. Geir Goði GK 220 © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 48 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/S, Marstrand Svíþjóð 1963. Seldur úr landi til Svíþjóðar í apríl 1978 og keyptur til baka í oktober það ár og lá þennan tíma í Hafnarfirði. Seldur síðan aftur úr landi og þá til Finnlands 24. apríl 1996. Sökk á togveiðum í miklu óveðri 1998, ekki langt frá þeim stað sem ferjan Estoni sökk.
Nöfn: Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220, Geir goði GK 220 og Geir goði FIN 116K.
21.05.2013 09:45
Vatnsnes KE 30


212. Vatnsnes KE 30 o.fl. í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
21.05.2013 08:48
Laufi KÓ 3 / Arnarnes KE 111

1557. Laufi KÓ 3, í Njarðvik

1557. Arnarnes KE 111, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
21.05.2013 07:00
Hafsteinn KE 85, Hafborg RE 299 og Bolli KE 46

1518. Hafsteinn KE 85, 1350. Hafborg RE 299 og 1248. Bolli KE 46 í Keflavíkurhöfn fyrir margt löngu

1518. Hafsteinn KE 85 o.fl. í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll
21.05.2013 06:14
Árni Geir KE 74
89. Árni Geir KE 74 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
20.05.2013 23:00
Arney SH 2 / Arney KE 50 / Jón Sör ÞH 220 / Frosti II ÞH 220 / Eyrún EA 155 / Eyrún - öll með mynd

1094. Arney SH 2 © mynd Emil Páll

1094. Arney KE 50 © mynd Snorrason

1094. Arney KE 50, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

1094. Jón Sör ÞH 220 © mynd Emil Páll

1094. Frosti II ÞH 220 © mynd Snorrason

1094. Eyrún EA 155 © mynd Þorgeir Baldursson

Eyrún ex 1094. í slipp í Noregi © mynd Norsk skipaliste, 2003

Eyrún ex 1094 © mynd Fornaes, Danmörku
Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1970 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður 1982. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, seldur úr landi til Noregs 30. mars 1995. Breytt í skemmtileiguskip í Osló, Noregi 1995. Seldur síðan í niðurrif hjá Fornaest, Danmörku í okt. 2007.
Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 330, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.
20.05.2013 22:40
Þorbjörn II GK 541 / Gandí VE 171 / Björg Jónsdóttir ÞH 321
Hér kemur einn af stærri eikarbátunun, þó hann sé langt í frá að vera sá stærsti. Hann kom nýr hingað til lands 1964 og var gerður út þangað til hann var seldur úr landi til Noregs 1992, en eftir það er ekkert vitað um bátinn.

263, Þorbjörn II GK 541 © mynd Snorrason

263. Gandí VE 171 © mynd Snorrason

263. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Þór Jónsson
Smíðanúmer 247 hjá Djupvik Batvarv A/B, Djupvik, Svíþjóð 1964, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í Grindavík 1. maí 1964. Seldur úr landi til Noregs 11. ágúst 1992 og eftir það er ekkert vitað um bátinn.
Nöfn: Þorbjörn II GK 541, Gandí VE 171, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Hafsteinn EA 262, Hafsteinn SI 151 og Valeska EA 417.
20.05.2013 22:30
Bergþór KE 5

503. Bergþór KE 5, í Njarðvíkurhöfn, áður en skipt var um stýrishús og settur á hann hvalbakur © mynd Emil Páll
Smíðaður á Ísafirði 1957. Báturinn fórst 8 sm. NV af Garðsskaga 8. jan. 1988 ásamt tveimur mönnum.
Nöfn: Gunnhildur ÍS 246, Gunnhildur GK 246 og Bergþór KE 5.
20.05.2013 21:45
Möskvi KE 60

488. Möskvi KE 60, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður á Ísafirði 1942. Sökk í Njarðvíkurhöfn 10. feb. 1981, náð upp og brenndur undir Vogastapa 30. apríl 1981.
Nöfn: Guðrún ÍS 97, Guðrún RE 20, Guðrún BA 38, Guðrún ÍS 126, Guðrún ST 118, Guðrún Guðmundsdóttir ST 118 og Möskvi KE 60
20.05.2013 21:18
Tvær syrpur á eftir, í framhaldi af umræðu hér í morgun
20.05.2013 20:45
Björgvin II RE 36

386. Björgvin II RE 36, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður á Akureyri 1946. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 30. des. 1977.
Nöfn: Einar Þveræingur ÓF 1, Einar Þveræingur ÍS 166, Stella VE 27, Álsey RE 36, Björvin II RE 36 og Guðmar RE 43.
20.05.2013 20:10
Sigþór ÞH 100 og Hofsjökull á samsettri mynd

185. Sigþór ÞH 100, 246. Hofsjökull o.fl. í Keflavíkurhöfn © samsett mynd Hreiðar Jóhannsson, úr tveimur myndum frá mér.
20.05.2013 20:00
Von GK og tveir litlir á Neskaupstað í dag.



2733. Von GK 113, að koma inn til Neskaupstaðar í dag

Fararskjóti Bjarna Guðmundssonar í dag

Sá gamli © myndir Bjarni Guðmundsson, í dag 20. maí 2013
20.05.2013 19:43
Litli Nebbi SU 29 á siglingu í dag







6560. Litli Nebbi SU 29, á siglingu við Djúpavog í dag © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 20. maí 2013
