Færslur: 2013 Maí

28.05.2013 13:46

LEAH í Straumsvík, í dag


 


              LEAH, í Straumsvík í dag © myndir Tryggvi, 28. maí 2013

28.05.2013 13:00

Heimaey VE 1                1035. Heimaey VE 1, í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 441. hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Austur-Þýskalandi 1967, eftir Hjálmar R. Bárðarsyni. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Sandgerði 1976. Lengdur 1977 og aftur 1989.

Seld til Danmerkur í brotajárn, 1. mars 2007.

Nöfn: Náttfari ÞH 60, Náttfari RE 75 og Heimaey VE 1    

28.05.2013 11:15

Gissur hvíti SF 55 - í dag Stafnes KE 130


               964. Gissur hvíti SF 55, nýfarinn frá Keflavík á leið til Njarðvíkur og mætti þarna 256. Albert Ólafssyni KE 39


                964. Gissur hvíti SF 55, kemur fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík
                964. Gissur hvíti SF 55, kemur til Njarðvíkur © myndir Emil Páll


Smíðanr. 32 hjá Örens Mek. verksted i Trondheim, Noregi 1964 og var 4. skipið sem sú stöð smíðaði fyrir íslendinga. Yfirbyggður 1989. Ný brú, Akureyri 1996.

Nöfn: Bára SU 526, Bára GK 24, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti HU 35, Narfi VE 108 og núverandi nafn: Stafnes KE 130

28.05.2013 10:45

Pétur Ingi KE 32, fyrir breytingar - í dag Kristin ÞH 157


             972. Pétur Ingi KE 32, í Njarðvíkurhöfn, fyrir breytingar © mynd Emil Páll - heitir í dag Kristín ÞH 157


Smíðanr. 408 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965.Yfirbyggður í Noregi 1982. Lengdur og umfangsmiklar breytingar gerðar hjá Nordship í Gdynia í Póllandi 1998. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.

Selja átti skipið til Skagstrendings hf. Skagaströnd í maí 1991, en Patrekshreppur neytti forkaupsréttar.
Upphaflega stóð til að Baldur hf., Keflavík keypti bátinn, en þeir fengu ekki fyrirgreiðslu til þess.
Vísir hf. hafði skipið á leigu í fjögur ár sem Garðey SF eða þangað til þeir keyptu skipið.

Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og núverandi nafn Kristín ÞH 157.

28.05.2013 09:45

Tveir bátar samtímis á leið upp í slippinn - í morgun

Myndir þessar tók ég í morgun er tveir bátar biðu þess að vera teknir upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur. Annars vegar var það Gullhólmi SH 201 sem var á leið í stóra slippinn og hinsvegar Pálína Ágústsdóttir GK 1 sem beið eftir Gullvagninum og sjáum við hér myndir sem ég tók á staðnum.
              2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 bíður eftir Gullvagninum og 264. Gullhólmi SH 201  bíður við slippbryggjuna eftir sleðanum


             2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, bíður Gullvagnsins. Verður hann þrifinn í slippnum, en síðan mun Gullvagninn flytja hann til Sólplasts í Sandgerði


                                     264. Gullhólmi SH 201, við slippbryggjuna
                                              © myndir Emil Páll, 28. maí 2013

28.05.2013 09:00

Keflvíkingur KE 100 og einhver á-in


          967. Keflvíkingur KE 100, að koma að landi með fullfermi og einhver á-in frá Hafskip © mynd Emil Páll

28.05.2013 07:00

Ársæll KE 17

               965. Ársæll KE 17, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 27 hjá Ulstein Merkaniska Versted, Ulsteinsvik, Noregi 1964, eftir teikningu Sveins Ágústssonar.

Fyrsta íslenska fiskiskipið með bakka-hvalbak. Yfirbyggður hjá Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 1977. Lengdur 1978. Skráður sem vinnubátur 1995 og úrelding sama ár. Selt til Færeyja í jan 1996, lagt þá við bryggju í Reykjavík, en fluttur til Njarðvikur 4. jan. 1996. Salan var þó ekki afgreidd fyrr en 17. okt. 1996, en virðist hafa gengið til baka því báturinn var áfram í Njarðvik og síðan tekinn í hús í Njarðvikurslipp 19. mars 2002 til endurbyggingar, en hætt við. Fór síðan í drætti Skarfs GK frá Njarðvik, laugardaginn 8. maí 2004 til Danmerkur í brotajárn.

Nöfn: Ingiber Ólafsson II GK 135, Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF 265 og aftur Snarfari HF 66

28.05.2013 06:01

Fagranes GK 171


 


            949. Fagranes GK 171, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1964.  Talinn ónýtur 22. október 1990. Brenndur við uppfyllinguna í Sandgerðishöfn 1990.

Nöfn: Venus EA 16, Fagranes EA 16, Fagranes EA 15, Fagranes ÍS 99 og Fagranes GK 171.

27.05.2013 22:40

Frá Siglufirði í dag og af Ströndum fyrir nokkrum dögum


             1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, að koma inn til Siglufjarðar í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013


               1281. Múlaberg SI 22, á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013


               1281. Múlaberg SI 22 og 1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013


               2262. Sóley Sigurjóns GK 200, að landa á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013


              2488. Kiddi RE 89, á útleið, á Ströndum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  26. maí 2013


                2704. Bíldsey SH 65, á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013


              2704. Bíldsey SH 65 og 1452. Steini Vigg SI 110, á Siglufirði í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013


             7219. Valur ST 30, á Ströndum © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is  25. maí 2013


                 Siglufjörður í morgun © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. maí 2013

27.05.2013 21:20

Már KE 31, Röst RE 107 og Flosi SH 136

 

           730. Már KE 31, 409. Röst RE 107 og 519. Flosi SH 136 © mynd Emil Páll

27.05.2013 20:30

Sæborg KE 177


             821. Sæborg KE 177, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
 

Smíðaður í skipasmíðastöðinni: Gebr. Schurenstedt K.G., Baredenfleth a.d. Weser, Bardernfleth, Vestur - Þýskalandi, 1956, eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Fyrsti báturinn sem Vestur - Þjóðverjar byggðu fyrir Íslendinga eftir stríð. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1978 - 79. Var hann fyrsti báturinn sem settur var þar inn í hús. Bátnum var rennt út úr húsinu 9. mars 1979 og hljóp af stokkum 16. mars 1979. Fórst 6 sm. út af Rifi á Snæfellsnesi, 8. mars 1989 ásamt einum manni.

Nöfn: Sæborg BA 25, Sæborg VE 22, Sæborg KE 177, Sæborg HU 177 og Sæborg SH 377

27.05.2013 19:30

Helgi magri EA 277


                               

                               
                                794. Helgi magri EA 277 © myndir Emil Páll

 
Smíðaður í Danmörku 1947. Endurmældur 1962. Talið ónýtt og tekið af skrá og sökkt í Faxaflóa 5. júlí 1981.
 
Nöfn: Stígandi ÓF 25, Magnús IV. RE 18, Sjóli RE 18, Helgi magri EA 277 og aftur Sjóli RE 18

27.05.2013 18:30

Óli Toftum KE 1


           715. Óli Toftum KE 1, 357. Þorsteinn KE 10 og 323. Bergvík KE 55, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

27.05.2013 18:25

Aflakóngar í Sandgerði á veglegan skjöld

vf.is:

 

 

Sandgerðisbæ barst í síðustu viku glæsileg gjöf frá afkomendum Þórhalls Gíslasonar, fyrrum skipstjóra frá Sandgerði. Þórhallur varð 95 ára þann 14. maí 2011 og í tilefni af afmæli hans fékk sonur hans, Jónas Karl Þórhallsson, þá hugmynd að láta útbúa skjöld með nöfnum aflakónga á vetrarvertíð (1. janúar – 11. maí) í Sandgerði á árunum 1939-1991 og gefa föður sínum í afmælisgjöf frá systkinunum. Sjálfur var Þórhallur aflahæsti skipstjórinn nokkrum sinnum á þessu 52 ára tímabili og aflakóngarnir í þessum hópi oft á tíðum einnig aflahæstir á landinu. Gísli Reynisson sem heldur úti vefsíðunni www.aflafrettir.com tók upplýsingarnar saman en granítskjöldurinn var unninn hjá fyrirtækinu S.Helgason í Kópavogi.

Föstudaginn 24. maí var skjöldurinn afhentur Sandgerðisbæ við hátíðlega athöfn í Þekkingarsetri Suðurnesja, þar sem hann verður varðveittur og til sýnis almenningi.

Margir aflakóngar Sandgerðisbæjar frá fyrri tíð voru viðstaddir athöfnina. Þórhallur Gíslason afhjúpaði skjöldinn ásamt Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar. Jónas Karl sagði við tilefnið að skjöldurinn væri hugsaður til þess að heiðra minningu þeirra skipstjóra sem á honum eru en hafa fallið frá, en einnig til þess að varðveita söguna um sjósókn frá Sandgerði.

Fleiri myndir frá uppákomunni má sjá á heimasíðu Þekkingarsetursins www.thekkingarsetur.is
 

27.05.2013 17:25

Þegar Lundey RE sökk

Nýverið er ég birti hér sögu bátsins, gleymdi ég því að ég átti mynd af honum sokknum og birti hana því nú og rifja fyrir neðan myndina upp örlítið brot úr sögu bátsins.

             713. Lundey RE 381, sokkin við Holtagarða í Reykjavík, 24. okt. 1979, náð upp í nóv., en dæmd ónýt 23. nóv. 1981. Rifinn síðan hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi © mynd Emil Páll