Færslur: 2013 Maí

27.05.2013 16:40

Kolbeinsey EA 108


           699. Kolbeinsey EA 108, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður á Akureyri 1925. Lengdur 1930. Undir lokin var báturinn skráður sem vinnubátur. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. sept. 1985.

Nöfn: Reynir EA 434, Reynir ÍS 504, Magnús RE 89, Sæfari BA 131, Sægeir GK 308, Sægeir KE 23, Njörður NS 207, Njörður TH 44, Njörður ÞH 44, Kolbeinsey EA 108, Straumnes RE 108 og Straumnes.

27.05.2013 15:48

Máni GK 36


              671. Máni GK 36, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Faaborg Skips & Badeby, Faaborg, Danmörku 1959. Úreldingastyrkur í des. 1994, en var ekki notaður. Sleginn á nauðungaruppboði 8. des. 2004. Afskráður sem fiskiskip 2006 og hafði þá legið við bryggju í Þorlákshöfn í fjölda ára og lá þar þar til honum var fargað, en hann var bútaður niður i Þorlákshöfn, fyrstu daga maí mánaðar 2007.

Nöfn: Máni GK 36, Máni BA 166, Máni GK 257, Haförn ÁR 115 og aftur Máni GK 36.

27.05.2013 15:30

Elliði SI 1 og Hafliði SI 2

Tryggvi, sendi mér þessar gömlu myndir frá Siglufirði.


                                 Elliði SI 1 © mynd frá Tryggva

Smíðaður í Englandi 1947. Fórst um 25 sm. n.v. af Öndverðanesi 10. feb. 1962, ásamt tveimur mönnum, en 29 mönnum tókst að komast í gúmíbjörgunarbát og var síðan bjargað um borð í togarann Júpiter RE 161.

Hét aðeins þessu eina nafni: Elliði SI 1


                                 75. Haflði SI 2 © mynd frá Tryggva

Smíðaður í Englandi 1948. Seldur út landi til Englands og tekinn af skrá 7. júní 1973.

Nöfn: Garðar Þorsteinsson GK 3 og Hafliði SI 2

27.05.2013 14:45

Perla við Landeyjarhöfn

Tryggvi: Landeyjarhöfn Júlí 2012.(Dettur í hug Bakka bræður,dæla sama sandinum í hringi)


             1402. Perla, við Landeyjarhöfn © mynd Tryggvi, í júlí 2012

27.05.2013 13:21

Hafnarberg RE 404 - í dag Dúa RE 400

            617. Hafnarberg RE 404, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

Smíðaður hjá H. Stegfried Ecternförge, Eckernförd, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.  Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp í Reykjavík, sett á hann síðari hluta níunda áratugs síðustu aldar.

Afskráður sem fiskiskip 2006 og skráð sem skemmtiskip eftir þann tíma. Í ágúst 2008 var sett á hann nafnið Póseidon, sem var leikaranafn i kvikmyndaleik og fóru tökur fram m.a. framan við bryggjuna í Garði, 10. ágúst 2008. Hefur að mestu legið í Grindavíkurhöfn frá því hann varð Dúa RE 400, að undanskildum einhverjum veiðiferðum á lúðuveiðar.

Nöfn:  Jón Gunnlaugs GK 444, Hafnarberg RE 404, Jói á Nesi SH 359, Jói gasalegi SH 359, Dúa SH 359, (leikaranafnið Póseidon) og núverandi nafn: Dúa RE 400

27.05.2013 12:45

Trausti ÁR 71


           373. Trausti ÁR 71, í Njarðvíkurslipp fyrir fjölda ára © mynd Emil Páll

27.05.2013 11:04

Keilir GK 24


                348. Keilir GK 24, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Hafnarfirði 1958 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Úreltur í ágúst 1982 og brenndur undir Vogastapa 26. júní 1983.

Nöfn: Blíðfari SH 103, Siglunes SH 22, Keilir GK 24, Gylfi Örn GK 303, aftur Keilir GK 24 og Keilir GK 241.

27.05.2013 10:45

Sandvík GK 57


           335. Sandvík GK 57, á siglingu á Stakksfirði © mynd Emil Páll

 

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1954. Tekinn úr rekstri 2002.


Nöfn Auðunn EA 57, Björg EA 57, Smári EA 57, Sandvík GK 57, Kristín Björg RE 115, Sandvík GK 57, Þórarinn KE 18 og Þórarinn GK 3.

27.05.2013 09:45

Gullhólmi SH 201, í morgun


           264. Gullhólmi SH 201, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 27. maí 2013

27.05.2013 09:00

Katrín VE 47 o.fl. Vestmannaeyjabátar í Reykjavík, meðan eldgosið stóð yfir á Heimaey


                Þarna eru a.m.k. fjórir Eyjabátar í Reykjavíkurhöfn


                236. Katrín VE 47, utan á 978. Lunda VE 110, í Reykjavíkurhöfn, meðan eldgosið stóð yfir í Heimaey © myndir Emil Páll, veturinn 1973

AF Facebook:

Anna Kristjánsdóttir Ártalið stenst ekki. Bergur varð ekki að Katrínu fyrr en nokkrum árum eftir gos eða ca 1978. Sömuleiðis var ekki byrjað að krefjast skipaskrárnúmera á skipin fyrr en um svipað leyti, þ.e. ca 1977-1978

Emil Páll Jónsson Það má vel vera að ártalið hafi skolast til. En það sem mér finnst furðulegast orðið í dag varðandi kommentin að mest er þvargað yfir ártölum, en ekki annað varðandi myndirnar, ekkert hrós, eða neitt í þá veru. Mun ég því framvegis sleppa nánast öllum ártölum og það á ekki bara við á þessari síðu heldur öllum þeim síðum sem ég set myndir inn á.

27.05.2013 07:10

Vestri BA 63 á rækjuveiðum

Þessar myndir tók Jón Páll Jakobsson, er báturinn kom inn á Rif og síðan koma tvær teknar úti á miðunum, en Jón Páll er nú þar um borð og eru stundaðar rækjuveiðar.


 


           182. Vestri BA 63, kemur inn á Rif fyrir nokkrum dögum


 


            © myndir Jón Páll Jakobsson, fyrir nokkrum dögum í maí 2013

 

 

27.05.2013 06:00

Mánatindur SU 95


               181. Mánatindur SU 95, í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 402 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Austur-Þýskalandi 1958 og var eitt af 12 systurskipum sem gengu undir nafninu ,,tappatogarar" og voru teiknaðir af Hjálmari R. Bárðarsyni.

Úreldur í sept. 1983. Seldur Stálfélagin til bræðslu, en dreginn úr til Grimsby í Englandi í sept. 1984.

Nöfn: Sigurður Bjarnason EA 450, Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240

26.05.2013 23:00

Sigldi frá Sandgerði til Njarðvikur og þar tekinn upp á vagn sem mun draga hann til Sólplasts

Þessar myndir tók ég rétt fyrir kvöldmat í kvöld af Pálínu Ágústsdóttur GK 1, á Stakksfirði, þ.e. út af Keflavíkinni og síðan er hann kom til Njarðvikur í ekkert skemmtilegu ferðaveðri. Ferðalag þetta er sökum þess að stærri plastbátanna er erfitt að taka upp í Sandgerði, þó svo að þeir séu að fara í lagfæringu t.d. hjá Sólplasti í Sandgerði. Var bátnum því siglt yfir til Njarðvíkur þar sem hann verður tekinn upp á Gullvagninn og þrifinn í Njarðvikurslipp áður en hann verður dreginn á vagninum til Sandgerðis, þaðan sem hann kom í dag. Já það er stundum ýmislegt undarlegt í þessari veröld, en hvað um það þessar myndasyrpu tók ég við þetta tækifæri.


                 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Stakksfirði og Njarðvik í dag © myndir Emil Páll, 26. maí 2013

26.05.2013 21:30

Grófin - Bláfell, Ásbrú - Sólplast, Sandgerði - Grófin

Síðastliðinn föstudag birti ég frásögn sem vakti mikla athygli og var um bátinn Jóa á Nesi SH 159, sem búið var að sjósetja í Grófinni, en um er að ræða nýsmíði frá Bláfelli á Ásbrú. Þá sagði ég frá ferðalagi bátsins aftur upp á Ásbrú og síðan út í Sandgerði þar sem Sólplast tók að sér að koma bátnum í það lag sem Siglingamálastofnun hafði farið fram á.

Í dag fór báturinn síðan frá Sólplasti og aftur niður í Gróf og var sjósettur enn á ný og birti ég hér myndir af því ferðalagi. Syrpa þessi er fyrri syrpa kvöldsins og hin tengist líka Sólplasti.
                 Kristján Nielsen, dró bátinn út úr húsinu þar sem hann hafði verið lagfærður
            Þar tók Björn Marteinsson flutningabílstjóri við bátnum og lyfti honum upp á flutningavagn


                  Björn bakkar með bátinn á flutningavagninum frá Sólplasti og út á götu


                                                  Lagt af stað frá Sandgerði

                                   Komið í Grófina, Keflavík með bátinn

                  7757. Jói á Nesi SH 159, sjósettur í annað sinn á stuttum tíma, í Grófinni í Keflavík. Hvíti bletturinn sem sést hægra megin neðanlega á nokkrum myndanna, er rigningadropi sem fallið hefur á linsuna


                     Sjósetningu lokið © myndir Emil Páll, í dag, 26. maí 2013

26.05.2013 20:45

Hafbjörg SH 37 á strandstað við Kvíós í Grundarfirði


           517. Hafbjörg SH 37, á strandstað við Kvíós, Grundarfirði © myndir Emil Páll, 1975
 

Smíðaður í Nykobing, Danmrku 1924. Rak upp við Kvíós í Grundarfirði og talinn ónýtur 7. febrúar 1975.

Sumarið og haustið 1925 var báturinn sem Haraldur VE leigður Landsjóði við strandgæslu fyrir Vesturlandi. Var þetta fyrsta skipið undir stjórn Eiríks Kristóferssonar hjá Lanhelgisgæslunni.
 
Sem Jón Guðmundsson TH var hann gerður töluvert út frá Sandgerði 1944 og sem Jón Guðmundsson NK frá Keflavík 1945 og 1946.

Nöfn: Haraldur VE 246, Runólfur GK 517, Jón Guðmundsson GK 517, Jón Guðmundsson TH ???, Jón Guðmundsson  EA 743, Jón Guðmundsson NK 97, Hlýri SU 97, Hafbjörg NK 7 og Hafbjörg SH 37.