Færslur: 2013 Maí

15.05.2013 16:03

Polar Nanoq


              Polar Nanoq, í Hafnarfirði © mynd Bragi Snær, 15. maí 2013

15.05.2013 14:35

Seifur með Sel

Í hádeginu kom dráttarbáturinn Seigur með prammann Sel, að slippbryggjunni í Njarðvikurhöfn. Ekki var förin þó löng, því Selur hefur legið í Njarðvíkurhöfn nú í þó nokkurn tíma, en eins og ég hef sagt frá áður hér á síðunni er hann nú kominn í mikla klössun eftir töluverða útivist, sem m.a. náði til Bretlands og Færeyja. Hófst klössunin raunar á því eins og ég hef líka sagt frá hér á síðunni að húsið af honum var flutt til Hafnarfjarðar þar sem þar átti að sandblása það.

Því miður gerðist það þegar ég sá skipin samhliða á leið að slippbryggjunni, var ég ekki með myndavélina á mér sem gerist örsjaldan, en er ég var búinn að ná í hana var pramminn kominn upp að slippbryggjunni og Seigur aftur inn í Njarðvíkurhöfn og tók því þessar myndir, af þeim.


                       5935. Selur, við Slippbryggjuna í Njarðvik í hádeginu í dag


              2219. Seigur, í Njarðvíkurhöfn, í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 15. maí 2013

15.05.2013 14:00

Sólborg I GK 61 og Sólborg II GK 37 til sölu

Á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði hafa þessir tveir bátar staðið í nokkur, ár en þeir áttu að endurbyggjast sem íhlaupavinna hjá fyrirtækinu, en aldrei hefur orðið af því. Báðir hafa þeir verið skráðir með Sólborgarnafninu þ.e. Sólborg I GK 61 og Sólborg II GK 37. Að sögn Kristjáns Nielsen, hjá Sólplasti eru þeir nú báðir til sölu og gætu selst beinni sölu, eða verið sniðnir að óskum og þörfum kaupenda

Hér koma myndir af báðum bátunum sem teknar voru af þeim þegar þeir komu á svæðið og eins myndir sem ég tók í gær.

1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin GK 61


                               1943. Sigurvin GK 61, áður en hann skemmdist


                     1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin kominn til Sólplasts
        1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin GK 61, á athafnarsvæði Sólplasts í gær, 14. maí 2013

2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís Ólöf SI 23

                  2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís Ólöf SI 23, er báturinn kom til Sólplasts
              2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís Ólöf SI 23, eins og hann leit út í gær, 14. maí 2013

    © myndir Emil Páll, nema er báturinn var á siglingu, ljósmyndari þeirra myndar er ókunnur

15.05.2013 13:12

Fönix ST 5 og Elli í Bláfelli


             7742. Fönix ST 5, sem Bláfell ehf., sjósettu í Grófinni, á dögunum er nú kominn til heimahafnar á Ströndum © mynd Jón Halldórsson, holmavik,123.is  14. maí 2013


              Þessa mynd rakst ég á, en hún sýnir hann Ella í Bláfelli, sem heitir réttu nafni Elías Ingimarsson og er forstjóri Bláfells ehf. © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í apríl 2013

15.05.2013 11:12

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15, í Vestmannaeyjum í gær           2812. Heimaey VE 1 og 183. Sigurður VE 15, séð inn innsiglinguna til Vestmannaeyja í gær © myndir Gísli Matthías Gíslason, 14. maí 2013

15.05.2013 10:35

Heimaey VE 1, í Vestmannaeyjum í gær
          2812. Heimaey VE 1, í Vestmannaeyjum í gær © myndir Gísli Matthías Gíslason, 14. maí 2013

15.05.2013 09:45

Glófaxi VE 300 og Lóðsinn Ve


            968. Glófaxi VE 300, 2273. Lóðsinn o.fl. í Vestmannaeyjum í gær © mynd Gísli Matthías Gíslason, 14. maí 2013

15.05.2013 08:45

Portland VE 97 , Glófaxi VE 300 o.fl.


          219. Portland VE 97, 968. Glófaxi VE 300 o.fl. í Vestmannaeyjum í gær © mynd Gísli Matthías Gíslason, 14. maí 2013

15.05.2013 07:00

Hið nýja Skálaberg RE 7, væntanlegt til Reykjavíkur á morgun


             2850. Skálaberg RE 7 © mynd af MarineTraffic. Skipið hefur verið í Las Palmas að undanförnu að sögn þeirra hjá Brim, vegna óvissu í útgerðarmálum hér heima.

15.05.2013 06:18

Krúsi


                       Krúsi © mynd Emil Páll í Grófinni, Keflavík,  í júlí 2009

14.05.2013 23:00

Heimaey VE 1, suður af Akrabergi, sem mun vera syðsta eyja Færeyja
             2812. Heimaey VE 1, suður af Akrabergi, sem mun vera syðsta eyja Færeyja © mynd  Faxagengið, faxire9.123.is   22. apríl 2013,

Leiðrétting eða ábending frá Svafari Gestssyni: Suðuroy er heitið á syðstu eyjuni í eyjaklasanum, en hinsvegar er Akraberg næst syðsti oddi hennar.

14.05.2013 22:30

Nafnlaus bátur í Vogum


                 Þó svo að ég hafi tekið mynd þessa í Vogum, á Vatnsleysuströnd, man ég alls ekki nafnið á bátum © mynd Emil Páll, fyrir æðimörgum árum

14.05.2013 21:25

Svafar Gestsson heimsækir sinn gamla vinnustað


Svafar Gestsson: Í dag lagði ég leið mína í Vilamoura Marina á minn gamla vinnustað Polvo Warersport, sem heitir reyndar Algarve Xcite Warersport til að hitta gamla vinnufélaga og kíkja á bátaflotann sem ég þjónustaði eitt sinn. Ferðamannatraffíkin er að komast á skrið og nóg að gera hjá strákunum.


             Mario að leggja í'ann með hóp af bretum


                                   Maður á nokkur handtök í þessum


                                                     Einn af fiskibátunum


          Þetta eru einhver þau skelfilegustu farartæki sem hafa verið fundin upp og var ég farinn að neita að koma nálægt þessu drasli sem er örugglega uppfinning andskotans.


                                           Einn af fallhlífabátunum


                                           Sölubásarnir og skrifstofan


                                                     Þessi var að sóla sig


                                                   Villamorra Marina                                                 Villamorra Marina  
                  © myndir og texti, Svafar Gestsson, í dag, 14. maí 2013

14.05.2013 20:20

Sigridur StF 35


           Sigridur StF 35, í Korsör, Danmörku © mynd shipspotting, Lars Staal, 27. maí 1976

14.05.2013 19:20

Skrúður - mölbrotinn og þar með gjörónýtur, eftir snjórinn hafi ekki verið mokaður úr bátnum í vetur

Fyrir stuttu sýndi ég myndir sem Þorgrímur Ómar Tavsen tók af trillubátnum Skrúð sem afi hans Þorgrímur Hermannsson, smíðaði á Hofsósi árið 1972 og þá var hann á kafi í snjó. Óttaðist Þorgrímur Ómar að báturinn kæmi illa undan snjónum og það voru orð að sönnu. Því nú þegar snjóinn tók upp kom í ljós að báturinn er illa farinn af því að hafa ekki verið mokaður, raunar er hann allur mölbrotinn og því gjörónýtur eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.

Meðal annars er birðingurinn brotinn eftir stoð í vagninum stjórnborðsmeginn. Þá er báturinn brotinn niður við kjöl og 2. eða 3ja borð hefur skriðið í sundur.
           5274. Skrúður, á Hofsósi í dag, gjörónýtur vegna þess að snjórinn var ekki mokaður úr bátnum í vetur, eða hann varinn fyrir sjónum © myndir Þorgrimur Ómar Tavsen, 14. maí 2013

AF Facebook:
Þorgrímur Ómar Tavsen  Eitt af því skelfilegasta sem ég hef horft upp á....:-(


Þorgrímur Ómar Tavsen Að fara svona með þennan flotta bát er ófyrirgefanlegt