Færslur: 2013 Maí

01.05.2013 09:45

Jóhann Guðnason KE 77


 

              1333. Jóhann Guðnason KE 77, á leið út frá Njarðvik © myndir Emil Páll

 

Smíðanr. 51 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Lengdur 1981. Yfirbyggður 1985. Seldur til Írlands 7. ágúst 1992. Seldur í brotajárn til Hull, Englandi 2006.

Skipið var nr. 9 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni. Þá var skipið fyrsta stóra íslenska fiskiskipið sem hafði um borð línubeitningavél ( 1975). Vélin var frá norska fyrirtækinu Mustad Stoperi & Mek.verksted A/S.

Nöfn: Fjölnir ÍS 177, Bergþór KE 5, Jóhann Guðnason KE 77, Sigurður Þorleifsson GK 256, Eyfell EA 540, Kópanes SH 702 og Kopanes S 702.

01.05.2013 08:45

Eyrún GK 157


 


                 1315. Eyrún GK 157, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

 

Smíðanúmer 44 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Endurbætur og breytingar hjá Vélsmiðju Sandgerðis frá nóv. 2007 til jan. 2008.

Strandaði að morgni 16. febrúar 1989, vestan við Dráttarbraut Keflavíkur. Báturinn hafði verið sjósettur skömmu áður, en vélin stöðvaðist og rak hann upp í fjöru fyrir neðan söltundarskúra Keflavíkur hf. Dró Goðinn bátinn út með aðstoð vélskóflu og jarðýtu. Slapp báturinn án teljandi skemmda.

Nöfn: Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, aftur Eyrún GK 157,  Eyrún ÁR 66, Eyrún ÁR 26, Eydís ÁR 26, Maggi Ölvers GK 33 og núverandi nafn: Sæljós GK 2

01.05.2013 07:50

HDMS Triton F358


                 HDMS Triton F358, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, í apríl 2013

01.05.2013 06:51

Sigurborg SH 12


              1019. Sigurborg SH 12, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. apríl 2013

01.05.2013 06:40

1. maí

Launþegar til hamingju með baráttudag verkalýðsins, 1. maí