Færslur: 2013 Maí

12.05.2013 13:30

Elín Björk


                  Elín Björk í höfn í Reykjavík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

12.05.2013 12:30

Axel, í Helguvík
                   Axel leggst að bryggju í Helguvík © mynd Emil Páll, 2. mars 2009

12.05.2013 11:45

Brunto, í Keflavíkurhöfn
                              Brunto, í Keflavík fyrir xx árum © myndir Emil Páll

12.05.2013 10:45

Regina Del Mar, með heimahöfn í Reykjavík


                7660. Regina Del Mar, með heimahöfn í Reykjavík, í og á leið í Skipasmíðastöð Njarðvikur og við bryggju í Reykjavík © myndir Emil Páll, maí til ágúst  2009

12.05.2013 09:45

Þrándur GK 39
           9037. Þrándur GK 39, í Keflavíkurhöfn og út af Vatnsnesi, Keflavík  © myndir Emil Páll í júlí 2009

12.05.2013 08:45

Auði


                                      Auði © mynd Emil Páll í júní 2009

12.05.2013 07:49

Togarar í Reykjavík fyrir mörgum árum


                Togarar, í Reykjavík fyrir ansi mörgum árum © mynd Emil Páll

12.05.2013 07:00

Pétur mikli


              7487. Pétur Mikli í Keflavík © mynd Emil Páll, í mars 2009

11.05.2013 23:00

Í tilefni lokadagsins 11. maí: Flottar myndir

Myndir þessar sem ég birti, passa vel í dag þar sem þessi dagur 11. maí var lokadagur vetravertíðar hér áður fyrr. Þessi bátur er þó ekki að koma inn vegna lokadags, enda er það löngu liðið að menn spái í þann dag.


              2325. Arnþór GK 20, í innsiglingunni til Sandgerðis í dag. Myndirnar eru teknar af bátnum áður en hann kemur inn í höfnina og á þeim neðstu er hann einmitt að beygja inn í hafnarmunninn © myndir Emil Páll, 11. maí 2013 ( lokadagur vertíðar, hér áður fyrr)

11.05.2013 22:59

Sigla umhverfis Ísland á eikarskipum


 
Knörrinn

Knörrinn

Í tilefni þess að nú eru fimmtíu ár frá því að happafleytunum Knerrinum og Húna II var hleypt af stokkunum á Akureyri leggja Norðursigling og Hollvinir Húna í hringsiglingu um landið á skipunum tveimur.

Bæði skipin eru hönnuð af annáluðum skipasmíðameistara, Tryggva Gunnarssyni en ferðinni er ætlað að vekja athygli á strandmenningu og mikilvægi slíkra skipa í sögu íslendinga og þeirri arfleifð sem í þeim býr.

Bæði eru skipin smíðuð úr bestu eik og hönnuð til að standast válynd veður og sjólag við Íslandsstrendur. Knörrinn er 15,15 metra, 19,27 lesta stokkbyrt þilfarsskip og Húni II er 27,48 metra, 117,98 lesta stokkbyrt þilfarsskip. Þrátt fyrir umtalsverðan stærðarmun, má glögglega sjá skyldleikann í skrokklaginu og styrkleikann í yfirbragðinu.

Sigling Húna II og Knarrarins hefst í dag, Húni II leggur upp frá Akureyri og skipin sameinast á Húsavík þar sem hin sameiginlega sigling hefst þegar lagt verður úr Húsavíkurhöfn um kl. 22 í kvöld.

Ferðaáætlunin er eftirfarandi:

11.maí Húsavík 20:00-22:00

12.maí Vopnafjörður 20:00-22:00

13.maí Neskaupstaður 10:00-12:00

13.maí Eskifjörður 17:00- 19:00

14.maí Breiðdalsvík 17:00-19:00

15.maí Höfn í Hornafirði 20:00-22:00

16.maí Vestmannaeyjar 20:00-22:00

17.-18.maí Reykjavík, Bátahátíð við Víkina, Sjóminjasafn.

Boðið í siglingu kl. 10:00. Skipin til sýnis 13:00-17:00

19.maí Bíldudalur 20:00-22:00

20.maí Þingeyri 09:00-11:00

20.maí Ísafjörður 20:00-22:00

21.maí Skagaströnd 20:00-22:00

22.maí Siglufjörður 15:00-17:00

22.maí Akureyri, ferðalok um miðnættið

11.05.2013 22:30

Miðvík


             7524. Miðvík, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll í júní 2009

11.05.2013 21:30

Óli Bjarnason EA 279


               7642. Óli Bjarnason EA 279, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll 2008

11.05.2013 20:30

Sportacus KE 66

          
         7526. Sportacus KE 66, í Grófinni, Keflavík © mynd  Emil Páll, 21. maí 2008

11.05.2013 19:30

Hvítá MB 2, frá Bláfelli

Hér sjáum við tvær myndir sem tengjast nýsmíði nr. 11 hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú


                Bátur af gerðinni Sómi 870 og nýsmíði nr. 11 hjá Bláfelli ehf. Ásbrú, er skrokkurinn var afhentur eigendum frá Borgarnesi, en þeir innréttuðu og gengu frá bátnum að öðru leiti © mynd Emil Páll, 22. nóv. 2011


             Hér er báturinn fullfrágenginn og kominn með nafn þ.e. 7711. Hvítá MB 2

11.05.2013 18:45

Sjór komst í skip

Um síðustu páska urðu menn varir við það töluverður sjór var kominn um borð í eikarbátinn Margréti KÓ 44, sem lá við hafnargarðinn í Sandgerði. Síðan þá hefur verið unnið að viðgerð á bátnum, en áætlað er að lyfta honum upp á bryggju sennilega á mánudag. Báturinn er í eigu bankastofnunar og er á söluskrá.

Þá var togarinn Berglín GK 300 tekin upp í slipp á Akureyri,í gær,  sökum leka.


                 1153. Margrét KÓ 44, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 4. júní 2013

Smíðaður á Seyðisfirði 1971 og hefur borið nöfnin Sæþór SU, Sæþór SF, Búi EA, Gói ÞH, Viktor EA og Margrét KÓ


                Báturinn við bryggjuna er 1153. Margrét KÓ 44, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 11. maí 2013