Færslur: 2013 Maí

18.05.2013 14:45

Júlía VE 123


                 623. Júlía VE 123, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, fyrir nokkrum áratugum

18.05.2013 13:45

Halldór Kristjánsson GK 93, Gullþór KE 85, Heimir KE 77 og Ásgeir Magnússon GK 60

                526. Halldór Kristjánsson GK 93, 608. Gullþór KE 85, 1171. Heimir KE 77 og 89. Ásgeir Magnússon GK 60  í Keflavíkurhöfn


             526. Halldór Kristjánsson GK 93, hélaður í Keflavíkurhöfn

                                               © mynd Emil Páll

18.05.2013 12:45

Brimnes KE 204 og Vonin KE 2

 

           359. Brimnes KE 204 og 221. Vonin KE 2 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

18.05.2013 11:45

Hvalsnes KE 121 - í dag Sveinbjörn Jakobsson SH 10


 


 


                  1054. Hvalsnes KE 121, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
 

 

Smíðanúmer 19 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Tekinn af skrá og úreltur 16. júlí 1992.  Endurskráður 1994, sem vinnubátur. Lá þó áfram við bryggju í Reykjavík þar til í ársbyrjun 1996 að hann var fluttur í Arnarvoginn. Í júlí 1996 var tekin ákvörðun um að gera hann upp og var því lokið hjá Ósey hf., Hafnarfirði í maí 1997. Nánast allt byggt nýtt, nema botninn, auk þess sem báturinn var lengdur, breikkaður og skutur sleginn út og skráður sem fiskiskip að nýju.

Kom í fyrsta sinn sem Hvalsnes KE til heimahafnar í Keflavík aðfaranótt 14. ágúst 1976 og sem Sveinbjörn Jakobsson SH 10 til Ólafsvíkur föstudaginn 25. ágúst 2006.

Nöfn: Drífa RE 10, Sturlaugur ÁR 77, Hvalsnes KE 121, Mánatindur SU 95 Drífa ÁR 300, Andvari VE 100, Júlíus ÁR 111, Júlíus II ÁR 110, Júlíus, Júlíus ST 5, Sæbjörg ST 7 og núverandi nafn: Sveinbjörn Jakobsson SH 10.

18.05.2013 10:45

Faxi RE 9, kemur til Reykjavíkur í gær - með nýjan veltitank


              1742. Faxi RE 9, kemur til hafnar í Reykjavík í gær, með nýja veltitankinn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  17. maí 2013

18.05.2013 10:00

Ágúst Guðmundsson GK 95


               262. Ágúst Guðmundsson GK 95, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 14 hjá Brattvag Skipsbyggeri A/S, Brattvag í Noregi 1964. Yfirbyggður 1988 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Lagt í Reykjavíkurhöfn i júní 2001 og færður til Grindavíkurhafnar á árinu 2002. Seldur til Mexíkó 1. des. 2002 og sigldi út undir íslenskri skráningu Thor GK 951.

Nöfn: Viðey RE 12, Árni Kristjánsson BA 100, Andri BA 100, Klængur ÁR 2, Ágúst Guðmundsson GK 95 og Thor GK 951

18.05.2013 08:45

Faxi RE 9 og Elding II


          1742. Faxi RE 9 og 7489. Elding II að koma inn til Reykjavíkur í gær © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  17. maí 2013

18.05.2013 08:00

Halli ÞH 32


                   6093. Halli ÞH 32 © mynd Haninn.is, ljósm. ókunnur

18.05.2013 07:01

Haffrúin MB 22


                        6032. Haffrúin MB 22 © mynd Haninn.is, ljósm. ókunnur

17.05.2013 23:00

Óvænt og skemmtileg uppákoma í Keflavíkurhöfn rétt fyrir hádegi í dag

Já, svo sannarlega var það óvænt, en um leið skemmtileg uppákoma í Keflavíkurhöfn rétt fyrir hádegi þegar hinir 50 ára gömlu bátar, Húni II EA 740 og Knörrinn, sem báðir voru smíðaðir á Akureyri eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar sigldu að bryggju í Keflavíkurhöfn. Erindið var aðallega það að bíða eftir hljóðfæraleikurum sem áttu að spila um borð í Húna II, á ytri-höfninni í Reykjavík, en þar átti næsta stoppistöð bátanna að vera. Notuðu Húnamenn þennan tíma til að þrífa bátinn, þó varla væri hægt að sjá mikla þörf á því.

Fyrir mig var þetta sérlega skemmtileg uppákoma, þar sem ég hef oft verið í sambandi bæði með tölvusamskiptum svo og símleiðis við Þorstein Pétursson, á Akureyri, eða Steina Pjé eins og hann er kallaður, en aldrei höfum við þó séð hvorn annan. Enda eftir að við höfðum heilsast bauð hann mér strax um borð, ásamt nokkrum öðrum, auk þess sem hann bauð mér að koma með þeim á bátnum til Reykjavíkur, en því miður var ég tímabundinn og gat því ekki orðið við þessu boði um ferðina. Steini er leiðangurstjóri  Húna II og varaformaður Hollustufélagsins um Húna II.

Það er af Húna II líka að segja að áður en hann varð gerður út frá Akureyri, var hann í eigu Þorvaldar Skúlasonar í Hafnarfirði og urðum við starfsfélagar um tíma á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Því miður uppgötvaði ég það ekki nógu fljótt, að sá sem var við stýrið á Knerrinum og hafði komið um borð á Hornafirði, var fyrrum Njarðvíkingur Guðmundur Gestsson, sem er mjög sigldur  og þá mikið á skútum. Flestir kalla hann þó Genda.

Eins og margir vita eru bátarnir á hringferð um landið í tilefni afmæli þeirra og svona í leiðinni til að sýna bátann.  Dró heimsóknin að sér ýmsa gamla sjóara, sem höfðu gaman að því að bátarnir skildu sigla inn í Keflavíkurhöfn. Annars hefur Húni II áður farið í ferð, að mig minnir til Færeyja m.a. og  nú stefna þeir á þeim báti að fara til eins Norðurlandanna, á mót slíkra báta.

Hér kemur mikil myndasyrpa sem tekin var að bátunum og úr Húna II og einnig er Knörrinn sigldi fyrr úr Keflavík, en Húni II og þá undir stjórn Genda.  Undir myndunum kemur frásögn af því sem kemur fram á þeim.

 

                        108. Húni II EA 740 og 306. Knörrinn, í Keflavíkurhöfn

 

                                    108. Húni II EA 740, er glæsilegt skip

 

                          Hér sjáum við einn skipverja Húna II smúla bátapallinn

 

                   Grímur Karlsson fyrrum skipstjóri og nú bátasmiður (líkana) og Þorsteinn Pétursson, Steini Pjé leiðangurstjóri og varaformaður Hollavinafélagsins um Húna II, í einhverju skemmtilegu spjalli.

 

              Grímur Karlsson kominn í hlutverk hafnarvarða og opnar fyrir meira vatn

 

                                           Steini Pjé að skrúbba Húna II

 

 

 
 
 
 
 
 

           306. Knörrinn færir sig hinum meginn við bryggjuna, áður en hann fer á undan til Reykjavíkur. Við stýrið er Gendi

 

               Neðan þilja hefur lestin m.a. verið innréttuð í skemmtilegt rými og þar má sjá myndir og margt annað er tengjast Húna II. Hér er það annars vegar auglýsing fyrir mótið í Noregi í sumar og hinsvegar teikning af miðbandi í Húna II. Benti Steini Pjé, Grími Karlssyni að þeir ættu mikið af teikningum um myndum af bátnum og því ætti hann að geta gert líkan af bátnum.

 

            F.v. Steini Pjé, Oddur Sæmundsson skipstjóri og útgerðarmaður og Einar Magnússon, útgerðarmaður, kræklingabóndi og stjórnarformaður Reykjaneshafna, virða fyrir sig myndir og hlusta á fróðleik um bátinn.

 

               Hið snyrtilega vélarúm og þá ekki síður vel máluð aðalvélin vakti athygli Odds Sæmundssonar

 

                 Margir gamlir sjóarar, litu við þegar bátarnir komu til Keflavíkur. Hér er Jónas Franzson fyrrum skipstjóri (t.h.) á spjalli við skipverja af Húna II

 

           Mér eru þekkt andlit úr sjómennskunni f.v. Davíð Eyrbekk, Ísleifur Guðleifsson, Hallbjörn Sæmundsson og Eiríkur Erlendsson að fylgjast með hljóðfæraleikurunum sem fóru með Húna II til Reykjavíkur. Þessa tvo hljóðfæraleikarar sem sjást þarna lengst til vinstri þekki ég ekki, en þeirra hlutverk og félaga þeirra sem sjást ekki á myndinni,  var að spila um borð í Húna II, á Ytri-höfninni í Reykjavík um leið og skipin fluttu flautukonsertinn í tilefni af opnum Listahátíðar í Reykjavík

                        © myndir Emil Páll, í dag 17. maí 2013

 

AF Facebook:

Guðni Ölversson Frábært framtak sigling þessara einstöku og fallegu báta kringum landið.

 

 

17.05.2013 22:30

Otur SI 100 og Edda SI 200, í dag


            2471. Otur SI 100 og 1888. Edda SI 200, á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. maí 2013

17.05.2013 21:30

Stígandi VE 77 seldur

Þær fréttir bárust mér í kvöld að búið væri að selja togskipið Stíganda VE 77, innanbæjar í Vestmannaeyjum.


                 1664. Stígandi VE 77, í Reykjavík © mynd Óðinn Magnason, 2012

17.05.2013 20:30

Sægreifi EA 444


           7287. Sægreifi EA 444, á Siglufirði í dag © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. maí 2013

17.05.2013 19:30

Gára


                          1688. Gára © mynd af Hananum.is, ljósm. ókunnur

17.05.2013 18:30

Hvalur 9 RE 399 í slipp


           997. Hvalur 9 RE 399, í slippnum í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  9. maí 2013


              997. Hvalur 9 RE 399, í slippnum í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  16. maí 2013