Færslur: 2013 Maí
24.05.2013 17:30
Nýjar verklagsreglur urðu til þess að Sólplast kláraði Bláfellsbát
Eftir hádegi í dag var bátur sem fyrir skömmu var sjósettur í Grófinni í Keflavík sem nýsmíði hjá Bláfelli á Ásbrú, fluttur til Sólplasts í Sandgerði. Um er að ræða bátinn Jóa á Nesi SH 159 og að sögn útgerðarmanns bátsins setti Siglingamálastofnun út á ýmis atriði við skoðun á bátnum í Grófinni og því tók hann bátinn á land og flutti að nýju til Bláfells á Ásbrú, svo þeir gætu klárað það sem að var.
Þá var fyrirtækið í nokkra daga fríi um hvítasunnuna og því var ekkert gert í bátnum. Tók hann því þá ákvörðun í dag að flytja bátinn annað og varð Sólplast fyrir valinu, en eins og kunnugt er varð bruni í húsi Bláfells í núna í vikunni og telur eigandinn að það hefði verið hægt að vera búið að gera við þetta áður en til brunans koma.
Elías Ingimarsson hjá Bláfelli var ekki sammála því og sagði að upphaflega hefði nýjar verklagsreglur hjá Siglingamálastofnun orðið til þess að taka þurfi bátinn á land og ekki mátti gera við þetta utan dyra vegna hitastigs og því hefði staðið til að taka hann inn í hús morguninn eftir að menn mættu eftir hvítasunnuna, en um kvöldið áður varð bruninn og því fór sem fór.
Að sögn Kristjáns Nielsen hjá Sólplasti er hér um dagsverk að ræða, þannig að þetta á að klárast yfir helgina.
Hér koma myndir sem ég tók í dag þegar komið var með bátinn til Sólplasts í Sandgerði.

|
|
||||||
24.05.2013 16:43
Andri RE 158, Sandgerðingur GK 268 o.fl.

1242. Andri RE 158, utan á 1350. og 171. Sandgerðing GK 268 o.fl. í Sandgerðishöfn fyrir tugum ára © mynd Emil Páll
24.05.2013 15:30
Hafborg RE 299, Hafsteinn KE 85 og Stafnes KE 130

1350. Hafborg RE 299, utan á 1518. Hafsteini KE 85 og 235. Stafnesi KE 130 í Keflavíkurhöfn fyrir tugum ára
24.05.2013 12:45
Dagur SI 66

1073. Dagur SI 66, á Siglufirði © mynd Tryggvi
24.05.2013 11:11
Árni HF 15. Sandvík KE 25 o.fl.

1222. Árni HF 15, 1073. Sandvík KE 25 o.fl. í Sandgerði © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum áratugum
24.05.2013 10:45
Ýmir BA 32

1499. Ýmir BA 32, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 19. okt. 2009
Smíðanúmer 9 hjá Vör hf., Akureyri 1977
Nöfn: Flosi ÍS 15, Sæljón RE 19, Sæljón II RE 119, Jón Aðal SF 63, Jónas Guðmundsson GK 275, Jónas Guðmundsson SH 317, aftur Jónas Guðmundsson GK 275, Fagurey HU 9, Fagurey HF 21, Ígull HF 21 og núverandi nafn: Ýmir BA 32
24.05.2013 09:47
Skúli ST 75


2754. Skúli ST 75 © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda í apríl 2013
24.05.2013 08:52
Patreksfjörður

Patreksfjörður © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson
24.05.2013 06:03
Nordkinn ex Storfoss

Nordkinn, skráður í Færeyjum ex Storfoss, í Bergen, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen 19. maí 2013
23.05.2013 23:00
Sandgerði í dag

2361. Tjúlla KE 18

6282. Einfari GK 108

1850. Hrefnuveiðibáturinn Hafsteinn SK 3 og 2829. Sædís Bára GK 88

1914. Gosi KE 102, 1563. Litli Jón KE 201 og 6507. Valberg VE 10
Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 23. maí 2013
23.05.2013 22:30
Heimaey VE 1 og Höfrungur III AK 250

1213. Heimaey VE 1, 249. Höfrungur III AK 250 o.fl. í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll
23.05.2013 21:30
Una í Garði GK 100


1207. Una í Garði GK 100 © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 56 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri og nr. 35 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði, árið 1971. Skipið var númer 2 af 14 raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni hf., Akureyri. Skrokkurinn var smíðaður á Akureyri og síðan dreginn til Hafnarfjarðar þar sem hann var hann var fullgerður. Lengdur í Hafnarfirði 1974. Yfirbygging 1977. Stytting og aðrar fjölþættar breytingar s.s. sleginn út að aftan og sett á hann skutrenna, perustefni ofl. í Nordship skipasmíðastöðinni i Gdansk í Póllandi, veturinn 2000.
Fórst norður af Málmey á Skagafirði 17. júlí 2001 og með honum tveir menn.
Nöfn: Sigurbergur GK 212, Geiri Péturs ÞH 344 og Una í Garði GK 100
23.05.2013 20:37
Jón Gunnlaugs GK 444 - enn til en nú ST 444


1204. Jón Gunnlaugs GK 444 © myndir Emil Páll
Smíðaður í Reykjavík 1972
Nöfn: Jón Gunnlaugs GK 444, Jón Gunnlaugs ÁR 444 og nú í vor fékk hann nýja skráningu en heldur nafninu og er því: Jón Gunnlaugs ST 444
23.05.2013 19:30
Hringur GK 18 - í dag Grundfirðingur SH 24, lengdur, yfirbyggður og mikið breyttur

1202. Hringur GK 18, ný fyrirbyggður, í Njarðvik © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Stálvík, í Garðabæ 1972. Yfirbyggður 1985, lengdur 1999 og gerðar á honum ýmsar breytingar.
Nöfn: Þorlákur ÁR 5, Brimnes SH 257, Rita NS 13, Hringur GK 18 og núverandi nafn: Grundfirðingur SH 24







