Færslur: 2013 Febrúar
26.02.2013 18:51
Hohn Bank, í Neskaupstað í dag


Hohe Bank, lestaði mjöl í Neskaupstað í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 26. feb. 2013
26.02.2013 18:38
Fleiri myndir frá njósnum Fiskistofu

Njósnabíll Fiskistofu

Hilmar Bragi Bárðarson, fréttarstjóri Víkurfrétta myndar myndavél Fiskistofumanna

Lögreglan mætt á staðinn © myndir Emil Páll, í dag 26. feb. 2013
Af Facebook:
Þorgrímur Ómar Tavsen Núna er spurning hvað þetta hverfur snögt undir stól,þó lögreglan hafi skift sér af.
26.02.2013 17:55
Fiskistofumenn njósna
Falda myndavélin í afturglugga bifreiðarinnar. VF-myndir: Hilmar BragiFréttir | 26. febrúar 2013 16:42 (vefur Vf.is)
Njósnir við Njarðvíkurhöfn?
Falin myndavél er í bifreið sem lagt hefur verið við Njarðvíkurhöfn. Bifreiðin er skráð í eigu bílaleigu norðan heiða. Myndavélinni er beint að hafnarsvæðinu. Þeir sem starfa við höfnina fannst bifreiðin grunsamleg og við skoðun kom í ljós að myndavél er falin skut bifreiðarinnar og myndar út um afturglugga.
Pétri Jóhannssyni, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, var ekki kunnugt um tilvist földu myndavélarinnar þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann nú áðan. Öll spjót beinast að Fiskistofu og sagðist Pétur ætla að ræða málið við Fiskistofumenn.
„Ég er núna á Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjanesbæjar. Fiskistofumenn eru í næsta bíl á eftir mér. Þeir hljóta að koma við í kaffi,“ sagði Pétur í samtali við Víkurfréttir.
Falda myndavélin hefur jafnframt verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Umrædd bifreið. Starfsmenn við höfnina eru ósáttir við að vera myndaðir með falinni myndavél.
Heimild: Vefur vf.is, 26.2.2013
- o -
Skömmu eftir að Víkurfréttir fóru af staðnum mætti lögreglan og í framhaldi af því var bíllinn fjarlægður af staðnum
Af Facebook:
26.02.2013 15:27
Aðalbjörg RE 5 og Njáll RE 275, í dag


1755. Aðalbjörg RE 5 og 1575. Njáll RE 275, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 26. feb. 2013
26.02.2013 14:51
Magnús Ágústsson ÞH 76, frá Raufarhöfn ex Oddgeir



1039. Magnús Ágústsson ÞH 76 ex Oddgeir, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 26. feb. 2013
26.02.2013 12:45
Demus GK 212
![]() |
2577. Demus GK 212 (fyrir innan þennan gula) © mynd Emil Páll 2008
26.02.2013 11:30
Hver perlan á fætur annarri: Nú Gísli J. Johnsen, í Keflavíkurhöfn
Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa efalaust tekið eftir, hef ég í morgun og í gær birt nokkrar gamlar perlur. Þ.e. myndir sem ég hef ekki áður birt og voru á filmum sem ég taldi mér glataðar, en munu nú koma smátt og smátt. Ekki mun ég þó klára þær allar í einu, enda myndir í hundraða tali.
Þessi mynd af björgunarskipinu sem stendur nú úti í Garði, ósköp illa farinn, svo ekki sé meira sagt, er hér við bryggju í Keflavíkurhöfn.
![]() |
|
Af Facebook Ingvar Gissurarson Já það er af sem áður var..............Heldur er nú orðið lágt á honum risið greyjnu í dag.
|
26.02.2013 11:02
Hydra sökk í gærkvöldi
Guðni Ölversson, Noregi: Þessi sorglegi atburður átti sér stað í gærkvöldi. MS Hydra fékk slagsíðu og sjór komst í vélarrúmið sem leiddi til að báturinn sökk.. Tveimur mönnum, feðgum, var bjargað um borð í snærliggjandi bát
![]() |
Hydra © mynd af síðu Guðna Ölverssonar, í dag, 26. feb. 2013 |
26.02.2013 10:00
Örn KE 13, Gunnjón GK 506, Dagstjarnan KE 3, Ragnar GK 233, Brimnes KE 204 o.fl.
![]() |
Þarna má sjá 1012. Örn KE 13, 1533. Ragnar GK 233, 359. Brimnes KE 204, 1558. Dagstjörnuna KE 3, 1625. Gunnjón GK 506, einhvern tappatogara o.fl. í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, |
26.02.2013 09:00
Ágúst Guðmundsson GK 95
![]() |
262. Ágúst Guðmundsson GK 95 og innan við hann eru 965. Ársæll KE 77 og 971. Boði GK 24, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll |
26.02.2013 07:49
Beitir NK 123 á loðnuveiðum út af Ingólfshöfða
![]() |
||||||||
|
|
26.02.2013 06:52
Kap VE 4
![]() |
||
|
|
25.02.2013 23:02
Steendiak / Hvitanes / Vatnajökull / Laxfoss
Hópur einstaklinga stofnaði fyrirtækið Kaupskip hf., skráð í Keflavík og keypti skip hingað til lands árið 1963, en sú útgerð náði þó ekki ársafmæli, áður en skipið var selt Jöklum hf. og síðan Eimskipafélagi Íslands og 13 árum eftir að það kom hingað til lands var það selt úr landi.

Steendiek © mynd af Google

216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd úr FAXA, Heimir Stígsson 1963

216. Vatnajökull © mynd Google

216. Laxfoss © mynd Google
Smíðanúmer 314 hjá August Pahl, Hamborg, Þýskalandi 1957. Sjósett 23. mars 1957 og afhent í nóv. 1957. Hvítanes var afhent Kaupskipi hf., í Hamborg 2. október 1963, en kaupsamningur var gerður 9. júlí. Kom til heimahafnar í Keflavík 31. janúar 1964.
Seldur úr landi til Kýpur 15. maí 1976, þaðan til Grikklands, síðan til Panama og að lokum á einhvern óþekktan stað. Skipið brann 19. des. 1986, í höfninni i Muhammed Bin Qasim. Rifinn 1. mars 1987 í Gadani Beach.
Nöfn: Steendíak, Hvítanes, Vatnajökull, Laxfoss, Sunlink, Aetos, Sadaroza og Faisal I
25.02.2013 23:00
Hildur GK 117 - í dag Viggi NS 22
![]() |
2575. Hildur GK 117, í Sandgerðishöfn og þarna í eigu Festis. Í dag heitir báturinn Viggi NS 22 © mynd Emil Páll, |
25.02.2013 22:00
Guðbjartur SH 45
![]() |
|
2574. Guðbjartur SH 45, í Rifshöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
|














