Færslur: 2013 Febrúar
10.02.2013 19:00
Kristrún II RE 477

256. Kristrún II RE 477, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 7. feb. 2013
10.02.2013 18:00
Ísborg ÍS 250

78. Ísborg ÍS 250, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 7. feb. 2013
10.02.2013 17:08
Petra ST 100 o.fl. Hólmavík

7729. Petra ST 100 o.fl. Hólmavík, í gær © Jón Halldórsson. holmavik 123.is 9. feb. 2013
10.02.2013 17:00
dh raf - dæluhúðun - Fiskeldi



10.02.2013 16:47
Erill á stjórnstöð Gæslunnar
mbl.is
Nokkur erill hefur verið á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í nótt og í morgun vegna aðstoðarbeiðna, bæði til sjós og lands. Upp úr klukkan níu hafði bátur, sem staddur var norður af Gjögurtá nyrst í Eyjafirði, samband og sögðu skipverjar að bilun væri í stýrisbúnaði.
Fram kemur í tilkynningu frá Gæslunni, að haft hafi verið samband við björgunarbát Slysavarnafélagsins Landsbjargar, BB Jón Kjartansson frá Húsavík, sem hafði nýverið látið stjórnstöð vita að þeir hefðu lagt úr höfn á Húsavík. Um klukkan 12:45 kom Jón Kjartansson að bátnum og fylgdu honum til Akureyrar, þangað sem þeir komu heilu og höldnu um kl. 13:35.
Um klukkan 12:30 hafði bátur á leið fyrir Garðskaga samband vegna slæms veðurs og sjólags á svæðinu. Ákveðið var að fylgjast sérstaklega með ferð hans fyrir Garðskaga og til Sandgerðis þangað sem hann kom kl. 14:09.
Líkt og greint hefur verið frá þá hafði fjarskiptamiðstöð lögreglunnar samband við stjórnstöð rétt fyrir klukkan tvö í nótt og óskaði eftir aðstoð þyrlu vegna fólks í tveimur jeppum sem taldir voru í námunda við Skjaldbreið. Björgunarsveitir höfðu verið kallaðar út en höfðu ekki fundið jeppana. TF-LIF fór í loftið um klukkan þrjú en tuttugu mínútum seinna var aðstoð hennar afturkölluð þar sem björgunarsveitir höfðu fundið jeppana og komu þeim til hjálpar.
Um klukkan hálf fimm í morgun hafði bátur samband sem staddur var um 5 sjómílur norður af Skagatá, en skipstjórinn taldi að eitthvað væri í skrúfunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði þegar út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin frá Siglufirði, sem fór bátnum til aðstoðar. Sigurvin kom að bátnum um klukkan sjö og hóf að draga hann áleiðis til Siglufjarðar. Bátarnir komu til Siglufjarðar um klukkan 11.
10.02.2013 16:00
Gola SU 21, Oddur Guðjónsson SU 100 og Vöttur SU 250

7414. Gola SU 21, 1842. Oddur Guðjónsson SU 100 og 1733. Vöttur SU 250, Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 3. feb. 2013
10.02.2013 15:00
Gola SU 21
Þessi bátur er í eigu sama aðila og flutti bátinn í færslunni hér að framan inn frá Færeyjum.

7414. Gola SU 21, Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 3. feb. 2013
10.02.2013 14:00
Framleiddur í Hafnarfirði seldur á 2. ári til Færeyja og nú keyptur aftur hingað til lands
Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd af þessu báti, í höfn á Djúpavogi, en þá vissi ég ekki að hér var á ferðinn ný innfluttur bátur frá Færeyjum, sem í raun var þó smíðaður í Hafnarfirði 1990. Nánar um að fyrir neðan myndina, sem ég endurbirti nú

7278. Viðarnes SU 16, ex færeyskur ex íslenskur, á Djúpavogi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 6. feb. 2013
Bátur þessi var smíðaður í Hafnarfirði árið 1990 og fékk þá nafnið Marvin og skömmu síðar fékk hann nafnið Röðull HF 222 og var síðan seldur til Færeyja og tekin af skrá hérlendis 24. sept. 1992. Keyptur aftur hingað til lands 2012.
10.02.2013 13:00
Sunna SU 77

2375. Sunna SU 77, Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 3. feb. 2013
10.02.2013 12:00
Tveir fyrrum íslenskir, nú í eigu sama útgerðarmanns í Færeyjum og eru saman með paratroll
Hér koma tveir fyrrum íslenskir, sem báðir voru seldir erlendis fyrir þó nokkrum árum, en sl. haust voru þeir báðir keyptir til sama útgerðaraðilans í Runavík í Færeyjum og eru nú gerðir út saman með paratroll. Í dag heita skipin Munkur FD 70, en hann hét hérlendis á sínum tíma 1942. Bliki EA 12 og hinn heitir í dag Skúgvur FD 71, en hét hérlendis 2038. Haukafell SF 111

Hvannafelli TG 607, ex ex 1942. Bliki EA 12, en heitir í dag Munkur FD 70 © mynd foryski skipaportalurin

Skúgvur FD 71 ex ex 2038. Haukafell SF 111 © mynd Regin Torkelisson, 2012

Skúgvur FD 71 ex ex 2038. Haukafell SF 111 © mynd MarineTraffic, Sigmund Nordfoss 2012
10.02.2013 11:00
Oddur Guðjónsson SU 100

1842. Oddur Guðjónsson SU 100, Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 3. feb. 2013
10.02.2013 10:00
Vöttur SU 250 og Oddur Guðjónsson SU 100

1842. Oddur Guðjónsson SU 100 og 1733. Vöttur SU 250, Breiðdalsvík

1733. Vöttur SU 250, Breiðdalsvík © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 3. feb. 2013
10.02.2013 09:56
40 ár frá því að Birtingur ex Börkur kom fyrst til Neskaupstaðar og áhöfnin á Cool Aster, án launa
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað í morgun: Vinna við Cool Aster átti að byrja kl 07 í morgun en áhöfnin mun ekki hafa fengið greidd laun og Sjómannasambandið er eitthvað að skoða þetta eftir því sem ég frétti hér á bryggjunni en að öðru 1293. Birtingur NK kom á níundatímanum í morgun með fullfermistúr í bræðslu en í dag eru 40 ár síðan skipið lagðist að bryggju hér nýkeyptur frá Noregi

Cool Aster, er skipið kom til Neskaupstaðar í gær

1293. Birtingur NK 124 ex Börkur NK 122, við bryggju á Neskaupstað, 7. feb. 2013 © myndir og texti: Bjarni Guðmundsson
10.02.2013 09:00
Ver NK 19

874. Ver NK 19, Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 3. feb. 2013
Smíðaður í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar, á Akureyri 1942. Talinn ónýtur 12. sept. 1990 en í stað förgunar var hann fluttur á leiksvæði fyrir börn á Breiðdalsvík.
Nöfn: Ver NK 19, Grímur ÞH 25, Gulltoppur GK 321, Gulltoppur ÁR 321, Kambavík SU 24 og Kambavík HF 344.
10.02.2013 08:00
Anna, í Gleðivík


Anna, í Gleðivík, Djúpavogi © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 2. feb. 2013

