Færslur: 2013 Febrúar
12.02.2013 00:00
Um borð í Gísla Árna RE 375 og Heimir SU 100 á loðnuveiðum í mars 1974















Um borð í 1002. Gísla Árna RE 375 og Heimi SU 100, á loðnuveiðum í mars 1974. Svolítið öðruvísi en í dag, s.s. óyfirbyggður bátur og enginn með hjálma o.fl. © myndir Magnús Þorvaldsson
Af Facebook:
11.02.2013 23:00
Júpiter ÞH 363

2643. Júpiter ÞH 363 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í mars 2012
11.02.2013 22:13
Börkur stóri aflahæstur

Birtingur í heimahöfn í Neskaupstað. Mynd:RÚV
Í gær, sunnudag, kom Birtingur NK til heimahafnar í Neskaupstað, sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nákvæmlega 40 ár eru síðan skipið kom fyrst þangað með afla að landi.
Á þeim tíma hefur skipið veitt næstum eina og hálfa milljón tonna sem gerir þetta flotvörpuskip Síldarvinnslunnar aflahæsta skip Íslandssögunnar. Að þessu sinni voru í lestunum 1.200 tonn af loðnu. Skipið hét lengst af Börkur og í matsalnum hittust skipstjórar á Berki stóra, eins og skipið var gjarnan kallað, og fögnuðu 40 ára afmælinu. Á sínum tíma var þetta stærsta loðnuskip landsins; það var lengt um 14 metra og er enn meðal 10 stærstu skipana.11.02.2013 22:08
Erlendir sjómenn lögðu niður vinnu
Frá þessu sagði Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað frá þessu hér á síðunni í gærmorgun
ruv.is:

Erlendir sjómenn eru ósáttir við kjör sín á flutningaskipinu Cool Aster en það liggur við bryggju í Neskaupstað og bíður þess að fara með frosnar afurðir á markað í Austur-Evrópu.
Erlendir sjómenn á flutningaskipinu Cool Aster lögðu niður vinnu í Neskaupstað í gær en þeir höfðu ekki fengið laun í tvo mánuði. Síldarvinnslan hljóp undir bagga og greiddi laun en samt vill meirihluti áhafnar komast frá borði.
Flutningaskipið Cool Aster er 109 metra langt og gert út frá Múrmansk í Rússlandi. Í áhöfn eru 16 menn, Rússar, Úkraínumenn og Lithái en skipið siglir undir fána sambandsríkis sem kennt er við eyjarnar Sankti Kristófer og Nevis í Karíbahafi. Það sigldi áður undir fána Möltu en eftir árás sjóræninga á skipið við strendur Nígeríu í fyrrasumar komst það í hendur nýrra eigenda sem hafa ekki greitt áhöfninni laun í tvo mánuði.
Skipið sigldi tómt frá Casablanca í Marokkó og kom til Neskaupstaðar á laugardag til að sækja frosnar afurðir. Áhöfnin lagði þá niður vinnu að frumkvæði Alþjóðaflutningaverkamannasambandins, ITF. Síldarvinnslan skarst í leikinn og gekkst í ábyrgð fyrir launum en á endanum verður það kaupandi afurðanna sem borgar. Jónas Garðarsson er framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands og eftirlitsfulltrúi ITF hér á landi. Hann segir að nú hafi nýr kjarasamningur verið gerður við útgerð skipsins sem hækki læstu laun um 50 prósent; úr um 150 þúsund krónum upp í 230 þúsund. Samt vilji meirihluti áhafnar fara frá borði en reynt sé sannfæra mennina um að fara með skipinu á áfangastað sem er Odessa í Úkraínu. Þangað er þriggja vikna sigling með 4000 tonn af frosinni loðnu. Óvíst er hvernig fer en gangi mennirnir frá borði þyrfti að senda nýja áhöfn til landsins. Jónas segir líklegast að mennirnir sigli með skipinu til Odessa en séð verði til þess að eftirlitsfulltrúi ITF taki á móti þeim til að tryggja rétt mannanna.
Fulltrúi ITF hér á landi fer í óvæntar heimsóknir í 70-80 skip á ári. Jónas segir að stundum þori áhöfn ekki að tala við eftirlitsfulltrúa en þá sé hægt að skoðað bókhald skipanna til að sjá kjör áhafnar. Í fyrra leiddu þessar heimsóknir til þess að nýir kjarasamningar voru gerðir við útgerðir fimm skipa og það sem af er þessu ári hafa tveir slíkir samningar verið gerðir.
11.02.2013 22:00
Steinunn SF 10

2449. Steinunn SF 10, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 7. feb. 2013
11.02.2013 21:00
Ingunn AK 150, Papey o.fl. í slipp

2388. Ingunn AK 150, 2684. Papey og óþekktur, í slippnum í Reykjavík © mynd Magnús Þorvaldsson
11.02.2013 20:00
Árni Friðriksson RE, Sæbjörg og Ísafold

2350. Árni Friðriksson RE, 1627. Sæbjörg og 2777. Ísafold, í Reykjavíkurhöfn © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 7. feb. 2012
11.02.2013 19:35
Loðnuskip strandaði í Vestmannaeyjahöfn

Nokkrir skipverjar skutust í land á slöngubáti. Mynd: Sighvatur Jónsson
Loðnuskip strandaði í Vestmannaeyjahöfn í dag aðeins nokkur hundruð metra frá bryggju. Skipið losnaði eftir tvær klukkustundir og áhöfnin stefnir hraðbyri á veiðar á ný en kvótinn var aukinn um ríflega 100.000 tonn í dag.
Skutust í land á slöngubáti
Drekkhlaðin Kap
VE-4 sat föst í Vestmannaeyjahöfn um hádegisbil í dag. Skipverjar komust
hvorki lönd né strönd og brugðu á það ráð að skjótast í land á
slöngubáti. Ragnar Þór Jóhannsson háseti segir að um þúsund tonn af
loðnu hafi verið í skipinu og vegna fjöru hafi það setið fast á sandhól
sem hafi myndast í innsiglingunni eftir Herjólf.
Skipstjórar kvartað yfir sandhrygg
Um
tveimur tímum síðar hafði flætt nógu mikið að svo skipið gæti lagst að
bryggju og löndun hafist. Skipstjórar í Eyjum hafa kvartað yfir hryggnum
sem myndast þegar skrúfur Herjólfs þyrla upp sandi. Kap ristir rúma sjö
metra og skipstjórinn telur að það hafi munað einungis tuttugu
sentímetrum þegar skipið strandaði.
Loðnukvótinn aukinn í dag
Áhöfnin
var ánægð með túrinn sem var sá fyrsti á grunnnótarveiðum þessa
vertíðina. Ríflega þúsund tonna aflinn fékkst í sex köstum austan við
Hornafjörð. Eftir mælingar við austan og norðanvert landið að undanförnu
var loðnukvótinn í dag aukinn um 120.000 tonn. Að öllu töldu er leyfilegur hámarksafli þessa vertíðina 570.000 tonn.
11.02.2013 19:00
Þorsteinn ÞH 360

1903. Þorsteinn ÞH 360 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í mars 2012
11.02.2013 18:00
Gísli Árni RE 375 / Sunnuberg GK 199

1002. Gísli Árni RE 375, á Ísafirði © mynd Magnús Þorvaldsson

1002. Sunnuberg GK 199 . Þarna eru þeir á landleið norður af Strandagrunni árið1993 © mynd í eigu Magnúsar Þorvaldssonar, ljósm. Rafn Svansson

1002. Sunnuberg GK 199, í Grindavík, 1994 © mynd í eigu Magnúsar Þorvaldssonar
11.02.2013 17:00
Nótabátur af Heimi SU 100 og Hólmanes SU 120 með nótabát í langslefi

Nótabátur af 762. Heimi SU 100, eitthvað stopp á drættinum og 101. Hólmanes SU 120 með nótabát í langslefi © mynd Magnús Þorvaldsson, 1959
11.02.2013 15:00
Grímsey ST 2

741. Grímsey ST 2 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 9. feb. 2013
11.02.2013 14:00
Víkingur AK 100, á siglingu og í heimahöfn

220. Víkingur AK 100, á siglingu

220. Víkingur AK 100, í heimahöfn sinni, Akranesi © myndir Magnús Þorvaldsson



