Færslur: 2013 Febrúar
14.02.2013 10:00
Otur SI 100





2471. Otur SI 100, hífður á land á Siglufirði, einnig sést á sumum myndanna einnig 1019. Sigurborg SH 12 © myndir Hreiðar Jóhannsson, 13. feb. 2013
14.02.2013 09:00
Drangavík VE 80, siglir fram hjá Reykjanesi




2048. Drangavík VE 80, siglir fram hjá Reykjanesi © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 10. feb. 2013
14.02.2013 08:00
Konráð EA 90

2326. Konráð EA 90, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. feb. 2013
14.02.2013 07:00
Elding, í Sandgerði

1047. Elding, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 13. feb. 2013
14.02.2013 00:00
Guðrún Guðleifsdóttir / Boði / Eldeyjarboði / Sævík / Valur / Guðrún Guðleifsdóttir / Fram

971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102 © mynd Sigmar Þór Sveinsbjörnsson

971. Boði KE 132, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

971. Boði KE 132, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

971. Eldeyjarboði GK 24, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

971. Eldeyjarboði GK 24 © mynd Emil Páll

971. Eldeyjarboði GK 24, í Grindavík, eftir breytingar © mynd Emil Páll

971. Sævík GK 257, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

971. Valur ÍS 82 © mynd Hilmar Snorrason, 12. mars 2005

971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurlaugur 2009

971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 í höfn í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson í okt. 2009

971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2011

971. Fram ÍS 25, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2012
Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi 1986.
Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.
Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.
Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25
13.02.2013 23:00
Bibbi Jóns ÍS 65
![]() |
|
|
13.02.2013 22:18
Gamla Hábergið

Uppsjóvarskip til Vágs
13.02.2013 - 22:01 - Kiran Jóanesarson
Felagið South Pelagic í Vági hevur keypt norska uppsjóvarskipið Østervold, sum nú fær navnið Grunnabarð.
Skipið kemur til Føroya um 1. mars og fer tá til fiskiskap beinanvegin.
Umframt lokalar íleggjarar eru eisini Havsbrún, Faroe Farming, Fríði og Rói Magnussen úr Hirtshals íleggjarar í nýggja felagið South Pelagic. Alex Vilhelm sigur seg vera takksaman fyri, at nevndu íleggjarar høvdu áhuga at koma upp í ætlanina, tí uttan íleggjarar var ætlanin ikki til veruleika.
Grunnabarð er bygdur í Norra í 1979. Er góðar 60 metrar til longdar og 11 metrar breitt. Skipið lastar góð 1.000 tons.
Kelda: sudurras.fo
Hér er á ferðinni gamla Hábergið
13.02.2013 22:00
Helgi GK 404 og Magnús GK 64
![]() |
| 2195. Helgi GK 404 og 7432. Magnús GK 64, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2009 |
13.02.2013 21:03
Ramóna ÍS í vandræðum á Þistilsfirði, var á leið til nýrrar heimahafnar á Stöðvarfirði
Eftirfarandi frétt birtist á vef Landhelgisgæslunnar:
![]() |
1148. Ramóna ÍS 840 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. febrúar 2013
Landhelgisgæslunni barst kl. 01:07 í nótt beiðni um aðstoð frá 25 tonna eikarbátnum Ramónu en kominn var leki að bátnum og lensidælur bátsins virkuðu ekki. Einn maður var um borð í bátnum sem var staðsettur á Þistilfirði eða um 14 sjómílur frá Þórshöfn. Landhelgisgæslan kallaði út Gunnbjörgu, björgunarskip SVFL á Raufarhöfn og var haft samband við varðskipið Þór sem var staðsett um 30 sjómílur frá vettvangi. Skipstjórinn fór í flotgalla en erfitt fyrir hann að athafna sig og talsverður sjór var kominn í bátinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og fór hún í loftið kl. 02:23.
Þegar Gunnbjörg kom að Ramónu gekk illa vegna veðurs að að koma mannskap og dælu yfir í bátinn og var ákveðið öryggisins vegna að bíða eftir aðstoð varðskipsins Þórs sem tók við vettvangsstjórn. Varðskipið Þór tilkynnti kl. 03:47 að þrír varðskipsmenn væru komnir um borð í fiskibátinn og hafin væri dæling en þá var töluverður sjór kominn í vélarrúmið. TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar var þá snúið við og björgunarskip SVFL hélt til Raufarhafnar. Varðskipið Þór fylgdi síðan bátnum til hafnar á Raufarhöfn en þangað var komið upp úr kl. 06:00 í morgun.
- o -
Þó það komi ekki fram í frétt Landhelgisgæslunnar, þá var báturinn á leið til Stöðvarfjarðar, en þangað hefur hún verið keypt. Hefur báturinn legið um tíma á Þingeyri og eftir söluna austur, hefur hún komið við á nokkrum stöðum.
![]() |
1148. Ramóna ÍS 840 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. febrúar 2013
13.02.2013 21:00
Helgi GK 404
![]() |
2195. Helgi GK 404, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2009 |
13.02.2013 20:26
Enn bætist í bátasafn Sjóminjasafnsins
sk.siglo.is
![]() |
Frá afhendingu 5361. Arnars SK 164 |
Tuttugasti og fyrsti bátur Síldarminjasafnsins bættist í „flotann“ í gær þegar starfsmenn safnsins skruppu til Sauðárkróks og sóttu þangað Arnar SK 164.
Báturinn var smíðaður á Akureyri árið 1969 af Níelsi Kröyer en undir handleiðslu Nóa Kristjánssonar skipasmiðs.
Hann var í eigu Birgis Sveinbjörnssonar á Akureyri frá 1971 til 1988 þegar Magnús Jónsson á Sauðárkróki keypti bátinn. Þá eignuðust hann Eyjólfur Sveinsson og Eiríkur Sigurðsson á Sauðárkróki – síðar varð Ólafur A. Jónsson einn eigenda og áttu þeir bátinn þangað til þeir afhentu hann Síldarminjasafninu 12. febrúar.
Arnar er smíðaður úr furu, 6,72 m að lengd og með Saab vél. Hann er hinn heillegasti en þarfnast nokkurar viðgerðar á borðstokkum og öðru.
Markmið Síldarminjasafnsins er að varðveita gamla trébáta eins og kostur er – og huga ekki bara að því sem siglfirskt er heldur einnig að horfa til norðlenskrar arfleifðar í þeim efnum. -ök
13.02.2013 20:21
Víkingur AK, á leið á loðnumiðin
Skessuhorn.is
Víkingur AK 100 er á leið á loðnumiðin út af Hornafirði og byrjar væntanlega veiðar seinna í dag. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar rekstrarstjóra skipasviðs HB Granda mun skipið landa til vinnslu í mjölverksmiðjuna á Akranesi. „Ef allt gengur eins og best verður á kosið má búast við honum til löndunar aðfaranótt laugardags,“ sagði Ingimundur í samtali við Skessuhorn. Eins og þekkt er orðið er Víkingi aðeins beitt yfir háloðnuvertíðina, en skipið er orðið 52 ára gamalt. Fyrir þessa vertíð voru gerðar miklar endurbætur á lest Víkings, auk annars hefðbundins viðhalds. Aðspurður sagði Ingimundur að strax og búið var að gefa út heildarkvótann á loðnuna nú í vikunni, 570 þúsund tonnin, hafi allt verið sett á fullt í loðnuveiðunum. Fram að þessu hafi menn verið að horfa til hrognafrystingarinnar sem væntanlega byrjar nú í lok mánaðarins, að geyma hluta kvótans í þá vinnslu; sem er langarðsamasti hluti loðnuvertíðarinnar.
![]() |
Gunnar Gunnarsson skipstjóri á Víkingi er með fastan hóp manna í áhöfn, 13 karla, sem hann kallar út með skömmum fyrirvara. Sagt er að það hafi farið allt niður í fjóra tíma frá því Gunnar byrjaði að hóa í mannskapinn frá því að Víkingi var siglt til veiða. „Þeir eru að tala um að árangurinn hafi ekki verið neinn í þetta skiptið. Það hafi tekið átta tíma að ræsa mannskapinn,“ segir Ingimundur og hlær. Víkingur fór frá bryggju á Akranesi klukkan 16 á þriðjudag, kom við í Reykjavík til að taka nót og sigldi svo rakleiðis á miðin fyrir austan. Ef enn væri að finna peningalykt frá bræðslu loðnu á Akranesi, gætu bæjarbúar merkt hana strax í byrjun næstu viku, þegar mjöl og lýsi fara að streyma í tankana. Lyktarmengun verður þó væntanlega engin, þar sem hennar gætir núorðið aðeins þegar brædd er gulldepla eða skemmdur kolmunni.
13.02.2013 20:00
Vigri RE 71
|
|
||
|
|
13.02.2013 19:00
Ólafur Magnússon HU 54
![]() |
2183. Ólafur Magnússon HU 54, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2009 |
13.02.2013 18:00
Eyjólfur Ólafsson GK 38, á siglingu og í Grófinni
![]() |
||
|
|












