Færslur: 2013 Febrúar
15.02.2013 00:00
Litli Nebbi SU 29 í Sandgerði
Þessi bátur kom með flutningabíl frá Djúpavogi til Sólplasts í Sandgerði nú í haust og voru þá uppi þau áform að hækka lunningar og setja á hann síðustokka. Fljótlega fór að koma áhugi eiganda að gera meira og nú er svo komið að búið er að saga báðar síðurnar úr bátnum því það á að breikka bátinn um 40 sentimetra og hafa síðurnar í beinni línu aftur, auk þess sem báturinn verður lengdur um einn og hálfan metra, auk nýrra lunninga. Sjáum við hér þegar búið var að skera gömlu síðurnar af bátnum og hvernig hann leit út eftir það.


6560. Litli Nebbi SU 29, í gærmorgun áður en hafist er handa að skera síðurnar af

Hér er verkið hafið

Hér dettur önnur síðan af bátnum
![]()


Svona leit þetta út þegar önnur síðan var alveg farinn af bátnum

Þá er hin síðan farin líka


Nú verður gaman að fylgjast með framvindu mála © myndir Emil Páll, við höfuðstöðvar Sólplasts í Sandgerði, 13. feb. 2013

Þessa mynd tók ég undir vinnulok í dag, er verið var að undirbúa bátunn undir næsta áfanga, en það er að taka hann i sundur fyrir lenginguna og síðan verður gaman að fylgjast með © mynd Emil Páll, 14. feb. 2013
14.02.2013 23:00
Seigur og Happasæll KE 94


2219. Seigur og 1767. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, í sept. 2009
14.02.2013 22:07
Glaður GK 405 - nú Már AK 174
|
2136. Glaður GK 405, í Sandgerði fyrir mörgum árum - í dag Már AK 174 |
14.02.2013 22:00
Seigur

2219. Seigur, kemur til Keflavíkur til að fylla í skarð Auðuns. meðan gert var við hann,, eftir að hann sökk við björgunarstörf í Sandgerði og var náð upp aftur

2219. Seigur, í Njarðvíkurhöfn, áður en hann leysti Auðunn af © myndir Emil Páll, 2009
14.02.2013 21:00
Lómur 2 - 301 og Hrafnreyður KÓ 100

2218. Lómur 2 - 301 og 1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll, 7. okt. 2009
14.02.2013 20:00
Lómur 2 - 301


Lómur 2 - 301 ex 2218. í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll, 2008
14.02.2013 19:00
Odra NC 100 ex Baldvin Þorsteinsson

Odra NC 100 ex Baldvin NC 100 ex 2212. Baldvin Þorsteinsson EA 10, á útleið frá Hafnarfirði © mynd Emil Páll, í sept. 2009
14.02.2013 18:00
Bláfell HU 179

2207. Völusteinn ÍS 89, síðar skráður sem Bláfell HU 179, í Sandgerði 14. maí 2008, í dag heitir bátur þessi Kristbjörg ST 39 © mynd Emil Páll
14.02.2013 16:00
Snuddari við Eldey

Þarna sjáum við snuddara að veiðum, og einnig Eldey í gær © mynd Emil Páll, 13. febrúar 2013, af veginum fyrir Ósabotna, þ.e. frá Höfnum til Stafness.
14.02.2013 15:00
Sagan bak við Litla Nebba

Undir miðnætti í kvöld, birtist sagan um það sem er að gerast í kringum um þennan bát.
14.02.2013 14:00
Álsey VE 2




2772. Álsey VE 2 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í feb. 2013
14.02.2013 13:00
Pálína Ágústsdóttir GK 1

2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, í Sandgerðishöfn í gær © mynd Emil Páll, 13. feb. 2013
14.02.2013 12:00
Rafn KE 41, seldur til Reykjavíkur

7212. Rafn KE 41, á siglingu út af Vatnsnesi í Keflavík © mynd Emil Páll, 7. júní 2011. Bátur þessi var seldur nú fyrir nokkrum dögum til Reykjavíkur
14.02.2013 11:00
Signý HU 13, í Sandgerði

2630. Signý HU 13, í Sandgerðishöfn, í gær © mynd Emil Páll, 13. feb. 2013


