Færslur: 2013 Febrúar
18.02.2013 08:00
Hafberg Grindavík GK 17 - í dag Tálkni BA 64

1252. Hafberg Grindavík GK 17, að koma inn til Grindavíkur - í dag heitir skipið Tálkni BA 64
18.02.2013 07:00
Ísborg ÍS 250

78. Ísborg ÍS 250, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 16. feb. 2013
18.02.2013 00:00
Faxi með fyrstu loðnuna til Akraness og Víkingur strax á eftir
Faxi RE 9 kom sl. laugardag með fyrstu loðnuna á þessari vertíð til Akraness. Kom hann að bryggju um klukkan tíu um morgunin en áætlaður afli var 1500 tonn. Heimaskipið Víkingur AK-100 kom svo tveimur tímum seinna líka með fullfermi. Hér koma myndir sem birtust af þessu tilefni á Facebooksíðu Akraness.

220. Víkingur AK 100 nálgast Akraness með fullfermi

1742. Faxi RE 9, með fyrstu loðnuna til Akraness, þessa vertíð

220. Víkingur AK 100, kom tveimur tímum á eftir 1742. Faxa RE 9

220. Víkingur AK 100 og fyrir framan hann sést 1742. Faxi RE 9, á Akranesi

Heimaskipið, Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100 og 1742. Faxi RE 9, báðir með fullfermi í höfn á Akranesi © myndir af FB síðu Akraness, 16. feb. 2013
17.02.2013 23:00
Friðrik Bergmann SH 240

2423. Friðrik Bergmann SH 240, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
17.02.2013 22:00
Kristján SH 176

2417. Kristján SH 176, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í feb. 2009
17.02.2013 21:00
Sella GK 125 - í dag Örkin SU 119

2402. Sella GK 125, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2008
Í dag heitir báturinn, Örkin SU 119
17.02.2013 20:00
Hafdís GK 118 - í dag Hafdís SU 220

2400. Hafdís GK 118, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll 1. mars 2009
Heitir í dag Hafdís SU 220 og birtist mynd einmitt líka tekin undir því nafni og númeri, í Sandgerðishöfn, hér á síðunni í fyrradag
17.02.2013 19:00
Bjarni Egils ÍS 16 - í dag Bjarmi HU 33

2398. Bjarni Egils ÍS 16 © mynd Emil Páll, 4. okt. 2009. Í dag heitir báturinn: Bjarmi HU 33
17.02.2013 18:00
Frá Grindavík 2008

Frá Grindavíkurhöfn og þarna má þekkja mörg skip © mynd Emil Páll árið 2008, trúlega á sjómannadag
Af Facebook:
17.02.2013 17:55
70 ár frá Þormóðsslysinu
ruv.is:

Mynd:Shutterstock
Þess er minnst á Bíldudal í dag, að 70 ár eru liðin frá Þormóðsslysinu, þegar vélbáturinn Þormóður fórst og með honum 31 maður, þar af voru 22 frá Bíldudal.
Þormóður var notaður við strandsiglingar, og kom við á Bíldudal og Patreksfirði og tók þar fjölda farþega áður en haldið var áleiðis til Reykjavíkur. Aftakaveður brast á á suðurleiðinni og heyrðist síðast til skipsins síðla kvölds daginn eftir, 17. febrúar, og var þá mikill leki kominn að því. Talið er að það hafi farist við Garðskaga þá um nóttina.
Þetta er eitt mannskæðasta sjólsys Íslandssögunnar og að því leyti átakanlegra en mörg önnur, að þarna fórst tíundi hver maður úr einu litlu plássi. Tuttugu og fjórir karlmenn voru um borð, níu konur og eitt barn. Jakob Hjálmarsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, predikar við guðsþjónustu í Bíldudalskirkju í dag þar sem þessa atburðar verður minnst. Jakob er sjálfur Bílddælingur:
„Það urðu mikil vatnaskil hér á Bíldudal, forystufólkið í atvinnurekstrinum og menningarlífinu hvarf, og það tók langan tíma fyrir staðinn að jafna sig ef það hefur nokkurn tíman verið“, segir Jakob.
Hann segir að mikill sársauki sé á bakvið minningarnar um slysið, enn sé lifandi fólk sem man eftir því: „Við aftur á móti sem fæddumst til að bera nöfn þessa fólks sem fór, við munum þetta aðeins sem sorg foreldra okkar og fólksins í kringum okkur“.
Jakob segir að aldrei hafi verið hægt að tala um þessa atburði nema með mjög almennum orðum: „Og af því að það var ekki gert þá er eins og minningarnar hafi týnst, og jafnvel þegar langur tími var liðinn frá þá voru ekki til nein orð til þess að orða þennan harm og þennan missi. Núna erum við aftur á móti farin að geta rætt þetta á eigin forsendum og við erum að reyna að meta þetta fyrir okkur, hvað gerðist og hvernig þetta fór með fólkið okkar og hvaða áhrif þetta hafði á okkar líf og uppeldi“.
17.02.2013 17:00
Ásdís GK 218

2395. Ásdís GK 218, í Grindavíkurhöfn

2395. Ásdís GK 218, að koma inn í Vatnsnesvík í Keflavík © myndir Emil Páll, 2008
Bátur þessi var seldur fyrir nokkrum árum til Noregs, en síðasta nafnið sem hann bar hér á landi var Inga NK 4
17.02.2013 16:00
Ásdís GK 218, Farsæll GK 162, Askur GK 65, Auðunn, Njáll RE 275 í Keflavíkurhöfn

1636. Farsæll GK 162, 2395. Ásdís GK 218, 2043. Auðunn, 1811. Askur GK 65 og 1575. Njáll RE 275, í Keflavíkurhöfn, þegar Buktin var opnuð fyrir dragnótina, eitt árið © mynd Emil Páll
17.02.2013 15:00
Kristín KÓ 251 - í dag Bjargey ÞH 238

2387. Kristín KÓ 251, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
Báturinn heitir í dag: Bjargey ÞH 238
17.02.2013 14:00
Júpiter FD 42

Júpiter FD 42 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 15. feb. 2013
17.02.2013 13:00
Hákon EA 148

2407. Hákon EA 148 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 15. feb. 2013
