Færslur: 2012 Desember
15.12.2012 00:00
Brasið við Anítu KE fyrir 2 og hálfu ári
Þessi færsla birtist í júlí 2010 og því er hún nú endurbirt,
11.07.2010 00:00
Rennt í strand
Hér áður fyrr þekktist það oft að renna bátum á land, upp í króknum eins og það var kallað í Keflavíkurhöfn og láta síðan fjara undan þeim og nota þá tækifærið til að lagfæra eitthvað sem að var. Því var Anítu KE 399 rennt upp í krókinn á flóðinu, en til þess þurfti frekar að draga eða þrýsta á með mannsafli.
Ástæðan fyrir því að látið var fjara undan bátnum með þessum hætti var að orðið hefur vart við einhvern leka að aftan til að á að athuga hvort hægt verði að gera við hann þarna í fjörunni. Tók ég þessa myndasyrpu við það tækifæri og sjást þarna að auki hjálparmenn af öðrum bátum sem komu að verkinu, ásamt áhöfninni. Þessir hjálpar menn eru Þorgrímur Ómar Tavsen á Sægrími GK og Þorgils Þorgilsson á Röstinni GK.













399. Aníta KE 399 og brasið við að koma henni upp í krókinn í Keflavíkurhöfn, sem stafaði m.a. af því að menn voru ekki nægjanlega þolinmóðir að bíða eftir fullri flóðhæð
© myndir Emil Páll. 10. júlí 2010
14.12.2012 23:22
Báturinn Kári losnaði af strandstað í morgun
![]() |
| 1761. Kári AK 33, í fjörunni fyrir neðan slippinn í dag, þar sem botninn var skoðaður © mynd Jón Páll Ásgeirsson |
Bátnum nú siglt fyrir eign vélarafli áleiðis til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips Landsbjargar, sem ætlaði að draga hann á flot á háflóðinu í morgunsárið.
Tveir menn vrou um borð þegar báturinn strandaði og sakaði þá ekki. Björgunarskip reyndi að ná bátnum á flot á flóðinu í gærkvöldi, en það tókst ekki. Kári er 12 tonna stálbátur og er notaður sem þjónusutbátur við kræklingaeldi í Hvalfirði.
14.12.2012 23:00
Már

Már, frá Njarðvík, við bryggju í Höfnum © mynd Emil Páll, 15, júní 2011
Af Facebook:
14.12.2012 22:00
Gunnbjörn ÍS 302

1327. Gunnbjörn ÍS 302, við bryggju á Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í des. 2012
14.12.2012 21:00
Draupnir BA 40

6065. Draupnir BA 40, í Byggðasafninu á Akranesi © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson
14.12.2012 20:00
Tveir gamlir á Ströndum





Tveir gamlir á Ströndum © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í sept. 2012
14.12.2012 19:24
Vöttur bíður eftir stóru flutningaskipi
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað í dag: Tók tvær myndir af Vetti núna áðan en hann er að bíða eftir stóru frystiskipi sem kemur snemma í fyrramálið. Kv Bjarni G.
|
|
||
|
14.12.2012 19:00
Saga ex Axel
Flutningaskipið Axel, sigldi mikið í kring um landið og út fyrir það hin síðari ár, en svo komst útgerðin í þrot og að endingu fór skipið erlendis og fékk nafnið Saga, en hvort sömu eigendur eru áfram, veit ég ekki, en það er þó sagt í eigu Dreggs, en það var nafnið á útgerð þess áður og eins og var með Axel er það skráð í Tórshavn í Færeyjum.

Saga ex Axel © mynd shipspotting, Marcel & Roud Coster, 26. nóv. 2012
14.12.2012 18:00
Nordkinn ex Storfoss

Nordkinn ex Storfoss, skráður i Færeyjum, en eigandinn er í Noregi © mynd shipspotting, roar Jensen, 16. júní 2012
14.12.2012 17:00
Mariane Danielsen / Mayland / Lupus (strandaði við Grindavík fyrir mörgum árum)
Mariane Danielsen, sem strandaði við Grindavík á sínum tíma og Lyngholt hf í Vogum og Tómas Knútsson björguðu út - síðar Sun Trader - Maylin og nú Lupus frá Panama

Mariane Danielsen © mynd shipspotting, Capt. Jan Melehis

Mariane Danielsen, á Huberfljóti © mynd shipspotting, PWR

Mariane Danielsen, við England © mynd shipspotting, PWR

Mayland ex Mariane Danielsen © mynd shipspotting, William Freeman, 2005

Lupas ex ex Mayland ex Mariane Danielsen © mynd shipspotting, Capt. Ted, 21. feb. 2011

Lupas ex ex Mayland ex Mariane Danielsen, á leið til Havanna á Kúpu © mynd shipspotting, Capt. Ted, 20. apríl 2011
14.12.2012 16:00
Lundey NS 14, við bryggju á Ísafirði

155. Lundey NS 14, við bryggju á Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í des. 2012
14.12.2012 15:00
Jón Kjartansson SU 111 og Lundey NS 14, á Ísafirði

1525. Jón Kjartansson SU 111 og 155. Lundey NS 14, við bryggju á Ísafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í des. 2012
14.12.2012 14:00
Bella Donna



Skútan Bella Donna, sem er með vetrarsetu á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 10. des. 2012
14.12.2012 13:00
Sérkennilegt skip - Barents Ocean

Barents Ocean, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, roar Jensen, 21. sept. 2012. Skip þetta er 14,9 metra langt og 13.00 metra breitt.
14.12.2012 12:00
Helga RE 49, í Helguvík
Þessa myndasyrpu tók ég af skipinu þegar það kom óvænt inn í Helguvík og stoppaði þar í ca. 5 mínútur.





2749. Helga RE 49, í Helguvík © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010



