Færslur: 2010 Júní
14.06.2010 17:09
Magnús Bergmann og skipverjar

Friðbjörn og Ólafur Ólafss.


Magnús Bergmann skipsjóri þessi í opnu peysunni lengst til vinstri, ásamt skipverjum hjá sér © myndir í eigu Gylfa Bergmann
14.06.2010 16:10
Seefalke og Týr á Stakksfirði

Þýska skipið Seefalke og varðskipið Týr á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 14. júní 2010
14.06.2010 16:05
Seefalke fylgist með loftrýmiseftirlitinu


Þýska skipið Seefalke á Stakksfirði í dag © myndir Emil Páll, 14. júní 2010
14.06.2010 13:01
Á síldveiðum





© myndir í eigu Gylfa Bergmann
14.06.2010 12:56
Njáll RE 275
Hér birtast þrjár myndir af því er Njáll RE 275 kom í morgun að slippbryggjunni í Njarðvik og eins þegar hann var á leið upp slippinn í sleðanum.
1575. Njáll RE 275, nálgast slippbryggjuna í Njarðvík í morgun
Hér kemur hann að slippbryggjunni ...
... og hér er sleðinn á leiðinni með bátinn upp slippinn © myndir Emil Páll, 14. júní 2010
14.06.2010 12:50
Þórhalla HF 144 á síðasta veiðidegi mánaðarins





6771. Þórhalla HF 144, kemur inn til Keflavíkur rétt fyrir hádegi í dag © myndir Emil Páll, 14. júní 2010
14.06.2010 08:44
Í jómfrúarferð til Reykjavíkur
Seabourn Sojourn leggst að Skarfabakka
Skemmtiferðaskipið Seabourn Sojourn kom til Reykjavikur, 11. júni sl, en þetta var jómfrúarferð skipsins. Seabourn Sojourn var smiðað á Ítalíu og skipinu var gefið nafn í Southampton, Englandi á laugardag fyrir rúmri viku, en ofurfyrirsætan Twiggy var guðmóðirin.
Jómfrúarferðin hófst í Southampton en þaðan var haldið til Invergordon í Skotlandi og svo var Þórshöfn í færeyjum heimsótt.
Reykjavik var því þriðja höfn skipsins í ferðinni en héðan var haldið áleiðis til Vestmannaeyja.
Seabourn Sojourn er flokkuð sem snekkja og samkvæmt Cruise Guide Berlitz er skipið flokkað sem 5 stjörnu hótel. Allar káetur eru með svölum og mikill íburður í innréttingum og verðlag er því fremur í hærri kantinum. Samtals geta 450 farþegar ferðast með skipinu sem er 32.000 brúttólestir að stærð.
14.06.2010 08:26
Tveir óþekktir - þekkið þið þá?


Þekkið þið þessa? © myndir í eigu Gylfa Bergmann
14.06.2010 08:18
Stígandi VE 277

796. Stígandi VE 277 © mynd í eigu Gylfa Bergmann

796. Stígandi HU 9 © mynd í eigu Emils Páls
Smíðaður í Friðrikssund, Danmörku 1928. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1974.
Árið 1940 var hann á síldveiðum út frá Sandgerði sem tvílembingur við Þráinn NK 70.
Nöfn: Stígandi VE 277, Stígandi RE 277. Stígandi EA 742, Stígandi SI 52, Stígandi HU 9 og Stígandi ÍS 217
14.06.2010 08:10
Sigurvon ÍS 83

Sigurvon ÍS 83 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Smíðaður á Ísafirði 1903. Talinn ónýtur og rifinn 1943.
Bar aðeins þetta eina nafn.
14.06.2010 08:07
Kári GK 137


908, Kári GK 137 © myndir í eigu Gylfa Bergmann
14.06.2010 08:04
Skipstjóri harðlega ávítaður
Árla sunnudagsmorguns, kl. 05:25 hvarf fiskibátur sem staddur var 5 sml S-af Kolbeinsey úr fjareftirliti Landhelgisgæslunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra náðist ekki samband við bátinn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var þá beðið um að stefna á staðinn auk þess sem Björgvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út.
Boð bárust að nýju frá bátnum kl. 05:57 með staðsetningu hans. Voru þá aðstoðarbeiðnir afturkallaðar. Skipstjóri bátsins hringdi í Landhelgisgæsluna rúmum 2 klst síðar eða kl. 08:15. Var hann þá harðlega ávítaður. Taldi hann sig vera vel tækum búinn en mannlegi þátturinn hafði farið úrskeiðis hjá honum.
Landhelgisgæslan hvetur sjómenn til að fylgjast með ferilvöktunarbúnaði sínum svo viðbragðsaðila þurfi ekki að kalla út að óþörfu eins og fjöldamörg dæmi eru um að undanförnu.
14.06.2010 00:00
Keflvíkingur GK 400

Keflvíkingur GK 400 © mynd í eigu Gylfa Bergmann

Keflvíkingur GK 400 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

Keflvíkingur GK 400 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

Keflvíkingur GK 400 © mynd í eigu Snorra Birgissonar

Keflvíkingur GK 400 © mynd í eigu Snorra Birgissonar

Keflvíkingur GK 400 © mynd í eigu Snorra Birgissonar
Smíðaður í skipasmíðastöð Péturs Wigelunds, Innri-Njarðvík 1940, eftir teikningu Péturs sem jafnframt sá um smíði bátsins.
Hljóp af stokkum 28. febrúar 1940. Var á þeim tíma talið stærsta tréskipið sem smíðað hafði verið á Suðurnesjum
Fyrsta íslenska skipið sem notaði gúmíbjörgunarbát, en það geðist er báturinn sökk 1951.
Brann og sökk um 80 sm. NV af Garðskaga 16. júlí 1951.
Nöfn: Keflvíkingur GK 400 og Keflvíkingur KE 44.
13.06.2010 22:35
Hilmir KE 7

Hilmir KE 7 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Smíðaður í Svíþjóð 1943. Innfluttur 1946. Brenndur í Njarðvík í apríl 1964.
Nöfn: Óþekkt það sem var í Svíþjóð, Hilmir GK 498, Hilmir KE 7 og Hafþór Guðjónsson VE 265
13.06.2010 22:00
Dvergur SI 53 / Jón Guðmundsson KE 5

Dvergur SI 53 © mynd í eigu Emils Páls


Jón Guðmundsson KE 5 og aftan við hann sjást Jón Finnsson GK 505 og Guðfinnur KE 32 © myndir í eigu Gylfa Bergmann
Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1942 og innfluttur 1945. Endurbyggður 1960-1961. Brann 26. mars 1975 út af Þorlákshöfn.
Nöfn: Að fyrsta í Svíþjóð er ekki vitað hvað var, Dvergur SI 53, Jón Guðmundsson GK 517, Jón Guðmundsson KE 5, Fiskaskagi AK 47, Hellisey RE 47, og Sæfari RE 77.
