Færslur: 2010 Júní
20.06.2010 00:00
Sjö nöfn og aðeins vantar mynd af einu þeirra

981. Sigurfari AK 95 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur

981. Reykjaröst GK 17 © mynd Ísland 1990

981. Illugi SU 275 © mynd Snorrason

981. Sturlaugur II ÁR 7 © mynd Hilmar Bragason

981. Heinaberg SF 7 © mynd Snorrason

981. Heinaberg SF 7 © mynd Hilmar Bragason

981. Hrísey SF 41 © mynd sverriralla
Smíðaður í Marstad, Danmörku 1965 eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Úreldur í september 1990.og fargað 20. ágúst 1991.
Nöfn: Sigufari AK 95, Reykjaröst GK 17, Sigurður Sveinsson SH 36, Illugi SU 275, Sturlaugur II ÁR 7, Heimaberg SF 7 og Hrísey SF 41,
19.06.2010 23:13
Merkúr GK 96

676. Merkúr GK 96, í Grindavík © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósmyndari Hafsteinn Sæmundsson
19.06.2010 19:43
Skúlaskeið strandaði við Akurey
Farþegabáturinn Skúlaskeið, með 10 farþega um borð auk áhafnar, standaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey eða á klettasnös 25 metra frá eynni. Landhelgisgæslan heyrði af óhappinu rás 16, sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta og öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á.Talið er að báturinn hafi strandað um kl. 15:30 en um 20 mínútum síðar voru farþegar komnir um borð í farþegabátinn Jökul sem var í nágrenni við bátinn. Einnig var björgunarbáturinn Stefnir frá Kópavogi á svæðinu þegar óhappið varð.
Samvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar eru nú tveir menn úr áhöfn Skúlaskeiðs um borð í bátnum og er beðið eftir flóði. Háfjara á svæðinu er kl. 18:11 en kl. 20:30 byrjar að flæða að. Verður þá báturinn aðstoðaður við að komast af strandstað en háflóð verður kl. 00:26. Eru nú björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu og hefur Ásgrímur S. Björnsson tekið við vettvangsstjórn
19.06.2010 17:49
Sigurður Bjarnason GK 100

68. Sigurður Bjarnason GK 100 © mynd Ísland 1990
19.06.2010 13:43
Vestmannaeyjasyrpa síðan í gær

6173. Bravó VE 160, sem var notaður í ferðir umhverfis eyjuna fyrir nokkrum árum

Arnarfell, en Samskip er með gámaskip í Vestmannaeyjum á hverjum föstudegi

2702. Gandí VE 171 ex Rex HF 24. Skip þetta fer trúlega á markrílveiðar eða annan uppsjávarveiðiskap, en Vinnslustöðin keypti skipið í vetur frá Hafnarfirði, þar sem það hefur lengið ansi lengi Var það áður gert út frá Marokkó af þeim hafnfirsku.

Hið mikla aflaskip 183. Sigurður VE 15, en það liggur í Vestmannaeyjahöfn meiri hluta ársins nú í seinni tíð. Utan á Sigurði er 1610. Ísleifur VE 63

2048. Drangavík VE 80, kom inn til löndunar í gær © myndir Gísli Gíslason, í Vestmannaeyjum í gær 18. júní 2010
19.06.2010 11:01
Árs seinkun á Þór
Landhelgisgæslan á von á nýju varðskipi, V/S Þór, en það hefur verið í smíðum í skipasmíðastöð í Chile frá því í október 2007. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skipið yrði afhent fyrri hluta ársins í ár en jarðskjálftinn sem varð í Chile í febrúar setti strik í reikninginn.
Þegar jarðskjálftinn reið yfir voru tveir mánuðir í afhendingu og skipið 96 prósent tilbúið en flóðbylgja sem varð í kjölfar skjálftans komst ofan á skipið og flæddi sjór í vélarrúmið og olli skemmdum á vélinni. Nú liggur fyrir að þetta mun valda allt að tólf mánaða seinkun á framkvæmdinni en Landhelgisgæslan mun ekki bera fjárhagslegan skaða af því. Búist er við afhendingu fyrri hluta árs 2011.
19.06.2010 00:00
Seyðisfjarðarsmíði frá 1970 sem enn er í drift

1126. Skálavík ÁR 185 © mynd Snorrason

1126. Skálavík ÁR 185 © mynd Snorrason

1126. Þorsteinn SH 145 © mynd Snorrason

1126. Egill Halldórsson SH 2 © mynd Snorrason

1126. Villi í Efstabæ BA 124 © mynd Jón Páll

1126. Álftafell SU 100 © mynd Jón Páll

1126. Harpa HU 4 © mynd Þorgeir Baldursson 2009

1126. Harpa HU 4 © mynd Birgir Karlsson
Smíðanúmer 4 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirði 1970, eftir teikningu Ólafs Jónssonar og Stefáns Jóhannssonar. Lengdur 1991.
Nöfn: Skálavík SU 500, Skálavík ÞH 178, Skálavík ÁR 185, Faxavík GK 727, Sólberg SH 66, Þorsteinn SH 145, Egill Halldórsson SH 2, Villi í Efstabæ BA 124, Álftafell SU 100 og núverandi nafn: Harpa HU 4.








