Færslur: 2010 Maí
07.05.2010 20:08
Eika- og furubátar vinsælir
Þó mikið sé fjallað um plastbáta á síðunum, finnst mér alltaf gaman þegar trébátarnir eru orðnir helstu fréttirnar, en staðan í dag er einmitt sú að slíkir bátar, ýmist eika- og/eða furubátar eru orðnir nokkuð vinsælir. Er mér kunnugt um þó nokkra slíka sem fréttir munu berast um á næstu dögum og vikum. Hér birti ég þó frásagnir af þremur slíkum bátum.

923. Röstin GK 120, mun fara í sjó trúlega strax eftir helgi, en ákveðið er að gera hana út á rækjuveiðar í sumar og verður aðallöndunarhöfn á Ísafirði

399. Aníta KE 399, mun fara í slipp eftir helgi og síðan eftir ákveðið viðhald þar fara í drift.

1381. Magnús KE 46, Þessi bátur hefur oftast fengið góða umhirðu og nú er einni slíkri að ljúka. Annars er það að frétta af þessum báti, samkvæmt fregnum af annarri skipasíðu að búið er að selja hann til Húsavíkur © myndir Emil Páll, í kvöld, 7. maí 2010

923. Röstin GK 120, mun fara í sjó trúlega strax eftir helgi, en ákveðið er að gera hana út á rækjuveiðar í sumar og verður aðallöndunarhöfn á Ísafirði

399. Aníta KE 399, mun fara í slipp eftir helgi og síðan eftir ákveðið viðhald þar fara í drift.

1381. Magnús KE 46, Þessi bátur hefur oftast fengið góða umhirðu og nú er einni slíkri að ljúka. Annars er það að frétta af þessum báti, samkvæmt fregnum af annarri skipasíðu að búið er að selja hann til Húsavíkur © myndir Emil Páll, í kvöld, 7. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
07.05.2010 17:09
Svanur KE 90, Jökull SH 15 og Happasæll KE 94
Þessa mynd tók ég í Keflavíkurhöfn á því herrans ári 1992.

F.v. Grænlenskur, 929. Svanur KE 90, 450. Jökull SH 15 og 89. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1992.

F.v. Grænlenskur, 929. Svanur KE 90, 450. Jökull SH 15 og 89. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1992.
Skrifað af Emil Páli
07.05.2010 00:00
Æskan SI 140 / Æskan SF 140 / Friðrik Bergmann SH 240
Þessi eikarbátur náði tæplega fertugsaldri áður en hann sökk á leið til nýrra eigenda á Patreksfirði.

936. Æskan SI 140 © mynd Snorrason

936. Æskan SF 140 © mynd Hilmar Bragason

936. Æskan SF 140 © mynd Þór Jónsson

936. Æskan SF 140 © mynd Snorrason

936. Friðrik Bergmann SH 240

936. Friðrik Bergmann SH 240
Smíðaður hjá Odense Træskibswærft, Odense, Danmörku 1963. Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp sett á hann á síðari hluta áttunda áratugsins. Sökk rétt sunnan við Látrarbjarg 15. júli 2000, á leið frá Grindavík til nýrra eigenda á Patreksfirði.
Nöfn: Æskan SI 140, Æskan Sf 140, Æskan II SF 141, Drangavík VE 555, Friðrik Bergmann SH 240, Bervík SH 342 og Æskan SH 342.

936. Æskan SI 140 © mynd Snorrason

936. Æskan SF 140 © mynd Hilmar Bragason

936. Æskan SF 140 © mynd Þór Jónsson

936. Æskan SF 140 © mynd Snorrason

936. Friðrik Bergmann SH 240

936. Friðrik Bergmann SH 240
Smíðaður hjá Odense Træskibswærft, Odense, Danmörku 1963. Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp sett á hann á síðari hluta áttunda áratugsins. Sökk rétt sunnan við Látrarbjarg 15. júli 2000, á leið frá Grindavík til nýrra eigenda á Patreksfirði.
Nöfn: Æskan SI 140, Æskan Sf 140, Æskan II SF 141, Drangavík VE 555, Friðrik Bergmann SH 240, Bervík SH 342 og Æskan SH 342.
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 19:35
Daníelsslippur til Hafnarfjarðar
Eins og margir vita, flutti Daníelsslippur upp á Akranes, þegar þeir misstu athafnarsvæðið við Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt fréttum sem hér hef hún fengið, standa fyrir dyrum að flytja aftur meðá fyrirtækið og nú frá Akranesi og til Hafnarfjarðar. Samkvæmt mínum heimildum mun fyrirtækið hefja rekstur í gamla Drafnarslippnum, innan tíðar.
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 19:29
Sægrímur GK 525
Þeir eru duglegir að mála báta í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hér sjáum við einn sem tekin var út í smástund í dag, til að sjósetja einn sem var fyrir aftan hann í húsinu. Þetta er Sægrímur GK 525, sem var aftur settur inn þegar hinn var kominn út, til að halda áfram að heilmála hann.

2101. Sægrímur GK 525, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © mynd Emil Páll, 6. maí 2010

2101. Sægrímur GK 525, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © mynd Emil Páll, 6. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 18:09
Glæsilegur Keilir SI 145
Eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir fjallaði ég nokkuð ítarlegar í máli og myndum um hinn glæsilega Keilir SI 145 sem kom glæsilega tekinn í gegn úr Njarðvikurslipp fyrr í dag. Þótt myndirnar sem birtust í dag væru nokkuð góðar, var sólin nokkuð að hrella mig og því tók ég af bátnum aðra mynd sem hér birtist og er tekin undan sól og þar sést vel hversu glæsilegur báturinn er í dag.

1420. Keilir SI 145, kominn að bryggju í Njarðvík, síðdegis í dag © mynd Emil Páll, 6. maí 2010

1420. Keilir SI 145, kominn að bryggju í Njarðvík, síðdegis í dag © mynd Emil Páll, 6. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 17:30
Valdimar GK 195 í Keflavík
Valdimar GK 195 í eigu Þorbjarnar hf. í Grindavík, en með heimahöfn í Vogum, hafði í dag stutta viðdvöl í Keflavíkurhöfn, eða rétt á meðan maður fór í land. Tók ég þá mynd af bátnum er hann kom og aðra er hann var að bakka frá nokkrum mínútum síðar.

2354. Valdimar GK 195, kemur til Keflavíkur í dag

Hér bakkar 2354. Valdimar GK 195 frá bryggju í Keflavík, nokkrum mínútum síðar © myndir Emil Páll, 6. maí 2010

2354. Valdimar GK 195, kemur til Keflavíkur í dag

Hér bakkar 2354. Valdimar GK 195 frá bryggju í Keflavík, nokkrum mínútum síðar © myndir Emil Páll, 6. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 17:05
Dælt úr Stormi SH
Yfirleitt er lítill áhugi hjá slökkviliðum með að hafa fasta viðskiptavini sem útköll koma á reglulega. Þeir hjá Brunavörnum Suðurnesja sitja þó uppi með einn slíkann, sem er báturinn Stormur SH 333 sem legið hefur alllengi í Njarðvíkurhöfn og hafa hafnarstarfsmenn oft séð um að dæla úr bátnum og eins hafa Brunavarnir Suðurnesja verið reglulega kallaðar út til að dæla úr honum og eitt slíkt útkall var einmitt í dag og tók ég þá þessar myndir.

Brunavarnir Suðurnesja mættar með dælu að 586. Stormi SH 333 í dag

Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja að dæla upp úr 586. Stomi SH 333 í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 6. maí 2010

Brunavarnir Suðurnesja mættar með dælu að 586. Stormi SH 333 í dag

Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja að dæla upp úr 586. Stomi SH 333 í Njarðvikurhöfn © myndir Emil Páll, 6. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 14:48
Keilir SI 145
Það er alltaf gaman að sjá þegar eikarbátum er haldið við, þannig að viðurinn kemur vel út. Einn þessara báta er Keilir SI 145, sem í dag rann úr slippnum í Njarðvik, eftir viðhald í þessa veru. Tók ég af því tilefni þessa myndasyrpu af bátnum.

1420. Kelir SI 145 í sleðanum á leið til sjávar, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

Áfram rennur sleðinn með bátinn til sjávar

Bakkað frá sleðanum

Tekinn snúningur frá slippnum
Rétt komið að bryggju til að taka kompástillingarmann

1420. Keilir SI 145, á leið út á ytri-höfnina með kompásstillingarmann © myndir Emil Páll, 6. maí 2010

1420. Kelir SI 145 í sleðanum á leið til sjávar, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

Áfram rennur sleðinn með bátinn til sjávar

Bakkað frá sleðanum

Tekinn snúningur frá slippnum
Rétt komið að bryggju til að taka kompástillingarmann

1420. Keilir SI 145, á leið út á ytri-höfnina með kompásstillingarmann © myndir Emil Páll, 6. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 11:12
Pétur Jónsson RE 14

1069. Pétur Jónsson RE 14 © mynd Hilmar Bragason
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 07:36
Togari næstum búinn að sigla niður bát
Af vef Landhelgisgæslunnar:
Samkvæmt Siglingastofnun er samkvæmt reglugerð nr. 122/2004, gerð krafa um radar spegil á fiskiskip undir 24 m . Virðist þó vera misbrestur á að þessu sé framfylgt.
Litlir trébátar eða trefjaplastbátar framkalla veika og skammvinna svörun á ratsjá sem erfitt getur verið að fylgjast með en mjög mikilvægt er að bátar sjáist í ratsjá. Skip halda fullum siglingarhraða, jafnvel í slæmu skyggni, og of seint getur verið að bregðast við þegar bátur sést með berum augum.
Skrifað af Emil Páli
06.05.2010 00:00
Hrefna KÓ 100
Hér koma myndir sem Gunnar Th smellti síðdegis í dag (gær 5.5.10) af Hrefnu KÓ eins og hún lítur út núna við bryggju í Kópavogi. Báturinn er í allsherjar skverun og virkar frekar drungalegur svona grunnmálaður. Fyrir þá sem ekki vita um hvaða bát er að ræða, skal það upplýst að hann hét núna síðast Valur ÍS 18, en hefur verið keyptur til hrefnuveiða og var áætlað að hann færi til veiða nú í vikunni, en ég efast um að það takist. Nafn bátsins nú er Hrefna KÓ 100.





1324. Hrefna KÓ 100, í Kópavogshöfn © myndir Gunnar Th., 5. maí 2010





1324. Hrefna KÓ 100, í Kópavogshöfn © myndir Gunnar Th., 5. maí 2010
Skrifað af Emil Páli



