Færslur: 2010 Maí
16.05.2010 08:16
Fróði ÁR 33 - hetjudáð

439. Fróði ÁR 33 © mynd Snorrason
Smíðaður í Ytri-Njarðvík 1945. Sökk í Stokkseyrarhöfn 17. mars 1967.
Sem Fróði GK var báturinn sá fyrsti sem tekinn var upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., en það var í sept. 1947.
Egill Jónasson, skipstjóri, Njarðvík sýndi mikla hetjudáð er hann sigldi Fróða GK 480 milli Geirfuglaskerja og bjargaði 6 mönnum sem voru um borð í togara sem strandaði á Geirfugladrangi 1950.
Nöfn: Fróði GK 480, Fróði SH 5 og Fróði ÁR 33.
16.05.2010 00:00
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 / Kristbjörg VE 70 / Fjölnir GK 7 / Fjölnir ÍS 7 / Arnarberg ÁR 150

1135. Þórunn Sveinsdóttir VE 401, kemur ný til Vestmannaeyja 20. febrúar 1970

1135. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 © mynd Snorrason

1135. Þórunn Sveinsdóttir VE 401, árið 1989 © mynd af heimasíðu ÓS ehf.

1135, Kristbjörg VE 70, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd af netinu, ljósmyndari ókunnur

1135. Fjölnir GK 7, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

1135. Fjölnir GK 7 © mynd af síðu Rannsóknarnefndar sjóslysa, ljósm.: Hafþór Hreiðarsson

1135. Fjölnir GK 7 © mynd Snorrason

1135. Fjölnir ÍS 7 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 2002

1135. Fjölnir ÍS 7 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 2002

1135. Arnarberg ÁR 150, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll

1135. Arnarberg ÁR 150, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll

1135. Arnarberg ÁR 150 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson, 2006

1135. Arnarberg ÁR 150 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson, 2009
Smíðanúmer 12 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi 1970, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Kom fyrst til heimahafnar í Vestmannaeyjum 20. febrúar 1970. Lengdur Hollandi 1974. Yfirbyggður hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvik 1979 og lengdur aftur, nú í Vestmannaeyjum 1988.
Nöfn: Þórunn Sveinsdóttir VE 401, Kristbjörg VE 901, Kristbjörg VE 701, Kristbjörg VE 70, Fjölnir GK 7, Fjölnir GK 257, aftur Fjölnir GK 7, Fjölnir ÍS 7, Fjölnir II GK 219 og núverandi nafn: Arnarberg ÁR 150.
15.05.2010 20:45
Víðir KE 101

1819. Víðir KE 101 © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1987.
Nöfn: Víðir KE 101, Þórir Arnar SH 888, Bylgja SK 6, Bylgja HF 150, Mundi SH 735 og núverandi nafn. Mundi SU 35
15.05.2010 17:19
Fornbílar við Vatnsnesvita, herbílar og mökkurinn frá Eyjafjallajökli
Á sama tíma mættu á svæðið eigendur fornbíla og sýndu fáka sína.
Hægra megin við rútuna. þ.e. milli rútunnar og Keilis sem sést (á myndinni) móta fyrir mökkinum frá Eyjafjallajökli, en svona til að sýna betur hvernig hann sást frá Keflavík tók ég aðra mynd bak við rútuna. Hafa ber í huga að fjarlægðin frá Keflavík til Eyjafjallajökuls er ansi löng og því þurfa menn að hafa sterka sjón til að sjá þetta.
Varðandi fornbílana og herbílanna þá bendi ég á að fleiri myndir eru í myndaalbúmi hér á síðunni.

Við Vatnsvita í dag, varla sést mökkurinn vel hægra megin við rútuna og því tók ég myndina, sem birtist hér fyrir neðan

Fast upp við Keili, en þó vinstra meginn má sjá móta fyrir mökkinum © myndir Emil Páll, 15. maí 2010
15.05.2010 14:12
Auðunn
Auðunn, hafnsögubátur Reykjaneshafna, sést þér á leið sinni í hádeginu með tollverði um borð í færeyska skip Hav sund. Í færslunni hér fyrir neðan þessa er nánar sagt frá því hvert færeska skipið var að fara og til hvers það kom við á ytri-höfninni í Keflavík.





2043. Auðunn, í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 15. maí 2010
15.05.2010 14:00
HAV SUND og Auðunn
Síðan birti ég aðra myndasyrpu með hafnsögubátnum sem hjó mjög mikið á leiðinni út að skipinu.

HAV SUND, frá Runavík, í Færeyjum

Hav Sund

2043. Auðunn, nálgast HAV SUND í hádeginu út af Keflavík


© myndir Emil Páll, 15. maí 2010
15.05.2010 09:18
Jóna Eðvalds í gosmekkinum
Heill og sæll kæri vinur.
Við fórum frá Hafnarfirði í gær og fórum fyrst til Reykjavíkur að taka veiðafæri á Hampiðjubryggjunni.
Þaðan héldum við af stað til Hafnar í Hornafirði um 19:30 í gærkvöldi. Um kl. 04:00 sigldum við inn í gosmökkinn frá Eyjafjallajökli og stoppuðum þá alla íbúðablásara. Mökkurinn var um 13 mílur á lengd frá vestri til austurs. Ekki var Blái bassinn svona ný málaður beint glæsilegur þegar við komum út úr mekkinum aska um allt ofandekks og í vélarúmi þar sem að Rolsinn þarf sitt loft. Nú eru þrif framundan því ekki sæmir það okkur annað en að koma með hreint og glæsilegt skip til heimahafnar. Ekki eru íbúar á þessum slóðum öfundsverðir að búa við þennann ösku ófögnuð sem allstaðar smýgur og eiga þeir samúð mína alla.
Kær kveðja af Bláa/svarta bassanum.
Svafar Gestsson
- Sendi ég kærar þakkir fyrir þetta. 




2618. Jóna Eðvalds SF 200 eftir að hafa siglt í gegn um gosmökkinn í nótt © myndir Svafar Gestsson, 15. maí 2010
15.05.2010 00:00
Júlíus Geirmundsson ÍS 270 / Bergvík KE 22 / Skagfirðingur SK 4

1285. Júlíus Geirmundsson ÍS 270 © mynd Snorrason

1285. Bergvík KE 22, kemur í fyrsta sinn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 1979

1285. Bergvík KE 22 og 256. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © mynd Þorgeir Baldursson

1285. Bergvík KE 22 © mynd Þór Jónsson

1285. Bergvík KE 22 © mynd Þór Jónsson

1285. Skagfirðingur SK 4 © mynd Þór Jónsson

1285. Skagfirðingur SK 4 © mynd Þór Jónsson
Smíðanúmer 109 hjá Flekkifjord Slipp & Maskinfabrik, Flekkefjord, Noregi 1972.
Skipið var selt úr landi upp í nýtt skip i janúar 1979, en Alþingi heimilaði 30. mars 1979 innflutning á því að nýju og því var það í raun aldrei afhent Norðmönnum á þeim tíma.
Seldur síðan til Noregs 22. september 1992. Úreltur í Noregi og lagt þar í október 1992. Seldur síðan til Póllands og settur á skrá á ný í september 1997.
Nöfn: Július Geirmundsson ÍS 270, Bergvík KE 22, Skagfirðingur SK 4, Skagfirðingur og núverandi nafn: Hornsund GDY 153.
14.05.2010 22:09
Tjaldur ÍS 116
Þessi var smíðaður fyrir Stokkseyringa í Danmörku 1956, síðan gerður út frá Keflavík og Ísafirði.

551. Tjaldur ÍS 116 © mynd úr Árbók SLVÍ
Smíðaður í Strandby, Danmörku 1956. Kom til Stokkseyrar skömmu fyrir páska 1956. Fórst 18. desember 1986 með þremur mönnum.
Nöfn: Hásteinn II ÁR 8, Tjaldur KE 64 og Tjaldur ÍS 116.
14.05.2010 20:24
Dímon, Þeyr og Hnokki

7321. Dímon GK 73

6759. Þeyr KE 66

6024. Hnokki GK 32 © myndir Emil Páll, í Grófinni, Keflavík. 14. maí 2010
14.05.2010 19:17
Otra NC 110

Otra NC 110 í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll, 14. maí 2010
14.05.2010 18:15
Fimm rússar farnir frá Hafnarfirði
Fimm þeirra eru nú farnir til veiða á Reykjaneshrygg, en tveir bíða, annar vegna viðgerða eftir bruna um borð og hinn vegna óvissu útgerðar.
Allnokkrir aðrir erlendir togarar hafa komið við í Hafnarfjarðarhöfn til að sækja veiðarfæri og annan útbúnað til veiðanna.
Kemur þetta fram á vef Hafnarfjarðarhafnar, en í dag er ég var í firðinum kom einn rússi til Hafnarfjarðar, en ég hvorki veit deili á honum né ástæðu fyrir komu hans.
Tveir af Rússatogurunum sem voru í Hafnarfirði í vetur © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar

Einn rússneskur að koma til Hafnarfjarðar í dag © mynd Emil Páll, 14. maí 2010
14.05.2010 18:02
Halldóra GK 40

1745. Halldóra GK 40, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 14. maí 2010
14.05.2010 15:01
Glæsilegur Sægrímur

2101, Sægrímur GK 525 © mynd Emil Páll, 14. maí 2010
14.05.2010 14:59
Ósk og ex Ósk

363. Maron GK 522, sem einu sinni hét Ósk KE 5 og 1855. Ósk KE 5 í Njarðvíkurhöfn
© mynd Emil Páll, 14. maí 2010
