Færslur: 2010 Febrúar
15.02.2010 09:38
Skipstrand við Hólmavík
1415. Hafdís SF 75, á strandstað við Hólmavík fyrir um 16 árum © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
15.02.2010 09:31
Bátar í Leirvik í Færeyjum


Bátar í Leirvik í Færeyjum © myndir Svafar Gestsson
15.02.2010 08:10
Glaður ST 10
7087. Glaður ST 10, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is
15.02.2010 07:31
Hlökk ST 66
2696. Hlökk ST 66 kemur að landi á Hólmavík 6. febrúar 2010
Áhöfn Hlakkar er Ingvar Pétursson Þórólfur Guðjónsson og Jón Trausti Guðlaugsson © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
15.02.2010 00:00
Brettingur NS 50 og Arnar HU 1
1279. Brettingur NS 50 © myndir Þór Jónsson
1307. Arnar HU 1 © myndir Þór Jónsson
14.02.2010 20:56
Þórður Jónasson EA 350

264. Þórður Jónasson EA 350 © mynd Svafar Gestsson
14.02.2010 19:26
Ögmundur RE 94

212. Ögmundur RE 94 © mynd Svafar Gestsson
14.02.2010 17:42
Guðmundur VE 29

1272. Guðmundur VE 29, nú Sturla GK © mynd Svafar Gestsson
14.02.2010 17:39
Misstu meðvitund við löndun
Eins og fram hefur komið í fréttum var slys í borð um Hoffellinu í morgun Sjá frétt ruv.
Áhöfnin á Hoffellinu sendir hlýjar kveðjur til þeirra með ósk um góðan bata.
Mennirnir tveir sem misstu meðvitund um borð í Hoffellinu á Fáskrúðsfirði í morgun, þegar verið var að landa Gulldeplu, eru báðir í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans.
Hoffellið hafði verið á Gulldepluveiðum í fimm daga suður af Reykjanesi og kom í land með um 700 tonna afla. Búið var að landa nær öllum aflanum þegar fyrsti maðurinn fer niður í lestina til að spúla restinni af aflanum í löndunardæluna. Hann missir meðvitund og þá fer næsti maður niður til hans með grímu. Sá missti einnig meðvitund og fer þá þriðji maðurinn niður með súrefnistæki á sér. Honum tekst að koma belti utan um mennina tvo svo hægt væri að hífa þá uppúr lestinni. Talið er að mennirnir hafi verið allt að 20 mínútur í lestinni. Þeir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Báðir eru mennirnir vanir löndun og höfðu sótt öryggisnámskeið í fyrra eftir að sambærilegt slys varð á Akranesi. Um borð í skipinu er færanlegur súrefnismælir sem á að láta síga niður í lestina til að kanna aðstæður en ekki er vitað hvort það var gert í þetta sinn.
Gulldepla er smávaxinn fiskur og erfið viðfangs því vegna smæðarinnar er ekki hægt að kæla hana eins og annan fisk því þá stífnar hún og festist í búnaði lestarinnar, svokölluðum lensistokkum. Þess vegna fer aflinn að rotna og getur myndað brennisteinsvetni og eytt súrefni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa um slysið á Akranesi í fyrra kemur fram að súrefnisskortur og myndun brennisteinsvetnis hafi líklega orðið vegna þess að elsti hluti aflans hafi verið orðinn nær vikugamall. heimild: frettir@ruv.is
Samkvæmt fréttum núna áðan á mbl.is er annar mannanna nú kominn úr öndunarvél.
14.02.2010 17:28
Bát bjargað í dag
Leki kom að Sómabátnum Grindjána GK 169 fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag en björgunarbátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu kom honum til aðstoðar. Mikill sjór var komin í bátinn þegar Landsbjargarmenn komu að, þeir hófu dælingu þegar í stað og drógu bátinn til Hafnarfjarðar. 
7325. Grindjáni GK 169, í Grindavík © mynd Emil Páll 2009
14.02.2010 17:00
Frá Fáskrúðsfirði: Hoffell SU 80, Libras og Norderveg

2345. Hoffell SU 80 við bæjarbryggjuna á Fáskrúðsfirði í dag með um 700 tonn, en skipið ber um 1400 tonn

Libras á Fáskrúðsfirði með 800 tonn af kolmunna og búinn með kvóta sinn

Libras er glæsilegt skip

Libras gnæfir yfir frystihúsið

Norderveg landaði kolmunna á Fáskúðsfirði í morgun

2345. Hoffell SU 80 með fullfermi © myndir Óðinn Magnason, hoffellSU80.123.is
14.02.2010 14:16
Sigurður Ólafsson SF 44 og Skinney SF 20 á netaveiðum núna rétt áðan
Hér eru myndir af Skinney og Sigurði Ólafs að draga net á Hálsunum út af Suðursveit núna rétt í þessu.
Sökum þess að ég var ekki viðstaddur þegar myndirnar voru sendar, er rétt að geta þess að þær voru teknar um kl. 13 í dag.
173. Sigurður Ólafsson SF 44
173. Sigurður Ólafsson SF 44 á netaveiðum
2732. Skinney SF 20
2732. Skinney SF 20 á netaveiðum á Hálsunum út af Suðursveit í dag © myndir Svafar Gestsson 14. feb. 2010
14.02.2010 14:13
Brynhildur KE 53 ex Tími KE 51
Þessi mynd er tekin í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík og sýnir nýtt nafn á 2112. sem áður hét Tími KE 51 en heitir nú Brynhildur KE 53
2112. Brynhildur KE 53, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll 14. feb. 2010
14.02.2010 14:08
Vilhelm Þorsteinsson og Keilir á Stakksfirði


1420. Keilir SI 145 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á Stakksfirði © myndir Emil Páll 14. nóv. 2010

