Færslur: 2010 Febrúar
20.02.2010 11:45
Tveir góðir saman
Í morgun þegar Stormur KE 1 var að fara, hittust á bryggjunni Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri Vísis hf. og Magnús Daníelsson, skipstjóri og útgerðarmaður Faxa RE 24.
Kjartan var að fylgjast með því er Sighvatur GK fór í slippinn eftir að Stormur var farinn úr sleðanum, en á mánudag hefst þar viðgerðin á sjóstjórninu sem sagt var frá í gær. Þá er í Njarðvík Kristrún II RE sem tekin hefur verið á leigu til að fylla í skarðið meðan Sighvatur er í slipp og er ráðgert að hún fari út í kvöld.
Bátur Magnúsar, Faxi RE 24 er einnig í Njarðvikurhöfn, enda býr Magnús í Njarðvík, þar sem hann er fæddur og uppalinn.
Magnús Daníelsson (t.v) og Kjartan Viðarsson í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 20. febrúar 2010
20.02.2010 11:32
Stormur KE 1
Annars er það að frétta að Stormi að hann fór ásamt Blíðu KE saman til Hafnarfjarðar, en það mun vera áhöfn Sæbergs HF sem fór yfir á Storm og verður hann því trúlega gerður út að miklu leiti frá Þorlákshöfn, þó með KE nr. sé.
Vegna nafnana Blíða KE 17 og Stormur KE 1, eru gárungarnir farnir að spá í hvaða nafn fer á Ósk þegar hún verður máluð rauð, verður það rok eða logn?
Hér birti ég myndir af bátnum frá því í morgun, en náði ekki myndum af Blíðu og Storm fara saman yfir Stakksfjörðinn.

1321. Stormur KE 1 í sleðanum í Skipasmíðstöð Njarðvíkur

1321. Stormur KE 1 nánast kominn alla leið niður

1321. Stormur KE 1, hér er hann að snúa á röngum punkti, annars mjög flottur bátur

1321. Stormur KE 1, og þá er að bakka bara alveg út úr höfninni, eða nánast.

1321. Stormur KE 1, og enn er bakkað

1321. Stormur KE 1, snýr loksins við, en þá er myndatakan orðin á móti sól

1321. Stormur KE 1, tekur strikið beint til Hafnarfjarðar © myndir Emil Páll 20. febrúar 2010.
20.02.2010 00:00
Fyrsti stálfiskibáturinn smíðaður fyrir íslendinga í Þýskalandi
Hér birtast myndir af öllum nöfnum bátsins nema einu. Myndirnar eru af Geir KE 1, Geir RE 406, Jökul SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74. Aðeins vantar mynd af bátnum sem Geir SH 187.
450. Geir KE 1 © mynd úr Sjómannablaðinu Víking
450. Geir KE 1 © mynd Snorri Snorrason
450. Geir RE 406 © mynd Tryggvi Sig.
450. Geir RE 406 © mynd Snorrason
450. Jökull SH 15 © mynd Emil Páll
450. Sigurvin Breiðfjörð KE 7 © mynd Snorrason
450. Skúmur KE 122 © mynd Snorrason
450. Eldey GK 74 © mynd Hafþór Hreiðarsson
450. Eldey GK 74 © mynd Markús Karl Valsson
Smíðaður hjá D.W. Kremer Sohn, Elmshorn, Þýskalandi 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Fyrsti stálfiskibáturinn sem smíðaður var fyrir íslendinga í Þýskalandi. Kom til Keflavíkur 8. febrúar 1956.
Lá við bryggju í Sandgerði allt árið 2006 og í lok þess árs var hann afskráður sem fiskiskip, en þó skráður áfram sem skip til ársins 2008. Átti afð fara í brotajárn 2008, en af því varð ekki og í sept. 2009 dró Birta VE 8 bátinn inn í Voga þar sem hann er nú, en rætt hefur verið um að fylla hann að járni og draga erlendis nk. sumar.
Nöfn: Geir KE 1, Geir RE 406, Geir SH 187, Jökull SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74.
19.02.2010 21:52
Kine og Wilson Hank
Þessi tvö erlendu flutningaskip voru meðal fleirri sem voru á ferð um landið í kvöld. Kine var í höfn á Höfuðborgarsvæðinu, en Wilson Hank var á útleið af Hafnarfjarðarsvæðinu og var kl. um 10 í kvöld að nálgast Reykjanes.
Kine © mynd PixelOpa / MarineTraffic
Wilson Hank © mynd Ghris v d Vijver / MarineTraffic
19.02.2010 16:09
Kambaröst RE 120 tætt niður






120. Kambaröst RE 120, tætt niður í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði
© myndir Þorsteinn Garðarsson 19. febrúar 2010
19.02.2010 15:12
Þórshöfn í Færeyjum

Þórshöfn í Færeyjum, tekið frá Sighvati Bjarnasyni VE © mynd Svafar Gestsson
19.02.2010 12:56
Ólafur Friðbertsson IS 34 / Albert Ólafsson KE 39 / Kristrún RE 177 / Kristrún II RE 477

256. Ólafur Friðbertsson ÍS 34 © mynd Snorri Snorrason

256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Emil Páll

256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Snorrason

256. Kristrún RE 177 © mynd Þorgeir Baldursson

256. Kristrún II RE 477 © mynd Markús Karl Valsson, 19. febrúar 2010
Smíðanúmer 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S i Flekkifjord, Noregi 1964, eftir teikningu Sig. Þór. Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði og var þetta fyrsta skipið sem Vélsmiðjan Hörður hf., byggði yfir. Kom fyrst til Keflavíkur 7. júlí 1982. Breytt og lengdur hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1992.
Í framhaldi af deilu milli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og útgerðar skipsins varðandi brot á kjarasamningi sjómanna, skráði útgerð skipsins það í Hafnarfirði og fékk þá nr. HF 39. Var þetta gert í mótmælaskyni við Kristján Gunnarsson formann VSFK og aðra ráðamenn í Keflavík, að því er gefið var upp í blaðaviðtali.
Nöfn: Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39, aftur Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og núverandi nafn: Kristrún II RE 477.
19.02.2010 10:51
Sighvatur GK verður frá í 5 vikur
Kristrún II er línuveiðiskip með beitningavél, eins og Sighvatur og því voru myndirnar hér að neðan teknar í morgun er verið var að spila línuna úr Sighvati yfir í Kristrúnu II í Njarðvikurhöfn.

975. Sighvatur GK 57 ( sá græni ) og 256. Kristrún II RE 477 (sá blái) í Njarðvík í morgun

975. Sighvatur GK 57, til hliðar og 256. Kristrún II RE 256 við endann

Línan er svo grönn að það sést ekki á myndinni þegar verið er að spóla henni...

..... á milli skipanna

Það verða þó nokkur aðrar aðstæður að vinna á Kristrúnu II, en voru á Sighvati sem var það mikið yfirbyggður að menn þurftu lítið, eða ekkert að vera úti © myndir Emil Páll 19. febrúar 2010
19.02.2010 10:46
Grímsnes GK 555

89. Grímsnes GK 555 © mynd Emil Páll 19. febrúar 2010
19.02.2010 00:09
Kristrún II RE 477 leysir Sighvat GK 57 af
Þar sem kominn er nýr dagur þegar þetta er skrifað, segi ég að í gær hafi Sighvatur GK 57 og Kristrún II RE 477 komið báðir til Njarðvíkur, þar sem sá síðarnefndi er að taka við hlutverki þess fyrrnefnda, Ástæðan er sú að þegar Sighvatur fékk á sig brotsjó sl. haust á Húnaflóa varð tjón það mikið að báturinn er nú að fara í viðgerð í Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. og er talið að viðgerðin taki nokkrar vikur og jafnvel rúman mánuð. Gárungarnir voru fljótir að segja að Albert Ólafsson KE væri þar með kominn á ný í útgerð á Suðurnesjum, en Kristrún II bar það nafn fyrir nokkrum árum. Birti ég því myndir af Albert Ólafssyni, Kristrúnu II og Sighvati, þó ekki nýjar.
256. Kristrún II RE 477, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurlaugur í des. 2009
975. Sighvatur GK 57, í Njarðvik © mynd Emil Páll 2009
256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Emil Páll
19.02.2010 00:00
Björgvin EA 311
1937. Björgvin EA 311 © myndir Þór Jónsson
18.02.2010 23:51
Geir goði RE í útgerð á ný


1115. Geir goði RE 245 í Njarðvíkurhöfn um kvöldmatarleitið © myndir Emil Páll 18. febrúar 2010
18.02.2010 22:20
Guðmundur Einarsson ÍS hæstur í febrúar
bb.is | 18.02.2010 | 14:57Guðmundur Einarsson ÍS hæstur
Guðmundur Einarsson ÍS er aflahæsti smábátur landsins það sem af er febrúar af bátum yfir 10 brúttólestum. Guðmundur hefur veitt 90 tonn í 15 róðrum og mest 8,4 tonn í róðri. Guðmundur hefur tekið stórt stökk en samkvæmt síðustu tölum var hann í fjórða sæti. Í fjórða sæti er Sirrý ÍS frá Bolungarvík með rúm 86 tonn í 14 róðrum. Fleiri vestfirskir bátar ná ekki eins hátt á listanum en Birta BA frá Patreksfirði er í níunda sæti með rúm 62 tonn í 8 róðrum og Einar Hálfdáns ÍS er í því ellefta með 59 tonn í 11 róðrum.Af smábátum undir 10 brúttólestum er Björg Hauks ÍS frá Ísafirði í þriðja sæti með 25 tonn í 7 róðrum það sem af er febrúar. Njörður BA frá Tálknafirði kemur síðan í fjórða sæti með rúm 24 tonn í 5 róðrum.
Þetta kemur fram í tölum frá aflafrettir.com.

