Færslur: 2010 Febrúar
06.02.2010 16:15
Landað í dag úr Snæfelli EA 310 í Hafnarfirði




Landað úr 1351. Snæfell EA 310 í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll 6. febrúar 2010
06.02.2010 16:13
Pokabeiningavélar í alla Vísisbátanna
Bernskan ehf. hefur um alllangt skeið þróað og framleitt pokabeitur, en um er að ræða litla poka með fiskmauki í. Fram að þessu hefur beitan eingöngu hentað fyrir landbeitta línu en nú er lokið þróun á beitningarvél sem gerir kleift að beita pokunum vélrænt úti á sjó. Fyrsta vélin var seld fyrir skemmstu í norska bátinn Åsta B sem er í eigu Íslendinga og nú hefur sem sagt verið samið um smiði á fimm vélum til viðbótar.
,,Með því að taka upp pokabeituna erum við að veðja á að unnt verði að stýra betur sókn í ákveðnar fisktegundir. Pokabeitan hefur fram að þessu fyrst og fremst beinst að ýsunni en svo verður hún þróuð áfram fyrir aðrar tegundir,. Þá er einnig áhugvert að sjá hvort aflinn aukist við þessa beitutegund fremur en aðrar," segir Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf. í samtali við Fiskifréttir, en áfram verður beitningarvélakerfi fyrir aðrar beitutegundir í Vísisbátunum.
06.02.2010 14:04
Geiri Péturs ÞH 344

2285. Geiri Péturs ÞH 344 © mynd Svafar Gestsson
06.02.2010 14:01
Guðrún Björg ÞH 60

462. Guðrún Gjörg ÞH 60 © mynd Svafar Gestsson
06.02.2010 11:28
Eyrún GK 157 / Eyrún ÁR 66 / Eydís ÁR 26 / Maggi Ölvers GK 33 / Sæljós GK 2
Hér kemur myndasyrpa og saga bátsins og eru birtar flestar myndir af þeim nöfnum sem hann bar, en þó ekki allar. Þá eru einnig birtar myndir af helstu breytingum sem báturinn hefur orðið fyrir.
1315. Eyrún GK 157 og 787. Mars KE 197, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
1315. Eyrún GK 157, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
1315. Eyrún ÁR 66 © mynd Snorrason
1315. Eyrún ÁR 66, nýtt stýrishús © mynd Snorrason
1315. Eyrún ÁR 66 komin með hvalbak
© mynd Snorrason
1315. Eydís ÁR 26 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2004
1315. Maggi Ölvers GK 33, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
1315. Maggi Ölvers, ný tekinn í gegn í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009

1315. Sæljós GK 2, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll 6. febrúar 2010
Smíðanúmer 44 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Endurbætur og breytingar hjá Vélsmiðju Sandgerðis frá nóv. 2007 til jan. 2008.
Strandaði að morgni 16. febrúar 1989, vestan við Dráttarbraut Keflavíkur. Báturinn hafði verið sjósettur skömmu áður, en vélin stöðvaðist og rak hann upp í fjöru fyrir neðan söltundarskúra Keflavíkur hf. Dró Goðinn bátinn út með aðstoð vélskóflu og jarðýtu. Slapp báturinn án teljandi skemmda.
Nöfn: Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, Eyrún GK 157, Eyrún ÁR 66, Eyrún ÁR 26, Eydís ÁR 26, Maggi Ölvers GK 33 og núverandi nafn: Sæljós GK 2
06.02.2010 11:23
Sæljós GK 2 ex Maggi Ölvers GK 33

1315. Sæljós GK 2 í morgun © mynd Emil Páll 6. febrúar 2010
06.02.2010 00:00
Flatey á Skjálfanda: Grásleppuverkun og ýmislegt annað
Í Flatey á Skjálfanda tók Svafar Gestsson mikla myndasyrpu, af grásleppuveiðum og verkun ásamt ýmsu öðru, sem fram kemur hér á eftir.
Á grásleppu, Sævar og Ingi
Gamall nótabátur
Hrognasöltun
Hrognasöltun
Gamall nótabátur
Slappað af eftir grásleppuveiðar, Sævar og Ingi
Smári á Gunna Mara ÞH 1
Sólarlag Hága og Lága Þóra í fjaska
Sólarupprás
1174. Æskan EA 202 að koma inn í smábátahöfnina © myndir Svafar Gestsson
05.02.2010 17:08
Frengen farinn í slorið?

Frengen í Reykjavíkurhöfn, áður en skipt var um lit á því

Frengen, í Njarðvikurslipp á síðasta ári © myndir Emil Páll
05.02.2010 15:03
Bryggjuhátíð á Húsavík


Bjarni Eyjólfsson, skipstjóri

Hjálmar Theódórsson, sonur Theódórs Friðrikssonar

Heiðursmaðurinn Olgeir Sigurgeirsson

© myndir Svafar Gestsson
05.02.2010 12:06
Christan í Grotinum


Christian í Grotinum © myndir Svafar Gestsson
05.02.2010 09:21
Djúpavik


Gamla verksmiðjuhúsið

Gamla verksmiðjan og lýsistankar

Gamall Tuxham-glóðarhausmótor með reimskífu fyrir

Tuxham © myndir Svafar Gestsson





