Færslur: 2014 Október
28.10.2014 18:19
Strákur og hundur í trillu
![]() |
Strákur og hundur í trillu © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur
28.10.2014 17:18
Strandferðaskip að losa í Keflavík
![]() |
Strandferðaskip að losa í Keflavík © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur
28.10.2014 16:17
Stórskip o.fl. í Keflavíkurhöfn
![]() |
Stórskip o.fl. í Keflavíkurhöfn © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. Jón Tómasson
AF FACEBOOK:
Sigurður Ólafsson Ótrúlegt hvað mikið rými var í þessari litlu höfn.
28.10.2014 15:16
Skip við Hafskipabryggjuna, Keflavík á fyrstu árum hennar
![]() |
Skip við Hafskipabryggjuna, Keflavík á fyrstu árum hennar © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. Ólafur A. Þorsteinsson
28.10.2014 13:14
Furðuleg framkoma varðandi Jón Gunnlaugs ST og Sæmund GK í Englandi
Á morgun er væntanlegur þangað sem Jón Gunnlaugs ST 444 og Sæmundur GK 4 hafa verið kyrrsettir, dráttarbátur frá Belgíu til að sækja bátanna. Þá er búið að skipta um skipstjóra á Jóni Gunnlaugs og annar kominn héðan að heiman.
Eru bátarnir búnir að vera töluverðan tíma kyrrsettir í Englandi og virðist eitthvað furðulegt vera þarna á ferðinni. Bátarnir sem voru á leiðinni í pottinn í Belgíu, áttu aðeins eftir um sólarhring, en var samt gert að lagfæra ýmislegt um borð. Auk þess er vitað til þess að stjórnvöld þarna ytra leitaði til opinberra aðila hérlendist til að fá upplýsingar um hvort eitt og annað væri ekki í ólagi, þegar skipið fór. M.a. hefur frést að því að þeir hafi talið að botninn væri ekki í góðu lagi og var það kannað hér, þar sem báðir bátarnir voru teknir í slipp fyrir stuttu síðan. Við viðræður við aðila hér heim sem skoðaði báða bátanna, meðan þeir voru í slipp, gátu viðkomandi lagt fram myndir um að allt væri í lagi. Samkvæmt þessu er ljóst að leitað var eftir öllu til að rökstyðja kyrrsetninguna.
Helst telja menn að þessi furðulega framkoma tengist makríldeilunni milli Íslands, Bretlands o.fl. landa. Aðalmálið er að ef þetta tengist þessari deilu, þá eru bátarnir tveir ekki í eigu íslendinga, þar sem Belgirnir sem rífa þá niður að lokum, eru skráðir eigendur af bátunum.
Vart þarf að taka fram að þetta er framhaldafrétt af fyrri fréttum sem ég hef flutt hér á siðunni um sama mál.
Hér birti ég mynd af bátunum er þeir yfirgáfu Njarðvík á sínum tíma.
|
1204. Jón Gunnlaugs ST 444 með 1264. Sæmund GK 4 yfirgefur Njarðvík í leið í pottinn © mynd Emil Páll, 9. okt. 2014 |
28.10.2014 12:13
Brúarfoss, í Tórshavn, Færeyjum
![]() |
![]() |
Brúarfoss, í Tórshavn, Færeyjum © myndir shipspotting Derek Sands 7. júlí 2013
28.10.2014 11:12
Albatros, á Ísafirði
![]() |
||
|
|
Albatros, á Ísafirði © myndir Jónas Jónsson, í okt. 2014
28.10.2014 10:11
Þessi kom með Selfossi, til Akureyrar
![]() |
Þessi kom með Selfossi, til Akureyrar © mynd Víðir Már Hermannsson, 11. okt. 2014
28.10.2014 09:10
Hamar GK 176, í Grindavík
![]() |
7269. Hamar GK 176, í Grindavík © mynd Emil Páll, 26. okt. 2014 |
28.10.2014 08:09
Tryllir GK 600, í Grindavík
![]() |
6998. Tryllir GK 600, í Grindavík © mynd Emil Páll, 26. okt. 2014
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Flottur þessi og það er eigandinn líka.
28.10.2014 06:00
Skútur á Ísafirði
![]() |
Skútur á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í okt. 2014
27.10.2014 21:00
Orlik K-2061 og Hamar, koma til Njarðvíkur frá Hafnarfirði og í lokin bættist Auðunn við
Rússneski togarinn Orlik K-2061, hefur legið í þó nokkur misseru við bryggju í Hafnarfirði og var nú um tíma í eigu Hringrásar, sem keypti togarann til að rífa hann. Einhverjar tafir hafa orðið á rifinu og í dag dró dráttarbáturinn Hamar togarann til Njarðvíkur og rétt áður en þeir komu þangað, bættist hafnsögubáturinn Auðunn í hópinn
![]() |
![]() |
2489. Hamar, dró Orlik K-2061 frá Hafnarfirði og inn á Stakksfjörðinn, en þar bættist 2043. Auðunn í hópinn
|
|
||
![]() |
![]() |
||
|
|
![]() |
||||
|
|
![]() |
![]() |
Togarinn leggst að bryggju í Njarðvíkurhöfn |
![]() |
![]() |
|
|
Orlik K-2061, 2043. Auðunn og 2489. Hamar, í dag © myndir Emil Páll, 27. okt. 2014
27.10.2014 20:21
Framkvæmdirnar við Benna Sæm, ganga vel, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Framkvæmdir ganga í rétta átt hjá þeim í Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem eru að lengja Benna Sæm GK 26 og um leið að stytta hann, auk fleiri atriða sem tekin eru í gegn um leið. Ekki verður tíundað þar sem eftir er að gera, því það hefur allt komið fram hér á síðustu dögum.
Hér koma þrjár myndir sem ég tók í dag
![]() |
||||||
|
|
2430. Benni Sæm GK 26, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag © myndir Emil Páll, 27. okt. 2014
AF FACEBOOK:
Þráinn Jónsson Alltaf eitthvað að frétta úr Njarðvík
































