Færslur: 2014 Október

24.10.2014 14:15

Keflavíkurhöfn - og Olíusamlagið aðeins ein hæð, en er fjórar í dag

 

              Keflavíkurhöfn og Olíusamlagshúsið í Keflavík aðeins ein hæð. Er fjórar hæðir í dag © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur

24.10.2014 13:14

Sandgerðishöfn

 

            Sandgerðishöfn © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur

24.10.2014 12:13

Löndun

 

            Löndun © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur

24.10.2014 11:12

Keflvíkingur GK 400

 

 

 

                Keflvíkingur GK 400 © myndir í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur

24.10.2014 10:11

Mengun í Keflavíkurhöfn

 

               Mengun, í Keflavíkurhöfn © mynd í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur

24.10.2014 09:10

Kappróðrabátar á Sjómannadaginn

 

 

 

       Kappróðrabátar á sjómannadaginn © myndir í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar, ljósm. ókunnur

24.10.2014 08:27

Örninn ÓF 76, á Siglufirði

 

          2606. Örninn ÓF 76, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2014

24.10.2014 07:00

Hamar SH 224 og Eyborg ST 59, á Siglufirði

 

           2190. Eyborg ST 59 og 253. Hamar SH 224, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2014

24.10.2014 06:00

Örvar SH 777, á Siglufirði

 

            2159. Örvar SH 777, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2014

23.10.2014 21:00

Benni Sæm og Siggi Bjarna, bæði lengdir og styttir í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Við lengingu á bátunum um þrjá metra fara þeir úr 21,5 metra lengd í 24, 5 metra. Þar með eru þeir hálfum metri lengri en hagstætt er af ýmsum ástæðum. Eitt dæmið er að skip stærri er 24 metra langt mega ekki veiða i Bugtinni og ýmislegt annað.

Lengingin gerir stærri lest, meira vinnupláss, auk þægilegri bát og því var tekin ákvörðun um að taka 50 sentimetra af stefni bátsins, sem gerir bátanna að vísu kubbslegri að framan en annað ætti að vera í góðu lagi. Eftir þessar breytingar eru bátarnir því 24,0 metra langir og geta haldið sig áfram í Bugtinni og annað sem skiptir máli breytist ekki.

Það skal tekið fram að ef ég man rétt hafa flestir svokölluðu Kínabáta, þ.e. þeirra sem komu með flutningaskipi til Hafnarfjarðar beint frá Kína, fljótt upp úr aldarmótunum síðustu og mælast tæp 100 tonn farið í breytingar, ýmist lengingu eða yfirbyggingu. Að vísu voru þrír þeirra seldir úr landi, þar af voru tveir aldrei gerðir út hérlendis. Man ég aðeins eftir einum Kínabáti sem ekki hefur farið í breytingu, þ.e. eftir að bæði Benni Sæm og Siggi Bjarna hafa farið í gegn um þann feril.

Hér koma þrjár myndir sem ég tók af stefninu á Benna Sæm, sem á eftir að breytast mikið. Mun ég fylgast með þeim breytingum þegar að þeim kemur. Það er annars að frétta að í dag var sami krafturinn og verið hefur undanfarna daga við að ganga frá lengingunni, þó lítið hafi verið fyrir myndavélina í dag, enda þarf að sjóða mikið og gera klárt áður en eitthvað sést, en það verður örugglega næstu daga og síðan þegar búið verður að koma öllu járninu fyrir utan á skrokknum er lítið til að fylgjast með fyrr en báturinn nálgast þann tíma sem allt verður búið.


 


 


            Stefnið á 2430. Benna Sæm GK 26, eins og

         það leit út í dag © myndir Emil Páll, 23. okt. 2014

 

AF FACEBOOK:

Þráinn Jónsson Fréttir úr Skipasmiðastöð Njarðvíkur.
 

23.10.2014 20:21

Andey GK 66, að koma inn til Sandgerðis, í dag - þrír rauðir bátar


 


 


 


 


 


 


 


               2405. Andey GK 66, að koma inn til Sandgerðis í dag og það er eins með þennan bát og hina tvo sem sjást þeir eru allir rauðir að lit © myndir Emil Páll, 23. okt. 2014
 

23.10.2014 20:10

Hópsnes GK, verður Særún EA 251, frá Árskógssandi

Hópsnes GK komið í nýja heimahöfn á Árskógssandi þar sem það kemur til með að leysa Særúnu EA 251af hólmi og mun fá sama nafn og númer. Báturinn mun hefja róðra á næstu dögum


            2673. Hópsnes GK 77, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2009

23.10.2014 20:02

Tvö skip í Dominica

 

 

 

                      Í Dominica © myndir Oddgeir Guðnason, 21. okt. 2014

23.10.2014 19:20

Stýrishús af Ósk KE, nú Maggý VE

Þetta stýrishús var á sínum tíma smíðað hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir Ósk KE 5, en var ekki sett á bátinn áður en hann var seldur til Vestmannaeyja, þar sem hann heitir nú Maggý VE. Húsið er því enn í Skipasmíðastöðinni.

 

       Stýrishús fyrir 1855. Ósk KE 5 nú Maggý VE, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 22. okt. 2014

23.10.2014 18:19

Jón Forseti

 

            1677. Jón Forseti © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness