Færslur: 2014 Janúar
26.01.2014 18:24
Ísfélag Vestmannaeyja kaupir Dala - Rafn VE 508

2758. Dala Rafn VE 508, í Vestmannaeyjum © mynd Halldór Guðmundsson, 20. júlí 2013
mbl.is.:
Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur gert samning um kaup á öllum hlutabréfum í útgerðarfélaginu Dala-Rafni ehf. sem gerir út togbátinn Dala-Rafn VE 508. Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 2007. Aflaheimildir félagsins á yfirstandandi fiskveiðiári eru tæp 1.600 þorskígildistonn.
Kaupin eru liður í hagræðingaraðgerðum Ísfélags Vestmannaeyja hf., ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattheimtu stjórnvalda á útgerðarfélög, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
"Er sú skattlagning komin út yfir öll mörk þess sem getur talist sanngjarnt og eðlilegt. Með kaupunum styrkir Ísfélagið mjög veiðar og vinnslu félagsins á bolfiski. Ísfélagið rekur fjölþætta fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Félagið gerir út 6 skip og hefur eitt í smíðum í Tyrklandi," " segir ennfremur tilkynningunni en ekki kemur fram hvað Ísfélagið greiðir fyrir Dala-Rafn.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á landinu, stofnað 1. desember árið 1901.
26.01.2014 15:30
Kári Jóhannsson KE 72

1230. Kári Jóhannsson KE 72 © mynd Emil Páll
26.01.2014 14:21
Sturla GK 12, Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og Ágúst GK 95



1272. Sturla GK 12, 1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og 1401. Ágúst GK 95, á sjómanndaginn í Grindavík 2008 © myndir Emil Páll
26.01.2014 13:21
Sæmundur GK 4

1264. Sæmundur GK 4 © mynd Emil Páll, 23, okt. 2008
26.01.2014 12:20
Jón Finnsson GK 506

1283. Jón Finnsson GK 506 © mynd úr blaðinu Skiphóli
26.01.2014 11:30
Öyfisk N-34-ME ex íslenskur - stærsti plastbáturinn sem verið hefur í íslenskri eigu

Öyfisk N-34-ME, í Örnes, Noregi,í gær ex 1860. Útlaginn og Þórir Jóhannsson GK 116 - stærsti plastbáturinn sem verið hefur í íslenskri eigu © Svafar Gestsson, 25. jan. 2014
- oft er deilt um það hvort báturinn hafi líka verið stærsti plastbáturinn sem smíðaður hefur verið hér á landi, en málið er það að skrokkurinn kom frá Frakklandi en báturinn kláraður að fullu á Skagaströnd -
26.01.2014 10:30
Ásta GK 262

1231. Ásta GK 262, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 2008
26.01.2014 09:44
Freyja GK 364 og Freyja GK 364
1209. Freyja GK 364 og 426. Freyja GK 364 © Emil Páll, 1980
26.01.2014 08:51
Siglunes SH 22, í Njarðvík

1146. Siglunes SH 22, í Njarðvík © mynd Emil Páll 2008
26.01.2014 07:49
Birtingur NK, í gær

1293. Birtingur NK , í Neskaupstað, í gær © mynd Bjarni Guðmundsson, 25. jan. 2014





