Færslur: 2014 Janúar
07.01.2014 21:00
Yfirtekur stórt fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki af landsbyggðinni, Marmet í Sandgerði?
Nokkru fyrir jól fékk ég fregnir af því að stórt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni væri búið að gera tilboð í fiskvinnslufyrirtækið Marmet í Sandgerði svo og í Örn KE 14, sem er í eigu systurfyrirtækis Marnets. Ef málin gengju eftir myndi fyrirtækið koma með tvö veiðiskip til útgerðar frá Sandgerði til viðbótar Erni KE, en hugmyndin væri að nýta vinnsluna í Sandgerði til að vinna fisk í flugfisk.
Stæði á svari Sandgerðisbæjar hvort af þessu yrði, því þeir yrðu að koma þar að.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fá þetta staðfest og að fá nánari upplýsingar hafa þær ekki fengist og því læt ég ekki nafn fyrirtækisins af landsbyggðinni koma fram, né hvaða fiskiskip munu verða gerð út frá Sandgerði gangi málin eftir. Sjálfsagt kemur það í ljós fljótlega, jafnvel á morgun.
![]() |
2313. Örn KE 14,í Sandgerði © mynd MarineTraffic, Pascal Drouan, 4. ágúst 2013
07.01.2014 20:44
110 ár frá fæðingu Binna í Gröf
Í dag eru liðin 110 ár síðan Binni í Gröf, sem hét réttu nafni Benóný Friðriksson fæddist. Birti ég af því tilefni þessa grein úr Morgunblaðinu í dag.
Um Binna er það að segja að ári eftir að hann lést hófum við búskap ég og yngsta dóttir hans og bjuggum við saman í 27 ár. Binna hafði ég aðeins einu sinni séð, er ég sigldi á síldarbát fram hjá Gullborginni á miðunum og var hann þá úti.
Blessuð sé minning hans, þessa merka manns sem næstum því varð tengdarfaðir minn.
07.01.2014 20:30
Stígandi VE 77 / Scan Stigandi / Neptune Naiad
Hér sjáum við smá myndasyrpu af togaranum Stíganda VE og þeim nöfnum sem skipið hefur borið eftir að það var selt úr landi.

2422. Stígandi VE 77, í dokk, í Hull © mynd shipspotting, Tom in Hull, 14. maí 2003
![]() |
||||
|
|
![]()
07.01.2014 20:15
Birgir GK 323

2005. Birgir GK 263 © mynd Emil Páll, 11. des. 2008
07.01.2014 19:28
Hafsvala HF 107, í Grindavík
1969. Hafsvala HF 107, í Grindavík © mynd Emil Páll, 5. mars 2009
07.01.2014 18:25
Simma ST 7, í Njarðvík

1959. Simma ST 7, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 21. jan. 2009
07.01.2014 16:29
Kafari KÓ 11 / Andri BA 101

1951. Kafari KÓ 11, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 5. mars 2009

1951. Andri BA 101, á Bíldudal, nú um jólin © mynd Jón Páll Jakobsson, í des. 2013
07.01.2014 15:05
Máni GK, orðinn Anna María ÁR - og Grunnvíkingur HF til Keflavíkur?
Á dögunum þegar Stakkavík í Grindavík keypti Andey ÁR 10, fór Máni GK 109 upp í kaupin. Nú hafa báðir bátarnir fengið nýjar skráningar, heldur Andey nafninu en fékk númerið GK 66 og Máni GK heitir núna Anna María ÁR 109.
Þá hefur hafa fregnir borist að því að verið sé að selja eða hugsanlega búið að selja Grunnvíking HF 123 til Keflavíkur og í staðinn hefur sá sem kaupir, sett annan bát sem hann á, á sölu.
![]() |
||
|
|
07.01.2014 14:29
Gunnar Nielsson EA 555 um borð í Axel, í Helguvík, á leið til Noregs, en þangað var hann seldur

1938. Gunnar Nielsson EA 555 um borð í Axel, í Helguvík, á leið til Noregs, en þangað var hann seldur © mynd Emil Páll, 2. mars 2009
07.01.2014 13:30
Byr GK 59, í Grindavík

1925. Byr GK 59, í Grindavík © mynd Emil Páll, 5. mars 2009
07.01.2014 12:43
Glaður ÍS 221, í Hafnarfirði

1922. Glaður ÍS 221, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, í feb. 2009
07.01.2014 11:39
Rán GK 91
1921. Rán GK 91, í Grindavík © mynd Emil Páll, 1. mars 2009









