Færslur: 2014 Janúar
19.01.2014 19:18
Skipskrokkur búinn að vera á flakki á sjötta ár
Á árinu 2008 varð bruni í bátasmiðju í Hafnarfirði, þar sem m.a. stór plastskrokkur af Sóma 1500, sem stóð utan við húsið skemmdist mikið. Á þeim tíma var þetta einn stærsti plastskrokkurinn sem smíðaður var hérlendis frá grunni.
Skrokkurinn var síðan seldur Njarðvíkingi á árinu 2009 og spáði hann í að halda áfram með smíði skrokksins og flutti hann því til Njarðvíkur. Ekkert varð úr því og ári síðar keypti útgerðarmaður á Vestfjörðum hann og spáði einnig í að halda áfram með bátinn, en sem fyrr varð ekkert úr því og síðan flutti sá Vestfirski úr landi með útgerð sína.
Fljótlega eftir kaup Vestfirðingsins var skrokkurinn fluttur upp á Ásbrú og í vörslu Bláfells og þar flutti hann einu sinni milli staða á Ásbrú er fyrirtækið flutti sig. Þegar komið var með skrokkinn upp á Ásbrú brotnaði hann, enda orðinn þunnur eftir brunann mikla.
Nú eftir að Bláfell fór í þrot er enn einu sinni búið að flytja skrokkinn og nú til aðila í Vogum sem virðist vera að hefja þar rekstur og virðast bæði skrokkurinn og annað sem var utan við Bláfell, þegar eldsvoði varð þar á síðasta ári, hafa verið flutt inn í Voga.
Hér birti ég myndir sem ég tók í skrokknum inni í Innri-Njarðvík, eins þegar hann var uppi á Ásbrú, en sú mynd er tekin þar eftir að það fyrirtæki stöðvaðist og að lokum kemur mynd sem ég tók í gær af skrokknum milli húsa í Vogum.

Skrokkurinn af Sóma 1500, í Innri-Njarðvík © myndir Emil Páll, í mars 2009

Skrokkurinn (sá stærri) á Ásbrú © myndir Emil Páll, 20. júní 2013
Skrokkurinn, milli húsa í Vogum, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014
19.01.2014 18:26
Haukur HF 68, í Vogum, í gær
![]()
![]() |
6399. Haukur HF 68, í Vogum, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014
19.01.2014 17:25
Dúddi Gísla GK, Már GK, Hraunsvík GK, Halldóra GK, Bjarni Þór og Oddur V. Gíslason

2778. Dúddi Gísla GK 48, 2065. Már GK 98, 1907. Hraunsvík GK 75, 1745. Halldóra GK 40, 2748. Bjarni Þór og 2743. Oddur V. Gíslason í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014
19.01.2014 16:25
Árni Friðriksson, Þór, Ægir og Sæbjörg

2350. Árni Friðriksson, 2869. Þór, 1066. Ægir og 1627. Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið, 28. des. 2013
19.01.2014 15:28
Þerney RE 1 og Höfrungur III AK 250

2203. Þerney RE 1 og 1902. Höfrungur III AK 250 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 28. des. 2013.
19.01.2014 14:25
Helga María AK 16, nýkomin úr breytingum í Póllandi


1868. Helga María AK 16, við bryggju í Reykjavík, nýlega komin frá Pólandi eftir breytingar © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 28. des. 2013
19.01.2014 13:28
Freri RE 73

1345. Freri RE 73 © Faxagengið, faxire9.123.is 28. des. 2013
19.01.2014 12:20
Polarhav N-16-ME ex íslenskur

Polarhav N-16-ME ex 2140. Skotta og Eldborg, í Örnes, Noregi
© mynd Svafar Gestsson, 14. jan. 2013
19.01.2014 11:45
Már GK 98, í gær

2065. Már GK 98, í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014
19.01.2014 10:53
KE 399 og RE 400, í gær

399. Aníta KE 399 og 617. Dúa RE 400, í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014
19.01.2014 09:46
Maron GK 522, í Grindavík, í gær

363. Maron GK 522, í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014
19.01.2014 08:51
Víkingur SK 78

7418. Víkingur SK 78 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. jan. 2014
19.01.2014 07:48
Steini Vigg SI 110 o.fl. á Siglufirði

1452. Steini Vigg SI 110 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. jan. 2014
19.01.2014 06:46
Fönix ST 177, á Hólmavík, í gær

177. Fönix ST 177, á Hólmavík © Jón Halldórsson, nonni.123.is 18. jan. 2014
18.01.2014 21:09
Stór ómerkt tvíbytna, í Vogum í dag



Tvíbyrnan, í Vogum í dag, en eins og sést á myndunum er hún alveg ómerkt

Léttabáturinn, sem tengist tvíbytnunni, í Vogum í dag © myndir Emil Páll, 18. jan. 2014

