Færslur: 2013 Maí
01.05.2013 21:21
Sæunn GK 10
![]() |
6917. Sæunn GK 10, í Grindavík. Síðar varð báturinn Sæunn GK 660 og nú er hann í yfirhalningu og er búist við að hann komi út með ST númer, en hvaða og hvaða nafn verður á honum veit ég ekki © mynd Emil Páll |
01.05.2013 20:45
Steini GK 34
![]() |
|
AF Facebook: Guðni Ölversson Þessi er asskoti flottur |
01.05.2013 20:25
Hafey, Sæmi og Sæúlfur, Akranesi í dag
![]() |
||||
|
|
01.05.2013 19:45
Sæja KE 173, drekkhlaðinn bátur og margt annað á flottu myndarefni
Þessa mynd sýndi ég ekki svo fyrir löngu, en þá lagði ég áherslurnar á skipin við bryggjuna en nú er það litli báturinn fremst á myndinni, en hins skipin svona frekar sem baksvið.
![]() |
6904. Sæja KE 173, fremst á þessari flottu mynd úr Sandgerði © mynd Emil Páll |
01.05.2013 18:45
Geir KE 67 - í dag Faxi RE 24
![]() |
1581. Geir KE 67, í Keflavík © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 462 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1981 og afhentur 1. apríl það ár. Lengdur hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði í júní 1984. Breytt í farþegaskip m.a. til hvalaskoðuna í Njarðvík frá maí til júní 2007.
Nöfn: Halldór Runólfsson NS 301, Geir KE 67, Þorsteinn Pétursson BA 326, Geir BA 326, Geir ÍS 280, Berghildur SK 137, Rún RE 24 og núverandi nafn: Faxi RE 24.
01.05.2013 17:45
Jón á Hofi ÁR 62
Þessar myndir hef ég að vísu birt oft áður, en það verður bara að hafa það. Þær sýna framkvæmdir við skut bátsins, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur trúlega á níunda áratug síðustu aldar.

1562. Jón á Hofi ÁR 62 í skutbreytingu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir Emil Páll

01.05.2013 17:00
Rúmlega þrítugur plastari á leið á strandveiðar
Á morgun hefjast strandveiðar og meðal þeirra sem taka þátt í þeim er þessi, en nánar er fjallað um bátinn og strandveiðarnar hér á síðunni í kvöld um leið og ég birti syrpu af bátnum sem ég tók í dag.
![]() |
- sjá nánar í kvöld - © mynd Emil Páll, 1. maí 2013 |
01.05.2013 16:45
Faxaperla GK 26
![]() |
1528. Faxaperla GK 26, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Garðabæ 1978. Talinn ónýturog tekinn af skrá 27. okt. 1983
Nöfn: Faxaperla HF 28 og Faxaperla GK 26
01.05.2013 16:32
Fjórir togarar að veiðum stutt utan við Sandgerði í dag
Í dag hefur mátt sjá fjóra togara að veiðum stutt frá landi í Sandgerði. Þetta eru togararnir Drangavík VE 80, Hringur SH 153, Áskell EA 749 og Vörður EA 748. Hér birti ég fjórar myndir þar sem þrír þeirra fyrst nefndu sjást, en þar sem fjarlægðin er mikil er erfitt að greina í sundur hver er hvað.
![]() |
||||||
|
|
01.05.2013 15:45
Ólafur Jónsson GK 404
![]() |
1471. Ólafur Jónsson GK 404, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll |
Smíðaður í Póllandi 1977. Seldur síðan til Rússlands, en gerður þó mest út frá Hafnarfirði og er svo enn.
Nöfn: Ólafur Jónsson GK 404 og núverandi nafn Viking( Rússlandi)
Af Facebook:
01.05.2013 14:45
Sigurvin GK 51 og Sigurður Bjarnason GK 100
![]() |
1453. Sigurvin GK 51, 68. Sigurður Bjarnason GK 100 o.fl. í Sandgerði © mynd Emil Páll
1453.
Smíðanúmer 4 hjá Básum hf., Hafnarfirði 1976. Afhentur 23. apríl 1976. Slitnaði upp 10. febrúar 1989 í höfninni á Bakkafirði, rak upp í garðinn og sökk, Náð upp aftur og gert við hann. Afskráður 22. mars 2004, á að varðveita.
Nöfn: Aldan Re 327, Þerna NS 113, Sigurvin GK 51, Seifur NS 123, Kambavík SU 24, Haförn HU 4, Harpa GK 111 og Jón Björn NK 111.
68.
Smíðanúmer 196/10 hjá Skaalurens Skipsbyggeri, Rosendal, Noregi 1959. Lengdur 1966. Talinn ónýtur 26. júní 1987. Sökkt 70 sm. V. af Reykjanesi 18. maí 1989.
Nöfn: Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Ásgeir Kristján ÍS 103, Bergá SF 3, Stígandi VE 77, Kristinn ÓF 30, Sigurður Bjarnason GK 100 og Sigurður Bjarnason GK 186.
01.05.2013 13:45
Sigurður Gunnarsson KE 202
![]() |
||||
|
|
Smíðanúmer 17 hjá Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað 1975. Afskráður 14. mars 2008.
Nöfn: Mónes NK 26, Mónes NS 68, Sigurður Gunnarsson KE 202, Gaui Gamli VE 6, Gustur VE 101, Herjólfur Jónsson GK 258 og Gussi SH 116
01.05.2013 12:45
ÆGIR JÓHANNSSON ÞH 212 - ENNÞÁ TIL - SJÁ FYRIR NEÐAN MYND
![]() |
1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 6 hjá Vör hf. Akureyri 1975. Afhentur 12. júlí 1975. Keyrði á bryggju í Keflavíkurhöfn árið 2009 og hefur síðan verið við bryggju fyrst í Njarðvík og síðan í Hafnarfirði og er ennþá.
Nöfn: Ægir Jóhannsson ÞH 212, Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Dagný GK 91, Dagný GK 291, María Pétursdóttir VE 14 og Birta VE 8
01.05.2013 11:45
Sturlaugur ÁR 77 - í dag er þetta mikið breyttur bátur, eins og sést fyrir neðan myndina
![]() |
1371. Sturlaugur ÁR 77, í Sandgerði © mynd Emil Páll |
Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. á Seyðisfirði 1974. Lengdur, breikkaður og sett á hann perustefni hjá Ósey hf, Hafnarfirði, haustið 1995. Endurbótum lokið hjá Ósey vorið 1996 og síðasta áfanga lauk síðan hjá sama fyrirtæki 17. júní 1997. Þá var hann lengdur og hækkaður og nánst sem nýr á eftir.
Frá mars 2002 til október 2003 lá báturinn að undanskildum nokkrum mánuðum veturinn 2003 við bryggju í Sandgerði.
Nöfn: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 77, Guðfinnur KE 19 (í 21 ár), Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 172, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og núverandi nafn Hannes Andrésson SH 737
01.05.2013 10:45
Ljómi KE 153
![]() |
1350. Ljómi KE 153 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 14 hjá Dráttarbrautinni hf. á Neskaupstað. Endurbyggður Njarðvík 1988, afskráður , endurskráður 2006 og endurbyggður á Húsavík 2009 - 2012
Það skemmtilega fyrir bátaáhugamenn og menn sem vilja varðveita báta eins og þennan, er að vita að eftir að hafa legið lengi í Kópavogshöfn var hann fluttur í norður á Húsavík, þar sem nýr eigandi endurbyggði bátinn.
Nöfn: Guðbjörg Sigfúsdóttir NK 20, Ljómi KE 153, Karl Marx ÍS 153, Oddur Jónsson GK 59, Hafborg RE 299, Hafborg KE 85, Hafbjörg KE 85, Hafborg, Hafborg SI 4, Hafborg RE 16 og nú bara Hafborg.





















