Færslur: 2013 Maí
16.05.2013 23:46
Steinunn SH, kominn á hilluna
Þar sem ekki var hægt að taka mynd því dimman var búin að taka yfir, í kvöld læt ég nægja að birta þessa mynd úr safni mínu.

1134. Steinunn SH 167 © mynd shipspotting, frode adolfsen , 31. maí 1997
16.05.2013 23:00
Baldur KE 97, að koma inn til Sandgerðis og í Keflavíkurhöfn




311. Baldur KE 97, að koma inn til Sandgerðis

311. Baldur KE 97, í Keflavíkurhöfn

311. Baldur KE 97, meðal þó nokkra báta í Keflavíkurhöfn
© myndir Emil Páll
Fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi var Baldur KE 97 sem smíðaður var í Djupvik í Svíþjóð 1961 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Eftir um 40 ára útgerð var ákveðið að gera hann að safngrip og var hann því tekin á land í ágúst 2003 og fluttur að smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík þar sem hann er varðveittur og til sýnis.
Síðasti útgerðarmaður Baldurs, áður en hann var varðveittur var Nesfiskur í Garði og meðan þeir áttu hann bar hann númerið GK 97, en fram að því hafði hann ávallt verið KE 97 og eftir varðveislu var aftur sett á hann KE 97. Fram að því hafði báturinn að mestu verið í eigu Baldurs hf. í Keflavík.
16.05.2013 22:30
Þorvarður Lárusson SH 129, seldur til Grenivíkur

1622. Þorvarður Lárusson SH 129 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 16. júlí 2010

1622. Þorvarður Lárusson SH 129 og 2405. Andey ÁR 10 © mynd Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., veturinn 2012

1622. Þorvarður Lárusson SH 129 og 2660. Arnar SH 157 © mynd Heiða Lára, 29. ágúst 2011
16.05.2013 21:30
Fleiri myndir af komu Skálabergs RE 7 til Reykjavíkur í morgun
Þrátt fyrir að hafa fljótlega eftir komu skipsins til höfuðborgarinnar, birt hér tvær myndir teknar af Sigurði Bergþórsson, bæti ég um betur nú og birti myndir frá þeim í Faxagenginu.






2850. Skálaberg RE 7, við Miðbakka í Reykjavík í dag © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 16. maí 2013
16.05.2013 20:30
Jarl KE 31

259. Jarl KE 31, í Keflavíkurhöfn, á sjómannadag á 9. áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll
Smíðanr. 165 hjá A/S Framnes Mek. Verksted, Sandefjord, Noregi 1964. Lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík frá sept. 1982 til feb. 1983 af Vélsmiðju Sverre Steingrímsen hf. í Keflavík.
Báturinn hefur borið 14 skráningar og 35 eigandabreytingar.
Nöfn: Súlan EA 300, Súlan EA 310, Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum VE 28, Beggi á Tóftum SF 222, Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét ÁR 20, Margrét SK 20, Margrét HF 20 og núverandi nafn: Jökull ÞH 259.
16.05.2013 19:30
Bjarni KE 23

360. Bjarni KE 23, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

360. Bjarni KE 23, að koma inn til Sandgerðis og þarna sést í bakgrunni, 710. Bliki ÞH 50

360. Bjarni KE 23, að koma inn til Sandgerðis

360. Bjarni KE 23, ásamt fjölda annarra báta, í höfn í Sandgerði
© myndir Emil Páll
Smíðaður af Jóni Gíslasyni, Akureyri 1962. Úreltur 11. júní 1992. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.
Nöfn: Brúni EA 71, Brúni ÞH 91, Nausti ÞH 91, Nausti SI 50, Hringur SI 34, Happasæll AK 68, Happasæll RE 114, Happasæll AK 68, Frigg GK 138, Bjarni KE 23 og Matti KE 123.
16.05.2013 18:45
Albert Ólafsson KE 39


256. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S i Flekkifjord, Noregi 1964, eftir teikningu Sig. Þór. Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði og var þetta fyrsta skipið sem Vélsmiðjan Hörður hf., byggði yfir. Kom fyrst til Keflavíkur 7. júlí 1982. Breytt og lengdur hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1992.
Í framhaldi af deilu milli Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og útgerðar skipsins varðandi brot á kjarasamningi sjómanna, skráði útgerð skipsins það í Hafnarfirði og fékk þá nr. HF 39. Var þetta gert í mótmælaskyni við Kristján Gunnarsson formann VSFK og aðra ráðamenn í Keflavík, að því er gefið var upp í blaðaviðtali.
Nöfn: Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39, aftur Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og núverandi nafn: Kristrún II RE 477.
16.05.2013 17:45
Katrín VE 47 og Sæbjörg VE 56

989. Sæbjörg VE 56 og 236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll
236.
Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheimi, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994. Fór að lokum í brotajárn til Danmerkur í júlí 2008.
Útgerðarfélag Breiðdalsvíkur keypti bátinn í janúar 1999, en gat ekki staðið við útborgun og því átti að rifta kaupum í lok febrúar, en á síðustu stundu gekk Njörður h.f. einn í tilboðið.
Lá frá 2007 við bryggju í Njarðvík með ónýta vél, en 30. júlí 2008, dró Siggi Þorsteins ÍS 123, hann með sér í brotajárn til Danmerkur.
Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76.
989.
Smíðanr. 45 hjá Kaarbös Mekaniske Verksted A/S í Harstad í Noregi. Þá var skipið það 6. sem stöðin hafði smíðað fyrir íslendinga. Er skipið kom til landsins 23. júlí 1965, var talið stærsti bátur íslenska síldarflotans. Yfirbyggt Danmörku sumarið 1978.
Skipið bar aðeins þessi tvö nöfn, þ.e. Jón Garðar GK 475 og Sæbjörg VE 56. Rak skipið upp og strandaði og ónýttist í Hornsvík, austan Stokksness 17. des. 1984.
16.05.2013 16:45
Vonin KE 2




221. Vonin KE 2 © myndir Emil Páll
Smíðanr. 587 hjá N.V. Scheepsbouwerft, De Hoop í Hardiuxveld í Hollandi 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Fór til Afríku undir íslenskum fána 8. mars 1996 og fór ári síðar undir erlendan fána en í eigu íslendings búsettum í Chana.
Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2, Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, aftur Sæfell ÍS 820, Sæfell ÍS 99 og enn á ný Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi (frá Afríku), Streymur, aftur Jón á Hofi, Rose mary og Surprise
16.05.2013 15:51
Skálaberg RE 7, í Reykjavíkurhöfn í morgun

2850. Skálaberg RE 7, í Reykjavíkurhöfn í morgun © mynd Sigurður Bergþórsson, 16. maí 2013
16.05.2013 15:50
Úða sprautað yfir Skálabergið þegar það kom til Reykjavíkur í morgun

Hér sjáum við 2686. Magna sprauta úða yfir 2850. Skálaberg RE 7, er það kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn í morgun © mynd Sigurður Bergþórsson, 16. maí 2013
16.05.2013 15:45
Steinanes BA 399 - í dag Vestri BA 63

182. Steinanes BA 399 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 3 hjá Karmsund Verft og Mek Verksted A/S í Nygaard, Noregi 1963. Yfirbyggður 1988. Fór 5. apríl 1999 og kom síðastu viku júlímánaðar 1999 úr stórum breytingum, m.a. breikkun. Skipt var um allt nema spil og aðalvél hjá Nauta í Gdynia í Póllandi. Raunar var skipið þá gert að litlum skuttogara, sem varð styttri en áður en þó mun stærri. Miklar breytingar s.s. skipt um vélarrúmshlutann í skrokkinum, nýr kjölur, tankar, aðalvél, gír, ljósvél. stýrisútbúnaður, stýri, skrúfa o.fl. hjá Granly A/S í Esbjerg, Danmörku frá nóv. 2005 til mars 2006. Kom heim úr þeirri ferð, beint til Patreksfjarðar 22. mars það ár.
Nöfn: Sigurður Jónsson SU 150, Freyja RE 38, Sædís ÁR 220, Steinanes BA 399, Ólafur Ingi KE 34, Grettir SH 104, Vestri BA 65 og núverandi nafn Vestri BA 63.
16.05.2013 14:46
Jón Ágúst GK 60, Ölver RE 40 og Valþór KE 125

177. Jón Ágúst GK 60, 645. Ölver RE 40 og 1170. Valþór KE 125 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
16.05.2013 13:47
Sandgerðingur GK 268

171. Sandgerðingur GK 268 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 173 hjá Bolsönes Verft í Molde, Noregi 1960. Úreldur 22. júlí 1989.
Nöfn: Eldborg GK 13, Reykjanes GK 50, Jóhannes Gunnar GK 268 og Sandgerðingur GK 268.
16.05.2013 13:15
Sigla af stað í ævintýraferðina
Fjórir Íslendingar leggja af stað frá Kristiansand í Noregi á morgun á úthafsróðrarbátnum Auði. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt, að verða fyrstir allra að róa frá Noregi til Íslands, með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum komast þeir í heimsmetabók Guinness.
"Margir kalla úthafsróður hina nýju Everestáskorun og þó svo nokkrir hafi reynt hefur engum enn tekist að róa þessa leið," segir Eyþór Eðvarðsson í fréttatilkynningu en ásamt honum taka þátt í Norður-Atlantshafsróðrinum (N.A.R.) þeir Einar Örn Sigurdórsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox. Þeir áætla að vera 2-3 mánuði á leiðinni en undirbúningur hefur staðið á annað ár og njóta þeir fjárstuðnings fjölmargra fyrirtækja.
Allt er nú að verða klárt fyrir brottför á morgun, 17. maí, á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Allur kostur fer um borð í dag og ferðahugur kominn í þá félaga. "Við erum fullir bjartsýni um að þetta takist og trúum bara á mátt okkar og megin," segir Eyþór ennfremur í fréttatilkynningu en hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra hér.
Bátur fjórmenninganna
