Færslur: 2013 Maí

19.05.2013 07:45

Hallvarður ÍS 430

 

            2161. Hallvarður ÍS 430 © mynd Haninn.is, ljósm. ókunnur

19.05.2013 07:16

Sæborg EA 125

 

              2112. Sæborg EA 125 © Haninn.is- ljósm. ókunnur

18.05.2013 23:00

14 myndir frá Einari Erni

                 Varðskip frá Cork. Vildi sjá 1-2 í þessari stærð, heima


                                               Cobh, Írlandi


              Hér kemur systurskip Rainbow, Bourbon Clear inn til Cobh


                                             Lóðsbátur á fartinni


                Langt síðan þær tvíburasystur Clear og Rainbow hafa hittst


                                   Kolatrollari inni við Cobh, Írlandi


                                Bourbon Raoobon kveðjur Algerciras


                                     Gibraltar kvatt í skini kvöldsólar


                    Hin dulúðuga Afríka i Gíbraltarsundi. Strönd Marokko


                            Siglt út Gibraltarsund við kvöldsólarglóð


             Á Ytri-höfninni Cobh / Cork. Þessi hefur nokkur kjaftshöggin fengið á Atlanshafinu. Gamall og góður


                    Hafrannsóknarskip frá Cork á leið heim í kvöldmat


                                     Ruslabáturinn í Algerciras

                                                         Vörur í úrvali

             © myndir og myndatextar: Einar Örn Einarsson, í maí 2013

 

18.05.2013 22:20

Arnarborg - í dag Elding


               1047. Arnarborg, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.

Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.

Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.

Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.

Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding

18.05.2013 21:54

Restin frá Sjóstangaveiðimótinu í Eyjum í dag

      Hér koma síðustu fjórar myndirnar, þó þær séu í stærri kanntinum, sem stafar af því að þetta er ekki komið í gott lag ennþá hjá 123.is