Færslur: 2013 Maí

19.05.2013 07:45

Hallvarður ÍS 430

 

            2161. Hallvarður ÍS 430 © mynd Haninn.is, ljósm. ókunnur

19.05.2013 07:16

Sæborg EA 125

 

              2112. Sæborg EA 125 © Haninn.is- ljósm. ókunnur

18.05.2013 23:00

14 myndir frá Einari Erni

                 Varðskip frá Cork. Vildi sjá 1-2 í þessari stærð, heima


                                               Cobh, Írlandi


              Hér kemur systurskip Rainbow, Bourbon Clear inn til Cobh


                                             Lóðsbátur á fartinni


                Langt síðan þær tvíburasystur Clear og Rainbow hafa hittst


                                   Kolatrollari inni við Cobh, Írlandi


                                Bourbon Raoobon kveðjur Algerciras


                                     Gibraltar kvatt í skini kvöldsólar


                    Hin dulúðuga Afríka i Gíbraltarsundi. Strönd Marokko


                            Siglt út Gibraltarsund við kvöldsólarglóð


             Á Ytri-höfninni Cobh / Cork. Þessi hefur nokkur kjaftshöggin fengið á Atlanshafinu. Gamall og góður


                    Hafrannsóknarskip frá Cork á leið heim í kvöldmat


                                     Ruslabáturinn í Algerciras

                                                         Vörur í úrvali

             © myndir og myndatextar: Einar Örn Einarsson, í maí 2013

 

18.05.2013 22:20

Arnarborg - í dag Elding


               1047. Arnarborg, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.

Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.

Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.

Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.

Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding

18.05.2013 21:54

Restin frá Sjóstangaveiðimótinu í Eyjum í dag

      Hér koma síðustu fjórar myndirnar, þó þær séu í stærri kanntinum, sem stafar af því að þetta er ekki komið í gott lag ennþá hjá 123.is

18.05.2013 21:37

Sjóstangaveiðimótið í Vestmannaeyjum - Fleiri myndir

   Mér að óvörum komust núna fjórar myndir í gegn og birtast því nú, þá eru aðrar fjórar eftir, sem framúr vonum koma kannski í kvöld.

   Sem fyrr eru þetta myndir frá Sjóstangaveiðimótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag þar sem veiði var góð © myndir Gísli Matthías Gíslason, 18. maí 2013


 

 

 
 
 

18.05.2013 21:20

Happasæll GK 225

             1036. Happasæll GK 225, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

 
 

 

Smíðanúmer 442 hjá Veb Elbewerft, Boizenburg, Austur-Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur Hollandi 1975. Yfirbyggður 1979.

Úreldur í júlí 1992. Átti að hafa verið fargað 12. nóv. 1992. Var mulinn niður í brotajárn við Sundahöfn í Reykjavík um 1996.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 47, Lárus Sveinsson SH 126, Gunnar Jónsson VE 555, Brimnes SH 257, Gylfi BA 12, Happasæll GK 225, Steinanes BA 399, Stakkanes ÍS 848, Stakkanes HU 121 og Stakkavík ÁR 107.

18.05.2013 20:20

Þórkatla II GK 197


                1013. Þórkatla II GK 197, nýkomin úr yfirbyggingu í Njarðvik


                1013. Þórkatla II GK 197, í Njarðvik  © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 209/23 hjá Skaalures Skibsbyggeri A/S, Rosendal, Noregi 1966, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Kom til nýrrar heimahafnar á Flaeyri, fimmtudaginn 20. feb. 2003.Yfirbyggður af Skipasmiðjunni Herði hf., við bryggju í Njarðvik 1984. Seldur úr landi til Noregs í janúar 2008 og þaðan í brotajárn til Danmerkur í febrúar 2008.

Nöfn: Þórkatla II GK 197, Akurey SF 31, Sjöfn ÞH 142, Rún EA 851, Særún EA 351, Sólrún EA 351, Halli Eggerts ÍS 197 og Halli Eggerts.

18.05.2013 20:06

Því miður!

Já því miður sé ég ekki að hægt verði að ljúka birtingu myndanna frá Sjóstangaveiðimótinu í Vestmannaeyjum, en búið var að ganga frá helmingi myndanna þegar allt stoppaði í dag varðandi nýjar myndir hjá 123.is - Vonandi kemst þetta í lag, en þar sem ég næ ekki sambandi við stjórnendur 123.is er ég frekar svartsýnn um að það gerist í bráð, þó vonandi það takist.

18.05.2013 19:30

Bjarni Ásmundar ÞH 320

                 978. Bjarni Ásmundar ÞH 320, í Njarðvík © mynd Emil Páll

 

Smíðanr. 1 hjá Hasund Mek Verksted A/S og nr. 25 hjá Ulstein Mekaniska Verksted A/S í Ulteinsvik, Noregi 1964. Yfirbyggður 1964. Fór í pottinn til Danmerkur í okt. 2007.

Er skipið kom fyrst hingað til lands og þá til heimahafnar á Siglufirði aðfaranótt 6. júlí 1964 vildu sumir meina að hann væri fyrsti skuttogari Íslendinga. Síðan hafa menn talið hann fyrsta fiskiskipið með skuttrennu hér á landi, en samkvæmt því sem áður hefur komið fram hér á síðunni var lítill bátur á Vestfjörðum sem var á undan með skutrennu.

Nöfn: Siglfirðingur SI 150, Lundi VE 110, Bjarni Ásmundar ÞH 320, Fram RE 12, Sigurpáll GK 375, Skjöldur SI 101, Súlnafell ÞH 361, Súlnafell EA 840 og Svanur EA 14.

18.05.2013 18:30

Árný GK 98 - í dag Lundi RE 20

 

                     950. Árný GK 98 í Sandgerði © mynd Emil Páll, 1984

 

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1964. Átti að úreldast 1997, en hætt var við það og frá árinu 2000 hefur báturinn verið skráður sem skemmti - og farþegabátur.

Nöfn: Nöfn: Farsæll II EA 130, Svanur ÞH 100, Svanur RE 175, Svanur ST 6, Svanur RE 475, Svanur GK 98, Katrín GK 98, Árný GK 98, aftur Katrín GK 98, Gísli Gunnarsson II SH 85, Gísli Gunnarsson II SH 585, Ásgeir SH 150, Ásgeir, aftur Ásgeir SH 150, Fríða RE 11, Fríða RE 10, Snorri EA 317, Snorri og núverandi nafn Lundi RE 20

18.05.2013 17:20

Mars KE 197 og Bergvík KE 22

 

           787. Mars KE 197 og 1285. Bergvík KE 22 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll fyrir einhverjum áratugum

18.05.2013 17:13

Ekki hægt að taka inn nýjar myndir

ÞAR SEM BILUN ER HJÁ 123.IS ER EKKI HÆGT AÐ TAKA INN NÝJAR MYNDIR OG VAR ÉG AÐ SETJA INN MYNDIR FRÁ SJÓSTANGAMÓTINU Í EYJUM ER ÞETTA BILAÐI OG GET ÞVÍ EKKI HALDIÐ ÁFRAM AÐ BIRTA ÞAÐAN FYRR EN ÞETTA KEMST Í LAG. ÁFRAM GET ÉG ÞÓ TRÚLEGA HALDIÐ ÁFRAM MEÐ AÐRAR MYNDIR, SEM ÉG VAR BÚINN AÐ TAKA INN ÞÓ ÉG HAFI EKK I  VERIÐ BÚINN AÐ BIRTA ÞETTA.  - VONANDI KEMST ÞETTA ÞÓ Í LAG, SEM FYRST. -

18.05.2013 16:14

Sjóstangaveiðimóti í Vestmannaeyjum lokið - mjög góð veiði - Bilun hjá 123 stoppar myndabirtingu

Gísli Matthías Gíslason send mér langa syrpu frá SJÓVE, Sjóstangaveiðimóti í Vestmannaeyjum sem var að klárast og var mjög góð veiði hjá þeim. Auk syrpunnar sem ég birti nú, mun ég birta fleiri einstaka myndir á eftir eða á morgun.


 


 


 


 


 

 

VEGNA BILUNAR HJÁ 123.is kem ég ekki fleiri myndum af núna, vonandi kemst þetta fljótt í lag

18.05.2013 15:45

Sæmundur Sigurðsson HF 85, Guðfinnur KE 19 o.fl.

 

            638. Sæmundur Sigurðsson HF 85, 1371. Guðfinnur KE 19 o.fl. í Sandgerði © mynd Emil Páll, fyrir alllöngu