Færslur: 2013 Maí
22.05.2013 08:56
Árni Ólafur GK 315

709. Árni Ólafur GK 315, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Sm. í Frederikssund í Danmörku 1933. Fórst með þremur mönnum á Eldeyjarbanka, 12 sm. NV af Eldey 10. sept. 1992.
.
Nöfn: Óðinn VE 317, Óðinn RE 143, Ágúst Guðmundsson GK 95, Ólafur KE 49, Ólafur GK 33, Ólafur SH 160, Árni Ólafur GK 315 og Sveinn Guðmundsson GK 315.
22.05.2013 07:00
Ólafur KE 49

708. Ólafur KE 49, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Reykjavík 1956 og bar eftirtalin nöfn: Pétur Sigurðsson RE 331, Skallarif HU 15, Ólafur KE 49, Gustur SH 24, aftur Ólafur KE 49, aftur Gustur SH 24, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 og Öxnarnúpur ÞH 162. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 15. des. 1992.
22.05.2013 06:05
Ólafur II KE 149


591. Ólafur II KE 149, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
Smíðaður í Fustenburg í Þýskalandi 1957 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Stækkaður 1966. Fórst út af Hópsnesi aðfaranótt 2. mars 1976 ásamt átta mönnum.
Nöfn: Húni HU 1, Ólafur II KE 149 og Hafrún ÁR 28.
21.05.2013 23:00
Faxi RE 9 í slippnum í Reykjavík





1742. Faxi RE 9, í slippnum í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 20. maí 2013
Smíðaður í Szczecin, Póllandi 1987.
Nöfn: Jón Finnsson RE 506, Hersir ÁR 4, Kap VE 4 og núverandi nafn: Faxi RE 9
21.05.2013 22:30
Svanur BA 13

810. Svanur BA 13, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll
Smíðaður í Hafnarfirði 1942. Talinn ónýtur og fargað suður með sjó 1974.
Nöfn: Svanur GK 530, Svanur SU 30, Svanur NS 8 og Svanur BA 13
21.05.2013 21:45
Sæbjörg SH 23 - hefur legið í Njarðvíkurhöfn í nokkur ár

586. Sæbjörg SH 23, í Drafnarslipp í Hafnarfirði © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ostsee, Þýskalandi, 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn á jólunum 1959. Nýtt stýrishús sett á hann í Daníelsslipp á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar. Afskráður sem fiskiskip 2006.
Báturinn var í upphafi smíðaður fyrir Guðfinn sf. Keflavík og átti að heita Árni Geir KE 31. En vegna greiðsluvandkvæða hjá Hrönn hf., fékk Guðfinnur bát Hrannar hf., en hann var tilbúinn fyrr. Hrönn hf. fékk því þennan bát en bátarnir voru systurskip og eru báðir enn til.
Báturinn lá við bryggju í Kópavogshöfn í nokkurn tíma, en sökk þar við bryggju 19. mars 2003, en þá var verið að bíða eftir að geta fargað honum. Var honum náð upp og varð nokkuð bið, meðan tekin var ákvörðun með framhaldið og hann því fluttur út á legu í Kópavogi. Þar slitnaði hann upp 30. nóv. 2006 og rak á land undir Gálgahrauni í Garðabæ. Náð þaðan út 2. des. 2006. Fljótlega upp úr því var hann dreginn til Njarðvíkur og tekinn upp í Njarðvíkurslipp þar sem til stóð að endurbyggja hann og breyta í hvalaskoðunarskip í nóv. 2007. Þar sem sú framkvæmd dróst á langinn var ákveðið að setja hann niður í júlí 2008, þar sem mönnum fannst hann þorna of mikið uppi á landi. Sökk hann síðan í Njarðvíkurhöfn en var náð upp og hefur síðan verið undir eftirliti og hafa hafnarstarfsmenn o.fl. ítrekað bjargað honum frá því að sökkva í höfninni, bæði áður en hann sökk og eins nú eftir að honum var náð á flot að nýju.
Nöfn: Guðbjörg ÍS 14, Hrönn ÍS 46, Sæbjörg SH 23, Farsæll SH 30, Langanes ÞH 321, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Fagranes ÞH 123, Aron ÞH 105, Reistarnúpur ÞH 273 og núverandi nafn Stormur SH 333.
21.05.2013 20:45
Lundey RE 381

713. Lundey RE 381, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll
Smíðaður í Fustenburg, Þýskalandi 1957, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Sökk við Holtagarða í Reykjavík 24. okt. 1979, náð upp í nóv., en dæmd ónýt 23. nóv. 1981. Rifinn í slipp Þorgeirs & Ellerts á Akranesi.
Nöfn: Kambaröst SU 200, Orri BA 15 og Lundey RE 381.
21.05.2013 19:45
Hólmsteinn GK 20 - með gamla húsinu og án hvalbaks

573. Hólmsteinn GK 20, með gamla húsinu og án hvalbaks í Sandgerði © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Dröfn hf. Hafnarfirði 1946. Ákveðið að gera skipið af safngripi á Garðskaga 2008, en var ekki fluttur út eftir fyrr en í dag 20. nóv. 2009. Sökk í Sandgerðishöfn, föstudaginn 16. okt. 2009, eftir að Ásdís GK 218, hafði siglt utan í hann, er gírinn bilaði. Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., kom á vettvang og bjargaði bátnum á flot aftur degi síðar. Síðan sá sama fyrirtæki um að taka bátinn á þurrt land og flytja að Garðskaga 20. nóv. 2009.
Nöfn: Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK 20 frá 1958 eða í 50 ár.
21.05.2013 18:45
Hafborg KE 99

625. Hafborg KE 99 í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Seldur úr landi til Noregs 11. apríl 1995.
Nöfn: Jökull SH 125, Þórir RE 251, Þórður Bergsteinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64.
AF FACEBOOK:
21.05.2013 17:47
Ólafur Sigurðsson ÍS 35 og Vonin KE 2


651. Ólafur Sigurðsson ÍS 35 og 221. Vonin KE 2 í Njarðvík fyrir fjölda ára © myndir Emil Páll
651:
Smíðaður á Ísafirði 1933. Endurbyggður og breytt 1974. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. nóv. 1983.
Nöfn: Kveldúlfur ÍS 502, Kveldúlfur ST 97, Kveldúlfur GK 251, Kveldúlfur KE 51, Kveldúlfur RE 51, Kveldúlfur ÍS 279, Ísfirðingur ÍS 279 og Ólafur Sigurðsson ÍS 35.
21.05.2013 16:30
Tveir stórir plastbátar teknir upp á Gullvagninum í Njarðvík og dregnir til Sólplasts í Sandgerði

2617. Daðey GK 777, að koma inn til Sandgerðis 27. maí 2011

2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á siglingu innan hafnar í Sandgerði, 11. apríl 2013
© myndir Emil Páll
21.05.2013 15:45
Þröstur KE 51 - í dag elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í útgerð - Maron HU 522



363. Þröstur KE 51 - í Maron HU 522 - elsti stálfiskibátur landsins, sem enn er í útgerð, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
21.05.2013 14:53
Jarl KE 31 og Árni Geir KE 74 - Báðir ennþá í útgerð en undir öðrum nöfnum

259. Jarl KE 31 og 89. Árni Geir KE 74 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll. Þessir eru ennþá til og heita í dag 259. Jökull ÞH 259 og 89. Grímsnes BA 555
21.05.2013 13:45
Stafnes KE 130

235. Stafnes KE 130, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 73 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabeikk A/S, Flekkefjord, Noregi 1963, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Selt úr landi til Noregs 13. okt. 1988. Eftir að skipið komst í norskra eigu var því breytt í tankara (brönnbat) 1988. Lengdur Noregi sennilega 2005.
Nöfn: Ásþór RE 395, Stafnes KE 130, Stafnes og Thorsland.
21.05.2013 12:53
Faxi RE 9 og Hvalur 8 RE 388 í slipp í Reykjavik


117. Hvalur 8 RE 388 og 1742. Faxi RE 9, í slippnum í Reykjavík í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 20. maí 2013
