Færslur: 2013 Febrúar
05.02.2013 12:00
Júlíus Geirmundsson ÍS 270

1977. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2. okt. 2009
05.02.2013 11:00
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, á Sjómanndag í Grindavík © mynd Emil Páll, 31. maí 2008
05.02.2013 10:00
Lilli Lár GK 132

1971. Lilli Lár GK 132, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, í júní 2009
05.02.2013 09:00
Fiskaklettur RE 8

53. Fiskaklettur RE 8 © mynd Sigurður Bergþórsson
Bátur þessi bar eftirfarandi nöfn: Andvari RE 8, Fiskaklettur RE 8, Fiskaklettur GK 131, Kristín VE 71, Jón Guðmundsson KE 4 og Sandgerðingur GK 517
05.02.2013 07:00
Patreksfjörður



Patreksfjörður, fyrir langa löngu © myndir úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson, Þorsteinn Sigurðsson, Steini í Krók
05.02.2013 06:13
Þegar kerfið fór í kerfi
Í framhaldi af umfjöllun um förgun á Svani KE 90 í Helguvík, er rétt að geta þess að þegar báturinn var kominn upp í fjöru lýstu ýmsir björgunaraðilar áhuga fyrir því að fá að æfa sig í bátnum áður en honum yrði endalega fargað. Þarna voru aðilar eins og slökkviliðið sem vildi æfa sig á kveika og slökkva í bátnum, þar sem fá slík tækifæri gefast, en það huggnaðist ekki viðkomandi yfirvöldum og töldu að um mengun væri að ræða og stóð í stappi í nokkurn tíma, sem endaði með því að nótt eina í skjóli dimmu var báturinn brotinn niður, en þá kom annað babb í bátinn. Því sá sem braut hann niður hafði ekki förgunarleyfi frá ráðuneytinu og fékk því ekki að ganga frá. Enduðu mál þó að mig minnir með því að einn þeirra fáu sem hafa förgunarleyfi á báta samþykkti að sá sem braut hann niður fengið í þeirra umboði að gagna frá. Þetta er ástæðan fyrir því að leyfar að bátnum voru í fjörunni í nokkra daga.

Svona var báturinn kjörið fyrir viðkomandi til æfinga, en það fengu þeir ekki

Vegna þvermóðsku yfirvalda fengum við að horfa upp á bátinn svona í nokkra daga © mynd Emil Páll
05.02.2013 00:00
Muninn II GK 343 / Þorsteinn Gíslason KE 90 / Svanur KE 90 og lokaferðin
929. Muninn II GK 343, í höfn í Sandgerði © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur

929. Þorsteinn Gíslason KE 90 © mynd velunnari síðunnar

929. Svanur KE 90 © mynd Snorrason

929. Svanur KE 90 © mynd úr Skiphól, 2010
929. Svanur KE 90 © mynd úr safni Emils Páls

929. Svanur KE 90, í Keflavíkurhöfn, aftan við 848. Sævar KE 105, sem síðar varð Hellisey VE 503 og kvikmyndin Djúpið var gerð um, en hann fórst við Vestmannaeyjar © mynd Emil Páll
929. Svanur KE 90, siglir inn Hafnarfjörð © mynd Jóhann Þórlindsson
929. Svanur KE 90 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í nóv. 2009

929. Svanur KE 90, sokkinn í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 27. des. 2009

Svona leit þetta út þegar birti að morgni 28. des. 2009

Stýrishúsið á kafi

Sigurður Stefánsson, lengst til hægri, ásamts starfmönnum sínum, en þetta var fjórði báturinn sem hann kom að björgun á, á þessu ári

Búið að skera á landfestar

Sigurður Stefánsson, tilbúinn í köfun

Sigurður búinn að koma fyrir loftbelgjum sem eiga að lyfta bátnum upp að aftan svo hægt sé að setja hann á réttan kjöl og skoða orsakavaldinn af því að hann sökk

Svona lítur það út þegar hann byrjaði að lyftast upp að aftan © myndir Emil Páll 28. des. 2009

2043. Auðunn leggur á stað með 929. Svan KE 90, úr Njarðvíkurhöfn

Ferðin hafin að fullu

929. Svanur KE 90, yfirgefur Njarðvikurhöfn í síðasta sinn

Bátarnir út af Vatnsnesi, Keflavík og því komnir á ferð út Stakksfjörðinn

Hér er komið til Helguvíkur

Hér eru 2043. Auðunn og 929. Svanur KE 90 komnir inn á Helguvík og 7487. Pétur mikli á siglingu þar fyrir utan

Auðunn hjálpar Svaninum síðasta spölinn upp í fjöru

Stórvirkar vinnuvélar tilbúnar að draga bátinn upp i fjöruna

Hér mun báturinn standa í fjörunni um tíma, en honum verður fargað smátt og smátt
© myndir Emil Páll 4. febrúar 2010

929. Svanur KE 90, í fjörunni í Helguvík © mynd Emil Páll, 21. feb. 2010

Svona leit út viku eftir að báturinn var að mestu rifinn, í Helguvík
Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1945.
Hefur frá því um veturinn 2003 legið í höfnum, s.s. Njarðvíkurhöfn, Reykjavíkurhöfn og aftur í Njarðvíkurhöfn, þar sem hann sökk að lokum og í framhaldi af því bjargaði Köfunarþjónusta Sigurðar bátnum á flot og kom honum út í Helguvík þar sem hann var brotinn niður.
Nöfn: Muninn II GK 343, Þorsteinn Gíslason KE 90, Sandvík KE 90 og Svanur KE 90
04.02.2013 23:00
Hafsvala HF 107

1969. Hafsvalan HF 107, í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í mars 2008
04.02.2013 22:00
Arnar KE 260 / Aldan ÍS 47

1968. Arnar KE 260 o.fl., í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll

1968. Aldan ÍS 47, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 9. maí 2008
04.02.2013 21:00
Sæfari ÁR 170

1964. Sæfari ÁR 170, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2008

1964. Sæfari ÁR 170, utan á 1639. Dalaröst GK 150, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
04.02.2013 20:00
Simma ST 7

1959. Simma ST 7, ný sjósett í Njarðvík, ex Sunna Líf KE 7 sem sökk í kolvitlausu veðri í Keflavíkurhöfn 23. janúar rúmu ári áður. Síðan var báturinn endurbættur í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 21. jan 2009
04.02.2013 19:00
Heimdallur GK 110

1958. Heimdallur GK 110, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 2009
Þessi heitir í dag Fannar EA 29
04.02.2013 18:00
Hafnartindur SH 99

1957. Hafnartindur SH 99, í Rifshöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009
04.02.2013 17:00
Kafari KÓ 11

1951. Kafari KÓ 11, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll. Þessi bátur heitir í dag Andri BA 101 og er frá Bíldudal

