Færslur: 2012 Nóvember
26.11.2012 13:00
Hellnavík SU 59

1913. Hellnavík SU 59, Skagaströnd © mynd Ragnar Emilsson, 24. nóv. 2012
26.11.2012 12:00
Jón Gunnlaugs ÁR 444 o.fl.


1204. Jón Gunnlaugs GK 444 o.fl., Skagaströnd © myndir Ragnar Emilsson, 24. nóv. 2012
26.11.2012 11:53
Kanna strandstað í dag
mbl.is:
Bátur fer í dag á vegum tryggingafélags og útgerðar fiskibátsins Jónínu Brynju á strandstað norðan við Straumnesvita. Tilgangurinn er að kanna aðstæður og hvort möguleiki sé á að draga bátinn út eða bjarga einhverjum tækjum úr honum, samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni.
Annar bátur verður sendur á staðinn, ef líkur eru taldar á að hægt verði að draga bátinn af strandstað.
Báturinn er glænýr og er verðmæti hans og tækja talið vera um 130 milljónir kr. Tveir menn sem voru á bátnum komust upp í fjöru og voru hífðir upp í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn á tildrögum slyssins.
26.11.2012 11:00
Dagrún HU 121


1184. Dagrún HU 121, Skagaströnd © myndir Ragnar Emilsson, 24. nóv. 2012

1184. Dagrún HU 121, Skagaströnd © mynd Óskar, 25. nóv. 2012
26.11.2012 10:00
Hafrún HU 12


530. Hafrún HU 12, á Skagaströnd © myndir Ragnar Emilsson, 24. nóv. 2012
26.11.2012 09:17
Baldur siglir til Eyja meðan Herjólfur er í slipp
visir.is
Breiðafjarðarferjan Baldur er nú á leið fyrir Reykjanes í átt til Vestmannaeyja, en ferjan mun sigla á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur fer í slipp vegna skemmda sem urðu á skipinu í hafnarmynni Landeyjahafnar um helgina.
26.11.2012 09:00
Erla RE 126
5803. Erla Björg RE 126 © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 5. apríl 1991
26.11.2012 08:01
Voru klæddir í flotgalla - aðstæður nokkuð erfiðar
Af vef Landhelgisgæslunnar:
Sunnudagur 25. nóvember 2012 kl. 23:40
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti í Reykjavík kl.22:40 í kvöld eftir að áhöfn hennar bjargaði tveimur skipverjum fiskibátsins Jónínu Brynju sem strandaði NV- af Straumnesi um klukkan sjö í kvöld.
Að sögn flugstjóra þyrlunnar voru mennirnir staðsettir um eina sjómílu N- af Straumnesvita. Fundust þeir strax þegar á svæðið var komið en þeir voru klæddir flotgöllum í um 10 metra breiðri fjöru og bátur þeirra brotinn í stórgrýttu flæðarmálinu. Aðstæður voru nokkuð erfiðar, mjög hvasst, 25-30 hnútar og gekk á með dimmum éljum. Fyrir ofan fjöruna er þverhnýpt klettabelti.
Sigmaður/stýrimaður þyrlunnar seig niður til mannanna og voru þeir svo hífðir upp í björgunarlykkju. Voru þeir komnir um borð í þyrluna kl. 20:49 og var þá haldið á Ísafjörð þar sem mennirnir fóru til læknisskoðunar. Þyrlan hélt þá til Reykjavíkur.
26.11.2012 08:00
Stjörnan FD 1195, ísl. smíði

Stjörnan FD 1195 © mynd Skipsportalurin. Þó togari þessi sé sögð íslensk smíði, rámar mér í að skokkurinn hafi verið smíðaður í Póllandi en innréttingar, tækjabúnaður og allur frágandur hafi verið framkvæmdur á Íslandi
26.11.2012 07:00
Polarhav KG 1106, smíðaður á Íslandi

Polarhav KG 1196 ex FD 1196 © mynd Skipsportalurin. Þó togari þessi sé sögð íslensk smíði, rámar mér í að skokkurinn hafi verið smíðaður í Póllandi en innréttingar, tækjabúnaður og allur frágandur hafi verið framkvæmdur á Íslandi
26.11.2012 00:00
Hilmir SU 171
1551. Hilmir SU 171 © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 8. feb. 1989
25.11.2012 23:00
Gideon VE 104 og Halkion VE 105
1652. Halkion VE 105 og 1651. Gideon VE 104, í Reykjavíkurhöfn © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 1. ágúst 1989
25.11.2012 22:00
Stafnes KE 130
1916. Stafnes KE 130 © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 29. nóv. 1988, 10. des. 1988 og 13. des. 1989
25.11.2012 21:53
Búið að sækja mennina
mbl.is:
Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem fór á vettvang í kvöld. Aðstæður voru mjög erfiðar og samkvæmt upplýsingum mbl.is vann áhöfnin þrekvirki á strandstað. mynd/Halldór Sveinbjörnsson
Mennirnir tveir sem voru um borð í bát sem strandaði við Straumnes í kvöld eru nú komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verða þeir væntanlega fluttir til Ísafjarðar að sögn Gæslunnar. Líkt og fram hefur komið eru mennirnir heilir á húfi.
Björgunarskip SL, Gunnar Friðriksson, var á svæðinu auk harðbotna slöngubáts frá Bolungarvík og til taks ef þörf hefði verið á.
Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík fékk nú á dögunum bátinn afhentan nýjan frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason.
Báturinn heitir Jónína Brynja ÍS 55 og er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Hann átti að leysa af hólmi aflabátinn Guðmund Einarsson ÍS sem er af gerðinni Cleopatra 38.
25.11.2012 21:20
Wilson Tana, út af Garðskaga og í Litháen

Wilson Tana, nálgast Garðskaga rétt fyrir hádegi í gær © mynd Emil Páll, 24. nóv. 2012

Wilson Tana, í Klapipedan, Litháen © mynd MarineTraffic, Gena Anfimov, 25. feb. 2012

