Færslur: 2012 Nóvember

17.11.2012 07:00

Svala SI 32


                       7250. Svala SI 32 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. apríl 2012

17.11.2012 00:00

3. hluti mynda frá 7. veiðiferð Þerneyjar RE 101, árið 2012

Hér kemur 3ji hluti af myndasyrpu Hjalta Gunnarssonar, sem henn tók um borð í Þerney RE 101, 7. veiðiferði 2012. Það er af þeim á Þerney að frétta að veiðferðinni að ljúka þegar þetta kemur fyrir augu lesenda, enda á skipið að koma til Reykjavíkur á sunnudag.


                                        Björn og Skúli. klárir i slaginn í vinnslunni


                                                    Skúli og Óli, skera hákarl


                  Anton Páll að vinda fötin sín eins og hann gerði á síðutogurunum í gamla daga áður en þvottavélarnar komu til sögunnar ( hann er fastur í gamla tímanum)


                                        Birgir Birgisson með allt klárt fyrir gilsinn


                                                    Skúli að tala við Gullu sína


                Skipstjórinn Ægir Franzson í dressman auglýsingu


                                          Halli Leifs og Birgir að hnýta fyrir pokann


                                                        Eyþór að gera að stórlúðu


                                         Heiðar (Hvalur 10) og Birgir í lagfæringum


                             Einn af stóru númerunum um borð, Björn Þorsteinsson


                      Vestfjarðarvíkingurinn slasaði sig við það hættulega starf að skipta um batterý í höfuðlínustykkinu og alveg gjótharður, lét hann eins og ekkert væri


                                                               Toni og Bjarki


                                                                    Híft úr festu


                Og Friðrik yfirstýrimaður alveg rosalega glaður með festuna eða hitt og heldur

                         © myndir og myndatextar: Hjalti Gunnarsson, vélstjóri

16.11.2012 23:00

Uggi SI 167, Flugan SI 16 og Auður


                 6952. Uggi SI 167, 6072.  Flugan SI 16 og Auður, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 20.  maí  2012


                           6952. Uggi SI 167 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 6. júní 2012

16.11.2012 22:00

Dúan SI 130


                      6941. Dúan SI 130, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. maí 2012

16.11.2012 21:00

Skutla SI 49, Helga og Pálína


              6755. Skutla SI 49, Helga og Pálína, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. júlí 2012

16.11.2012 20:00

Aggi SI 8 o.fl.


                 6607. Aggi SI 8 o.fl., Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. apríl 2012

16.11.2012 19:00

Sólveig ÓF 12 og Anna ÓF 83


                       6542. Sólveig ÓF 12 og 6754. Anna ÓF 83 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 12. jan. 2012

16.11.2012 18:28

Pólfoss óskemmdur

mbl.is

Skoðun kafara leiddi i ljós að skip Eimskips, Pólfoss er óskemmt. stækkaSkoðun kafara leiddi i ljós að skip Eimskips, Pólfoss er óskemmt. Af vef Eimskip


Skip Eimskipafélagsins, Pólfoss er með öllu óskemmt. Þetta staðfestir Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. "Það er búið að kafa undir skipið og eins og við bjuggumst við eru ekki skemmdir á því," segir Ólafur og tekur fram að skipið haldi áleiðis til Álasunds um leið og skýrslutökum er lokið.

Pólfoss strandaði strandaði við eyjuna Altra í Norður-Noregi um sexleytið í morgun. Ekki urðu slys á áhöfn og farmurinn, 1800 tonn af frosnum fiski er óskemmdur. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að stýrimaðurinn hafi sofnað við störf sín skömmu fyrir strandið. Ólafur vill ekki staðfesta það. "Miðað við það sem ég hef heyrt frá fólki í Noregi og norskum fjölmiðlum þá lítur út fyrir að hann hafi sofnað um borð því miður. En ég hef ekki fengið það staðfest," segir Ólafur.

Skipið liggur nú við höfn í Sandnessjøen en heldur til Álasunds um leið og skýrslutökum líkur eins og áður segir. Ólafur á von á því að það verði innan sólarhrings.


16.11.2012 18:02

Línubátar á Neskaupstað

Hér koma nokkar myndir sem Bjarni Guðmundsson tók á Neskaupstað af nokkrum þeirra línubátum sem þar hafa landað nú síðustu daga.


                                                       2746. Bergur Vigfús GK 43


                         2733. Von GK 113, einnig sjást þarna 1787. Eyja NK 4, 2629. Hafbjörg o.fl.


                                    2622. Dóri GK 42 og 2708. Auður Vésteins SU 88


                                2733. Von GK 113, aftan við 2629. Hafbjörgu


                                                                2733. Von GK 113

                   Neskaupstaður í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 16. nóv. 2012

16.11.2012 18:00

Rembingur SH 111 o.fl. AKranesi


                 5922. Rembingur SH 111 o.fl. Akranesi © mynd mbl.is. Ómar Óskars

16.11.2012 17:58

Gísli Súrsson GK 8, tekin á land í Neskaupstað í dag

Báturinn var tekin á land, þar sem eitthvað var að stýri bátsins.


                2608. Gísli Súrsson GK 8, hífður á land í Neskaupstað í dag, vegna einhverjar bilunar í stýri bátsins © myndir Bjarni Guðmundsson, 16. nóv. 2012

16.11.2012 17:00

Maró SK 33


                   2833. Maró SK 33 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 15. júlí 2012

16.11.2012 16:00

Tumi EA 84, Eddi SI 200, OTur SI 100 o.f.l. á sjóstangamóti


                   2786. Tumi EA 84, 1888. Eddi SI 200, 2471. Otur SI 100 o.fl. á sjóstangaveiðimóti © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. júlí 2012

16.11.2012 15:00

Tumi EA 84 o.fl. á sjóstangamóti


                   2786. Tumi EA 84 o.fl. á sjóstangamóti © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. júlí 2012

16.11.2012 14:00

Brimnes RE 27
                 2770. Brimnes RE 27, Siglufirði  © myndir Hreiðar Jóhannsson, 18. maí 2011