Færslur: 2012 Nóvember

27.11.2012 07:00

Erika GR 18-119


                  Erika GR 18-119 ex 1807. Hákon EA og Birtingur NK í Reykjavíkurhöfn © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, í nóv. 2011


                  Erika GR 18-119 ex 1807. Hákon EA og Birtingur NK í Reykjavíkurslipp © mynd
 Emil Páll, 25. nóv. 2012

27.11.2012 00:00

Syrpa frá Skagaströnd, 24. nóv. 2012
                Frá Skagaströnd © myndir Ragnar Emilsson, 24. nóv. 2012

26.11.2012 23:00

Faxi RE 24


                  1581. Faxi RE 24, í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 25. nóv. 2012

26.11.2012 22:35

"Öll kjölfesta farin úr bátnum"

mbl.is:

Hér sést hvernig botnin á bátnum er illa leikinn eftir strandið. stækkaHér sést hvernig botnin á bátnum er illa leikinn eftir strandið. Ljósmynd/Reimar Vilmundarson
mbl.is 

„Ég tel harla litlar líkur á því,“ sagði Reimar Vilmundarson, skipstjóri á Sædísi ÍS-67 sem fór í leiðangur við tólfta mann til að skoða flakið af Jónínu Brynju ÍS-55 sem strandaði við Straumnes í gær spurður að því hvort hann teldi líkur á að það næðist að bjarga skipinu af strandstað.

„Það er að mestu úr honum botninn. Og vélin og skrúfan að mestu komin út úr bátnum,“ sagði Reimar um ástand skipsins.

Voru að berjast í tveggja metra ölduhæð

Hann segir aðstæður í dag hafa verið mjög erfiðar, en þrátt fyrir logn hafi sjógangur verið mjög mikill. „Við vorum um borð í honum frá tvö til rúmlega fjögur,“ sagði Reimar.

Hér sést báturinn á strandstað.Hér sést báturinn á strandstað. Ljósmynd/Reimar Vilmundarson

„Við vorum að berjast þarna í nærri tveggja metra ölduhæð við klettana. Það gáfu sig utanborðsmótorar og flotgallar hurfu og ýmislegt gekk á. En við allavega þorðum ekki að ganga lengra. Það er óþarfi að vera að fórna mannslífum fyrir þetta.“

- Náðuð þið að bjarga einhverju?

„Eitthvað tókum við en það á eftir að skoða þá hluti. Aðstæður voru bara skelfilegar við að ná þessu fram. Við gerðum ekkert mikið meira en að ná mönnum fram. Lentum í því að þurfa að taka síðustu mennina langt inni í Vík - það var ekkert hægt að ná þeim fram.“

Þyrfti bæði stórt skip og mikinn búnað

- Hvað er langt í strandstað?

„Þetta er um 17 sjómílur frá Bolungarvík.“

- Er ekki ógerlegt að ná skipinu þessa leið til hafnar miðað við ástand þess?

Frá strandstað.Frá strandstað. Ljósmynd/Reimar Vilmundarson

„Hann fer á hliðina, það er öll kjölfesta og allt farið úr honum. Ég held að þetta verði nánast afskrifað, þó að maður geti ekki sagt lokaorðin um það en það þarf bæði stórt skip og annað til að draga hann fram og mikinn búnað og það er eiginlega ekki nema partur af morgundeginum sem veðurspáin segir að það verði mögulega hægt.

Það verður tekin lokaákvörðun um það í kvöld, en ég sé ekki í fljótu bragði að þetta verði hægt,“ sagði Reimar.

26.11.2012 22:08

Baldur til Eyja á versta tíma

bb.is:

Breiðafjarðarferjan Baldur er farin til Vestmannaeyja.
Breiðafjarðarferjan Baldur er farin til Vestmannaeyja.

 

Engar ferjusiglingar eru þessa dagana yfir Breiðafjörð milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur verið send suður fyrir land til að hlaupa í skarðið fyrir Herjólf. Vestmannaeyjaferjan er nú í slipp, en skrúfur skipsins eru laskaðar eftir að árekstur við grjótgarðinn við Landeyjarhöfn. Íbúar í suðursvæði Vestfjarða eru að vonum uggandi vegna þessa og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar er afar áhyggjufull vegna ástandsins.

„Við höfum að sjálfsögðu mikla samúð með Vestmannaeyingum og skiljum að nauðsynlegt sé að hafa siglingar milli lands og eyja. Þetta ítrekar mikilvægi þess að ný Vestmannaeyjaferja verði keypt hið snarasta til að leysa Herjólf af hólmi enda höfnin ekki hönnuð með núverandi skip í huga. Við eigum hins vegar mjög erfitt með að vera án Baldurs, nú um hávetur þegar allra veðra er von. Þetta er eins og ísköld, blaut tuska framan í andlitið á íbúum hér á þessu svæði frá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur í samtali við blaðið.

„Vegagerðin heldur því fram að þetta taki um 10 daga en ég hef miklar áhyggjur að Baldur verði í burtu í margar vikur vegna umfangs skemmdanna á Herjólfi. Það yrði hræðilegt. Fyrirtækin á svæðinu treysta á Baldur með daglega flutninga með fisk og aðrar vörur til og frá svæðinu.“ Ásthildur segir samgöngur með Baldri afar mikilvægar atvinnulífinu og íbúum, sérstaklega þegar litlar sem engar bætur eru gerðar á handónýtum vegum til og frá Vestfjörðum. Tíðin undanfarið hefur verið þannig að ófært verður á augabragði þegar snjóar og hreyfir vind og ekki þjónusta á vegunum alla daga.

„Vegagerðin telur sig reyndar sjá fram í tímann með veður og segir að það verði „einstök tíð“ næstu vikur skv. erlendum veðurstofum. Þessi fullyrðing Vegagerðarinnar er í besta falli hlægileg, það vita þeir sem þekkja vestfirskt veður. Við höfum gert kröfu um sólarhringsþjónustu á vegunum á meðan Baldur er í burtu en Vegagerðin hefur ekkert gefið út um það, sem er náttúrulega óboðlegt af þeirra hálfu. Ég hef rætt við innanríkisráðherra, þingmenn og vegamálastjóra vegna þessa ástands og ég bíð þess að heyra hvað samgönguyfirvöld í landinu ætla að bjóða okkur uppá á næstunni. Ég vona að það verði ekki sömu trakteringar og við höfum fengið varðandi samgöngubætur hingað til. Framtíðarlausnir liggja í þverun fjarðanna með vegi um láglendi en ekki heiðar og fjallaskörð,“ segir Ásthildur.

26.11.2012 22:00

Venus HF 519


                 1308. Venus HF 519, við Norðurgarð í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 25. nóv. 2012

26.11.2012 21:00

Þorri og Atlavík


                464. ex Þorri VE 50 og 1263. Atlavík RE 159, í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 25. nóv. 2012

26.11.2012 20:30

Muggur KE 57, Alda HU 112 og Addi afi GK 97, á Skagaströnd í dag


                 2771. Muggur KE 57, 2586. Alda HU 112 og 2106. Addi afi GK 97, Skagaströnd í dag © mynd Óskar, 26. nóv. 2012

26.11.2012 20:00

Mánaberg ÓF 42


                  1270. Mánaberg ÓF 42, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. nóv. 2012

26.11.2012 19:26

Herjólfur til Hafnarfjarðar í dag


              2164. Herjólfur kemur til Hafnarfjarðar í dag, til viðgerðar eftir óhappið í Landeyjarhöfn. Á efri myndinni sést einnig flutningaskipið Reina og hafnsögubáturinn 370. Þróttur á þeirri neðri © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  26. nóv. 2012
 

26.11.2012 19:00

Villi


                   539. Villi, á svæði Faxaflóahafna í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 25. nóv. 2012

26.11.2012 18:00

Aðalbjörg II RE 236


                1269. Aðalbjörg II RE 236, í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 25. nóv. 2012

26.11.2012 17:00

Æskan RE 222, eða GK 506, nú frá Keflavík


                 1918. Æskan RE 222, í Reykjavík © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 26. sept. 2010
- síðla sumar var þessi bátur seldur út í Garð og skráður með númerið GK 506, en áfram sama nafn. Nýja númerið hefur ekki verið sett á hann, auk þess sem hann hefur ekki farið í neina útgerð enn hjá eigandanum í Garðinum og fer ekki úr þessu, þar sem hann hefur nú selt hann til Keflavíkur og því fær hann trúlega KE númer.

26.11.2012 16:00

Margrét ÍS 147 ex Valgerður BA 45
                 2340. Margrét ÍS 147, með heimahöfn á Flateyri, ex Valgerður BA 45, í Hafnarfirði í gær © myndir Emil Páll, 25. nóv. 2012

26.11.2012 15:00

Óli Gísla HU 212 ex GK 112, Máni II ÁR 7 og Jón Gunnlaugs ÁR 444


                2714. Óli Gísla HU 212 ex GK 112, 1887. Máni II ÁR 7 og 1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, Skagaströnd © mynd Ragnar Emilsson, 24. nóv. 2012