Færslur: 2012 Nóvember

05.11.2012 00:00

Helguvík í morgun, skip o.fl.

Hér birti ég smá myndasyrpu sem ég tók í morgun fyrir hádegi er Port Steward kom til Helguvíkur, en auk þess að sjá það skip sjáum við fleiri skip og meira en skip. Allt um það hér fyrir neðan.

                       2756. Jötunn brunar inn í Helguvík að ná í lóðsinn -

                            fleiri myndir úr þeirri ferð birtust hér í morgun

                Port Steward, siglir í átt að Helguvík, eftir að lóðsinn var kominn um borð

 

                2686. Magni og 2756. Jötunn sigla með Port Steward í átt að Helguvík

                     2686. Magni, togar olíuskipið inn Helguvíkina

                                      2756. Jötunn, ýtir á olíuskipið

 

 

                     Á olíubryggjunni bíða menn eftir að skipið leggist að

 

                                2668. Magni og 2756. Jötunn ýta á olíuskipið

 

                Fjögur skip í Helguvík. F.v. Laxfoss sem var að lesta mjöl, og

  dráttarbátar Faxaflóahafnar, 2686. Magni og 2756. Jötunn ýta  Port Stewart að bryggjunni

                           © myndir Emil Páll, í morgun, 4. nóvember 2012

 

 

 

 

04.11.2012 23:00

Tveir fossar

                                                  Dettifoss

                   Hvaða foss þetta er veit ég ekki © myndir mbl. Eimskip

           Þá vitum við það, þessi neðri er Goðafoss og þakka ég ábendingarnar

AF Facebook:

Tómas J. Knútsson kannski Goðafoss
 
Netpóstur:
 
Þú ert með myndir af 2 skipum Eimskips annað er Dettifoss og hitt er Goðafoss.
Kveðja
Skipverjar
Goðafossi

 

04.11.2012 22:00

Océane

                 Océane, Brest, Frakklandi © mynd shipspotting, michael Floch, 10. sept. 2012

 

04.11.2012 21:00

Lateromar

             Lateromar, Spáni © mynd shipspotting, victor radio74, 31. okt. 2012

 

04.11.2012 20:00

Balmoral

 

                 Balmoral, á Spáni  © mynd shipspotting, José Recardo Rodreiques Montero  1. nóv. 2012

 

04.11.2012 19:00

Muggi KE 57, bjargað frá því að sökkva undan snjóþunga

                   Björgunarsveitarmenn á Skagaströnd moka snjó úr Muggi KE 57 og koma þannig í veg fyrir að hann sökkvi undan snjóþunga © mynd visir, Ástrós villa, 2. nóv. 2012

 

04.11.2012 18:00

Vilhelm Þorsteinsson, Faxi, Ásgrímur Halldórsson og Sighvatur Bjarnason í einum hnapp

              2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, 1742. Faxi RE 9, 2780. Ásgrímur Halldórsson og 2281. Sighvatur Bjarnason VE 81, í Hofstaðarvogi, Breiðafirði © mynd Símon Már Sturluson í okt. 2012

 

04.11.2012 17:00

Andri BA dreginn að landi

Þeir á Andra BA 101 lentu í því að á síðasta veiðideginum fyrir bræluna miklu, að hjá þeim fór gírinn og kom þá annar rækjubátur, einnig frá Bíldudal þeim til hjálpar og dró þá í land.  Vonandi hefur þessi langi brælukafli dugað þeim til að fá varahluti og koma bátnum aftur í lag.

                      Hér kemur 1499. Ýmir BA 32 með 1951. Andra BA 101, á síðunni inn undir bryggju á Bíldudal. Þarna sést einnig í 2101. Sægrím GK 525, sem gerður er út á net frá Bíldudal © mynd Jón Páll Jakobsson, 29. okt. 2012

 

04.11.2012 16:00

Mörg skip í Siglufjarðarhöfn í gær

                Mörg skip í Siglufjarðarhöfn © mynd Hreiðar Jóhannsson, í gær, 3. nóv. 2012

 

04.11.2012 15:00

Brettingur KE 50 o.fl. í vonskuveðri

                 1279. Brettingur KE 50 o.fl. í vonskuveðri í Reykjavíkurhöfn © mynd mbl.is. Árni Sæberg 2. nóv. 2012

 

04.11.2012 14:20

Rifsnes SH 44

                  1136. Rifsnes SH 44, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson,  í gær, 3. nóv. 2012

 

04.11.2012 13:15

Helga II RE 373

                             1018. Helga II RE 373 © mynd Jón Páll Ásgeirsson

 

04.11.2012 12:40

Jötunn sækir hafnsögumann í Helguvík

Þessa myndasyrpu tók ég um kl. 10 í morgun er bátur Faxaflóahafna Jötunn kom inn í Helguvík til að sækja hafnsögumann til að lóðsa olíuskipið Port Stewart að bryggju í Helguvík.

 

                  2756. Jötunn kemur inn í Helguvík um kl. 10  í morgun

                   Hér nálgast Jötunn bryggjuna í Helguvík og hafnsögumaður

                          frá Reykjaneshöfn bíður eftir að stökkva um borð

 

            Eftir að hafnsögumaðurinn er kominn um borð er snúið við

          Síðan er siglt út úr Helguvík og í átt til olíuskipsins sem bíður fyrir utan

                                           © myndir Emil Páll, 4. nóv. 2012

 

 

04.11.2012 12:20

Fjögur skip í Helguvík

Það er ekki oft sem það gerist að fjögur skip séu samtímis í Helguvík, en það gerðist nú rétt fyrir hádegi. Að vísu fyrir minn smekk, hefði ég gjarnan viljað að a.m.k. eitt þeirra væri uppsjávarveiðiskip að landa, en það er ekki upp á allt kosið.

              Laxfoss að lesta mjöl, 2686. Magni og 2759. Jötunn ásamt olíuskipinu Port Stewart, sem var að leggjast að bryggju með aðstoð þeirra núna rétt fyrir hádegi ©  mynd Emil Páll, 4. nóv. 2012

 

04.11.2012 12:00

Gullhólmi SH 201 og Rifsnes SH 44

                     1136. Rifsnes SH 44 og 264. Gullhólmi SH 201, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 3. okt. 2012

                                         Sömu bátar, deginum áður

         1136. Rifsnes SH 44 og 264. Gullhólmi SH 201, í ágjöf, deginum áður  ©  mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. okt. 2012
   

Af Facebook:

 
Sigurbrandur Jakobsson Gullhólmi er alltaf fallegt myndefni