Færslur: 2012 Nóvember

25.11.2012 21:00

Sunnutindur SU 59
              1603. Sunnutindur SU 59 © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 8. mars 1989

25.11.2012 20:44

Mennirnir heilir á húfi

mbl.is

Landhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan 19 í kvöld neyðarkall frá tólf metra fiskibátnum Jónínu Brynju frá ...

stækkaLandhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan 19 í kvöld neyðarkall frá tólf metra fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík. mynd/Bæjarins besta

Engan sakaði þegar lítill bátur strandaði í klettum við Straumnes norðan við Aðalvík á Vestfjörðum í kvöld. Tveir menn voru um borð í bátnum og bíða þeir nú eftir að verða sóttir. Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæsunnar eru á leiðinni.

Björgunarskip- og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum eru nú á leið að Straumnesi þar sem báturinn strandaði fyrr í kvöld. Er nú verið að kanna hvernig verður staðið að björgun mannanna að sögn Gæslunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að klukkan 18:56 hafi skipverjar, sem eru tveir, sent neyðarboð og hafi nærstödd skip þegar verið kölluð á staðinn sem og björgunarsveitir. Eftir neyðarboðin heyrðist ekkert frá skipverjunum og var óttast um afdrif þeirra. Nú fyrir skömmu náði eitt af aðvífandi skipum sambandi við þá í gegnum talstöð. Eru þeir staddir í fjörunni, báðir heilir á húfi. Báturinn marar mölbrotinn í hálfu kafi.

á

Fyrsta björgunarskipið er væntanlegt á staðinn innan nokkurra mínútna og Þyrla LHG kl. 20:45. Ef hún getur ekki athafnað sig munu björgunarsveitarmenn sækja mennina í fjöruna.

Landhelgisgæslan segir að neyðarkall hafi borist frá bátnum, sem heiti Jónína Brynja frá Bolungarvík, þegar hann var staðsettur norðvestur af Straumnesi. Stjórnstöð Gæslunnar boðaði í framhaldinu út björgunarskip og báta frá Flateyri, Ísafirði, Bolungarvík og Súgandafirði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Vegna lélegs  fjarskiptasambands og þar sem báturinn strandaði undir klettabelti náðist ekki samband við áhöfnina fyrr en um kl. 20:00. Voru þeir þá heilir á húfi en báturinn brotinn í fjörunni.

25.11.2012 20:00

Sjávarborg GK 60
               1586. Sjávarborg GK 60 © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 19. feb. 1988

25.11.2012 15:00

Óþekktur hjá Siglufjarðar-Seig


                  Óþekktur, hjá Siglufjarðar-Seig © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. nóv. 2012

25.11.2012 14:00

Er einhver heima?


                   Er einhver heima?  - Tarum Kansal © mynd shipspotting, INC Srl, í júlí 2011

25.11.2012 13:00

Arelis
                Arelis, Vígó, Spáni © myndir shipspotting, victor radio74,  24. júlí 2011

25.11.2012 12:00

Kvika KE 4


                   6689. Kvika KE 4, í Njarðvík í gær © mynd Emil Páll, 24. nóv. 2012

25.11.2012 11:00

Hákon EA 148 á Stakksfirði í gær
              2407. Hákon EA 148, á Stakksfirði í gær © myndir Emil Páll, 24. nóv. 2012

 

Af FaCEBOOK;

 
 
Þorgrímur Ómar Tavsen Já við Sægrímsmenn fengum að sjá að svona skip fór yfir netin hjá okkur,öll löðrandi í síldarafskurði.Það yrði eitthvað sagt ef við kæmum ekki með 30% af þorskinum í land.

25.11.2012 10:00

Sumir eru bara fæddir veiðimenn og ná vel saman á síldveiðum


                 Sumir eru bara fæddir veiðimenn. Árni Jón Einarsson og Ronja SH, ná vel saman á síldveiðum © mynd Símon Már Sturluson

25.11.2012 09:19

Jón Gunnlaugs ÁR 444


            1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, á Skagströnd © mynd Óskar

25.11.2012 09:00

Siglufjörður


                                 Siglufjörður © mynd Hreiðar Jóhannsson, 13. nóv. 2012

25.11.2012 08:00

Þórkatla GK 9 og Oddur á Nesi SI 76


                 2670. Þórkatla GK 9 og 2799. Oddur á Nesi SI 76, Siglufirði  © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. nóv. 2012

25.11.2012 07:00

Benni Sæm GK 26, Siggi Bjarna GK 5 og Arnþór GK 20


                 2430. Benni Sæm GK 26, 2454. Siggi Bjarna GK 5 og 2325. Arnþór GK 20, í Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 24. nóv. 2012

25.11.2012 00:00

Venni GK 606, tekin í hús til endurbóta

Þó hér sé um nánast nýjan bát að ræða, framleiddum hjá Bláfelli á Ásbrú, var hann í vikunni tekinn inn í hús hjá Bláfelli til ákveðinna endurbóta. Skipt verður um vél í bátnum, þar sem sú fyrri var ekki ný, auk þess sem nýjar undirstöður verða settar undir vélina.
Bátur þessi bar nafnið Korri KÓ 8 þegar hann var sjósettur í Grófinni fyrir um einu ári síðan, en fór þó aldrei í róður með undir því nafni og var því seldur og fékk þá núverandi nafni.

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók af bátnum þegar hann var tekinn inn í hús hjá Bláfelli og sjáum við að auki myndir af honum utandyra og eins eftir að komið var inn í húsið.


                      2818. Venni GK 606, kominn að húsi Bláfells á Ásbrú


                                                   Ferðin inn í hús Bláfells hafin


                                                  Hér er hann kominn að hurðinni


                   Ljóst er að einhverjar forfæringar þarf að gera svo hann komist inn


                      Hér er Venni GK 606, kominn inn á gólf hjá Bláfelli © myndir Emil Páll, 21, nóv. 2011
 

24.11.2012 23:00

Margrét SI 4 / Ólafur Gísli RE 16


               150. Margrét SI 4 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness, ljósm. Hafsteinn Jóhannsson, á árunum 1960 - 70


                 150. Ólafur Gísli RE 16, í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson

Hér er á ferðinni einn af hinum frægu Tappatogurum sem smíðaðir voru í Þýskalandi, en þessi var smíðaður 1958 og hét fyrst Margrét SI 4, síðan fékk hann nöfnin Víglundur NK 124, Emilý NS 124, Goðanes RE 16, Ólafur Gísli RE 16 og Sporður RE 16.
Skipið talið ónýtt og tekið af skrá 1.des. 1981