Færslur: 2012 Nóvember

22.11.2012 15:45

Oratank


                  Oratank, við Olíubryggjuna í Örfirisey, Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  15. nóv. 2012

22.11.2012 15:30

Helga María AK 16


                   1868. Helga María AK 16, við Norðurgarð í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  17. nóv. 2012

22.11.2012 15:21

Vegna símabilunar hjá mér er netsambandið úti

Vegna bilunar á símasambandi við heimili mitt í dag, mun ég nú keyra annarsstaðar frá, færslur með skömmu millibili og stoppa síðan um kvöldmatarleitið og fer ekki aftur af stað fyrr en Síminn eða Mila er búin að laga hjá mér, sem vonandi verður á morgun, Á meðan er netsambandið úti.

Kveðja

Emil Páll

22.11.2012 15:00

Fruhomen


               Fruhomen, í Honningsvag, Noregi © mynd MarineTraffic, Bogdan Kocemba, 28. okt. 2010

22.11.2012 14:00

Danska varðskipið Hvitebjörn


                 Danska varðskipið Hvitebjörn, við Ægisgarð, Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is   17. nóv. 2012

22.11.2012 13:00

Dana


                  Dana, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 2. sept. 2012

22.11.2012 12:00

Brúarfoss


                     Brúarfoss, að sigla inn sundin við Reykjavík © mynd MarineTraffic, Bogdan Kocemba, 23. okt. 2010

22.11.2012 09:00

Víkurberg GK 1 / Sighvatur GK 57

Eins og sést á þessum eru þeir nokkrir sem eru orðnir tuga ára gamlir og hafa síðan farið í gegn um margar breytingari, hér er einn þeirra. Fremur fáar myndir eru til að eldri árunum og raunar hef ég bara yfir einni að ráða sem kemur hér.


                                   975. Víkurberg GK 1 © mynd Jón Páll


                                     975. Sighvatur GK 57 © mynd úr Faxa


             975. Sighvatur GK 57, kemur til Njarðvíkur  © mynd Emil Páll


                            975. Sighvatur GK 57 í Njarðvik © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 411 hjá Veb. elber Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1965. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1982. Ný brú og nýr skutur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1989. Lengdur hjá Morska Stocznia, Swinoujacie, Póllandi 1997. Nýjar innréttingar og byggt yfir að aftan í Póllandi 2003. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.

Smíðað sem fiskiskip, varð síðan hafrannsóknarskip við Grænhöfðaeyjar 1980-1982 og aftur fiskiskip.

Kom nýr til Neskaupstaðar 14. maí 1965.

Afsal til Fiskaness var gefið út 29. jan. 1972.

Nöfn: Bjartur NK 121, Grímseyingur GK 605, Víkurberg GK 1, Bjartur, Bjartur GK 57 og núverandi nafn: Sighvatur GK 57 (frá 1982)

22.11.2012 08:00

Assa BA 339


                    6947. Assa BA 399 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson

22.11.2012 07:00

Skutla SI 49, Alfa SI 65, Dagur SI 3, Gustur og Viggó SI 32


                  6795. Skutla SI 49, 6798. Alfa SI 65 6762. Dagur SI 3, 6624. Gustur og 1544. Viggó SI 32 - Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 15.  nóv. 2012

22.11.2012 06:46

Óvíst um erlend verkefni varðskipa

mbl.is

stækkambl.is/Árni Sæberg

Ekkert er í hendi með verkefni fyrir íslensku varðskipin erlendis á næsta ári. Í ár hefur Landhelgisgæslan haft talsverðar tekjur af verkefnum tengdum landamæraeftirliti og veiðieftirliti.

Á næstunni verða varðskip ekki stöðugt á sjó, en varðskip verður þó alltaf til taks.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að horfur séu á að flugvélin TF-SIF verði í um þrjá mánuði í erlendum verkefnum á næsta ári.

22.11.2012 00:00

Kvidbjörn frá Noregi, við bryggju og í slipp í Reykjavík


                  Kvidbjörn, við bryggju í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  15. nóv. 2012
                 Kvidbjörn, frá Noregi, í slippnum í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  17. nóv. 2012


                  Kvidbjörn, í slippnum í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 19. nóv. 2012

21.11.2012 23:00

Stormur BA 198


                    6629. Stormur BA 198 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson

21.11.2012 22:45

Minni sýking í síldinni - megnið til manneldis

Visir.is

 
 
Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.
 
Dregið hefur úr sýkingu íslensku síldarinnar, sem veiðst hefur undanfarnar vikur á Breiðafirði, og fer megnið af henni nú til manneldis. Síldarvinnslan er langstærsta fyrirtæki Norðfirðinga, með 220 manns í vinnu, og hér er eitt af skipum félagsins, Beitir, komið að bryggju með síld úr Breiðafirði.

Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 við Jón Má Jónsson, yfirmann landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, kemur fram að veiðum á Íslandssíldinni sé að ljúka um næstu mánaðamót, og að 95% af síldinni fari til manneldis. Þetta þýðir mikla vinnu við að flaka síldina og heilfrysta en alls starfa sextíu manns í Neskaupstað í landvinnslu uppsjávarfisk til manneldis. Í fiskimjölsverksmiðjunni eru svo 24 starfsmenn.

21.11.2012 22:11

Baldvin Njálsson GK 400 dró Þór HF 4 til Ísafjarðar

Frystiskipið Þór HF 4 fékk í skrúfuna í nótt og kom frystiskipið Baldvin Njálsson GK 400 með skipið í drætti til Ísafjarðar í morgun og þar sem kafarar skáru úr skrúfu Þórs.

               2182. Baldvin Njálsson GK 400 og 2549. Þór HF 4, á Ísafirði í morgun © mynd bb.is