Færslur: 2012 Nóvember

23.11.2012 12:00

Albert Ólafsson KE 39


                256. Albert Ólafsson KE 39, á síldveiðum © mynd Pétur Waldorf Karlsson


            256. Albert Ólafsson KE 39, í Hafnarfirði © mynd Snorri Snorrason


                 256. Albert Ólafsson, á siglingu út af Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                  256. Albert Ólafsson, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

23.11.2012 11:58

Stóra milljón rifin

 

Í morgun var hafist handa við að brjóta niður eitt af stærri frystihúsinum í Keflavík, sem gekk milli manna undir nafninu ,,Stóra milljón". Lengst af hér húsið Hraðfrystihús Keflavíkur hf. og gerði út skip eins og Aðalvík, Bergvík, Faxavík, Hamravík og Helguvík. Síðan komu ýmsir aðrir að rekstri hússins, en sá síðasti sem þar var er Hólmgrímur Sigvaldason, en hann flutti úr því í sumar og með vinnsluna út í Garð. Umræddum Hólmgrímur er fyrir þá sem ekki þekkja m.a. útgerðarmaður á Grímsnesi, Sægrími, Maron o.fl. bátum

Þessar myndir tók ég nú rétt fyrir hádegi.

            Stóra milljón rifin ©  myndir Emil Páll, 23. nóv. 2012
 
 

23.11.2012 11:00

Jón Kjartansson SU 111 / Sæberg SU 9


                                252. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Snorri Snorrason


                               252.  Sæberg SU 9 © mynd Emil Páll

 

23.11.2012 10:00

Ásþór RE 395 / Stafnes KE 130


                                         235. Ásþór RE 395 © mynd Snorri Snorrason


                                235. Stafnes KE 130, í Keflavík © mynd Emil Páll


                                   235. Stafnes KE 130, í Reykjavík © mynd Emil Páll

23.11.2012 09:00

Steinanes BA 399 / Vestri BA 63
                            182. Steinanes BA 399, í Njarðvík © myndir Emil Páll, um 1980


                        182. Vestri BA 63, í Njarðvik © mynd Emil Páll, fyrir einhverjum árum

23.11.2012 08:00

Lára Magg ÍS 86


                619. Lára Magg ÍS 86, í rigningarúða í Njarðvik © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

23.11.2012 07:00

Stormur SH 333


                  586. Stormur SH 333, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 17. okt. 2010

22.11.2012 19:00

Skálafell / Hegri / Heimir / Kópur / Grótta / Leifur Halldórsson / Draupnir

Fluttur inn 3ja ára gamall og mikið endurbyggður síðar og tæplega 40 ára var hann seldur til Rússlands þar sem ég held að hann sé ennþá. Hér birtast myndir með 10 af þeim 12 nöfnum sem hann hefur borið.


                                 1171. Skálafell ÁR 20 © mynd Emil Páll


                             1171. Hegri KE 107 © mynd Emil Páll


                                     1171. Hegri KE 107 © mynd Emil Páll


                               1171. Hegri KE 107 © mynd Emil Páll


                           1171. Heimir KE 77 © mynd Emil Páll


                        1171. Heimir KE 77 © mynd Snorrason

  
                            1171. Kópur ÁR 9 © mynd Snorrason


                        1171. Grótta HF 35 © mynd Skerpla


                          1171. Grótta RE 26 © mynd Snorrason


                                1171. Grótta RE 26 © mynd Jón Páll


   1171. Leifur Halldórsson SH 217 © mynd mbl.is


  1171. Leifur Halldórsson ÁR 217 © mynd skip.is
                   1171. Draupnir ÁR 21 © mynd úr Ægi, 2008


                               Draupnir M-0421 © mynd Shippotting.com

Smíðanúmer 34 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1968. Lengdur 1971. Í mars 1998 kom það til landsins eftir gagngerðar endurbætur hjá Nauta í Póllandi. Smíðaður hafði verið nýr framendi, afturskipið breikkað, ný brú og allar vistaverur skipverja endurnýjað. Skipið var nánast eins og nýtt, enda endurnýjað af 92/100 hlutum.

Úreldingastyrkur hafði verið samþykktur í desember 1994, en var ekki notaður.

Meðan Sigurður Ágústsson ehf., var skráður eigandi var skipið gert út af Portlandi ehf., Þorlákshöfn. Kumbla sem átti skipið áður var dótturfyrirtæki Sigurðar Ágústssonar.

Skipið er með IDno 7122546.

Selt til Rússlands 17. janúar 2007.

Nöfn: Leisund N-415-A, Skálafell ÁR 20, Hegri KE 107, Heimir KE 77, Kópur ÁR 9, Ársæll SH 88, Grótta HF 35, Grótta RE 26, Leifur Halldórsson SH 217, Leifur Halldórsson ÁR 217, Draupnir ÁR 21 og núverandi nafn: Draupnir M-0421

22.11.2012 18:30

Dúddi Gísla GK 48


                    2778. Dúddi Gísla GK 48, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2012

22.11.2012 18:00

Tveir Sómar 870 frá Bláfelli sem báðir tengjast Hafnarfirði

Hér koma myndir sem ég tók í gær hjá Bláfelli á Ásbrú og eru af bátum af gerðinni Sómi 870, sem báðir tengjaast Hafnarfirði. Annar þeirra á að fara til Hafnarfjarðar, ófrágenginn, þ.e. ekki er búið að innrétta að einu eða neinu leiti og því mikil vinna eftir í þeim báti. Þessi bátur er með hærra stýrishúsi en flestir aðrir Sómabátar.

Hinn báturinn sem er sömu gerðar, nema hann er venjulegur og var upphaflega framleiddur hjá Bláfelli, en fór fyrr á árinu til Hafnarfjarðar, þar sem átti að ljúka við hann en ástand hans eins og þess fyrri, en er nú kominn aftur og verður innréttaður og smíðum lokið hjá Bláfelli.


              Bátur af gerðinni Sómi 870, hækkaður sem fer senn til Hafnarfjarðar, til innréttingar og frágangs.


            Hinn Sómi 870, sem fór óinnréttaður til Hafnarfjarðar, en er nú kominn aftur til Bláfells á Ásbrú, þar sem hann verður innréttaður. Ef bátarnir eru bornir saman sést munurinn á þeim hækkaða og þessum © myndir Emil Páll, í gær 21. nóv. 2012

22.11.2012 17:00

Kópur GK 158, að fá síðustokka


               6708. Kópur GK 158, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði í gær, en þar eru að hefjast smíðar á síðustokkum á bátinn © mynd Emil Páll,  21. nóv. 2012

22.11.2012 16:27

Ver RE, sökk aftur í Reykjavíkurhöfn

Dv.is:

Eik­ar­bát­ur á ból­a­kaf­i í Reykj­a­vík­ur­höfn

Sagður hafa sokkið á sama stað fyrir tveimur árum
 

Eikarbáturinn Ver RE-112 í Reykjavíkurhöfn. Mynd DV/ Sigtryggur Ari.

 

Gamall eikarbátur sökk við bryggjuna við Kaffivagninn á Granda í Reykjavíkurhöfn aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Faxaflóahafna virtist dæla um borð í bátnum ekki hafa virkað sem skyldi og fór því svo að báturinn fór á kaf.

Báturinn heitir Ver RE-112 og er netabátur. Hann var smíðaður árið 1955 í Gilleleje í Danmörku.

Starfsmenn Faxaflóahafna gera ráð fyrir að hægt verði að ná bátnum upp. Ekki er talin ástæða til að ætla að olía eigi eftir að leka frá bátnum í höfnina en eftir því sem komist verður næst þá sökk báturinn á sama stað fyrir um tveimur árum.

22.11.2012 16:15

Ursula ex LAXFOSS


                 Ursula ex LAXFOSS, Í Goole, UK © mynd shipspotting, PWR

22.11.2012 16:10

TN 1293


                TN 1293 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, 16. nóv. 2012. Frekari upplýsingar þekki ég ekki.

22.11.2012 16:00

Skarfur að sóla sig


                   Skarfur að sóla sig við síldarbryggjuna í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  17. nóv. 2012