Færslur: 2012 Nóvember
02.11.2012 19:24
4. myndir úr 7. veiðiferð Þerneyjar 2012
|
1833. Málmey SK 1, undir Grænuhlíð, sem gengur oftast undir nafninu Hótel Grænahlíð
|
||||||
| © myndir Hjalti Gunnarsson, á Þerney RE |
02.11.2012 19:00
HDMS Ejnar Mikkelsen P 571
![]() |
| HDMS Ejnar Mikkelsen P 571 © mynd shipspotting, K.B. Andreasen, 2. júní 2012 |
02.11.2012 18:09
Besta veðrið í ,,ROKRASSGATINU
Í dag þegar nánast öll þjóðin hefur orðið að meðtaka allt að því fárviðri, hefur landssvæði það sem oftast er kallað af fólkinu út á landi ..ROKRASSGAT" það eru Suðurnesin, aðeins í góðum stormi með smá hriðjum. Hér er auð jörð og enginn snjór. Því hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum í dag verið höfuðborgarbúum til aðstoðar. Já þetta er furðuleg veðrátta. Í dag fór ég á mínum litla bíl, bæði upp á Ásbrú og eins úti í Hafnir, án nokkurra vandkvæða.
02.11.2012 18:00
Glæsileg mynd frá Hólmavík
Eins og ég hef oft sagt frá hér áður, hefur Jón Halldórsson, sem er með vefinn holmavik.123.is, mjög næmt auga fyrir listrænum myndum og hér er ein slík
![]() |
| Frá Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is í okt. 2012 |
02.11.2012 17:00
Sturla Símonarson SH 1, við Kolgrafarfjarðarbrúna
![]() |
| 6860. Sturla Símonarson SH 1, við Kolgrafarfjarðarbrúna © mynd Símon Már Sturluson, 13. feb. 2011 |
02.11.2012 16:00
Bliki ST 4 og Kristbjörg ST 39, á Drangsnesi
![]() |
| 6236. Bliki ST 4 og 2207. Kristbjörg ST 39, Drangsnesi © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, 25. til 31. ágúst 2012 |
02.11.2012 15:03
"Algjört drulluveður" - aðeins stærstu skip á sjó og öll í vari
smugan.is:
„Þetta er algjört drulluveður,“ segir Eiríkur Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni Fiskanesi. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga eru aðeins stærstu skip á sjó og eru þau öll í vari.
Vaktstöð siglinga segir að 36 skip séu á sjó, aðeins stór skip, togarar, og enginn sé á veiðum. Öll skipin séu í vari.
„Það hefur slegið upp í 40 metra á sekúndu hér í nótt,“ segir Trausti Sigurðsson, stýrimaður á Kaldbak, sem er í vari suður af Langanesi. „Það er lengi hægt að toga, en þegar taka á trollið upp gæti eitthvað slitnað eða orðið slys. Við förum varlega,“ segir Trausti. Hann bætir því við að mannskapurinn hafi það fínt, en mönnum þyki ekki gaman á sjó þegar ekkert sé að gera.
Eiríkur Dagbjartsson óvanalegt að fá svona veður á þessum árstíma. „Þetta er óvenju hastarlegt, svona allt í kringum landið, að enginn geti verið á veiðum.“
Norðan vonskuveður um allt land
Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni að norðan vonskuveður verði á öllu landinu næsta sólarhring.
„Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næsta sólarhring. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á S-verðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfjarða. Spáð er talsverðri ofankomu á N- og A-landi í dag.
Ekkert ferðaveður verður næsta sólarhring. Vindur fer að ganga niður á öllu landinu um hádegi á morgun (laugardag). Áfram verður þó víða hvasst fram á kvöld, en búist er við að lægi verulega um land allt aðfaranótt sunnudags. Á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni er búist við stormi í allan dag, en dregur lítið eitt úr vindi um hádegi á morgun (laugardag). Lægir síðan aðfaranótt sunnudags,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Mynd: Af áhafnarsíðu Málmeyjar SK.
02.11.2012 15:00
Brimrún siglir inn í höfnina á Stykkishólmi
![]() |
| 2738. Brimrún, siglir inn í höfnina í Stykkishólmi © mynd Símon Már Sturluson, 22. júlí 2011 |
02.11.2012 14:00
Brimrún siglir fram hjá Súgindisey
![]() |
| 2738. Brimrún, siglir fram hjá Súgindisey © mynd Símon Már Sturluson, 22. júlí 2011 |
02.11.2012 13:00
Baldur í sjómannadagsferð
![]() |
| 2727. Baldur í Sjómannadagsferð © mynd Símon Már Sturluson, 5. júní 2011 |
02.11.2012 12:00
Sjósetning Patreks BA 64, í Skipavík, Stykkishólmi
Hér kemur hluti af skemmtilegri myndasyrpu sem Ingvar Vilhjálmsson tók á sínum tíma þega Patrekur BA 64 var sjósettur í Skipavík í Stykkishólmi. Hefur Ingvar heimilað mér birtingu þeirra og sendi ég honum kærar þakkir fyrir
|
|
||||||
|
02.11.2012 11:00
Háberg EA 299 að veiðum við Ögur
![]() |
| 2644. Háberg EA 399, að veiðum við Ögur © mynd Símon Már Sturluson, fyrir einhverjum xx árum |
02.11.2012 10:00
Júpiter ÞH
![]() |
| 2643. Júpiter ÞH, í Reykjavík © mynd visir.is Stefán |
02.11.2012 09:00
Kristbjörg ST 39 og Sigga Frænka ST 71
![]() |
| 2207. Kristbjörg ST 39, 1560. Sigga Frænka ST 71 o.fl. Drangsnesi © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, 25. til 31. ág. 2012 |
02.11.2012 08:04
Fjögur skip seld erlendis: Birti nú nöfn tveggja
Búið er að selja erlendis skipin Fram ÍS 25, ex Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og Kristbjörgu ÍS 177. Þá standa yfir viðræður um sölu á tveimur til viðbótar, en mér er ekki heimilt að segja nöfn þeirra, nema að annað þeirra er af Suðurnesjum. Munu skipin eiga að fara á túnfiskveiðar við Sri Lanka.
![]() |
| 971. Fram ÍS 25, í Njarðvík en þar hefur skipið legið síðan það fékk þetta nafn © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2012 |
![]() |
| 239. Kristbjörg ÍS 177 © mynd Ragnar Emilsson, 2012 |






















