Færslur: 2012 Nóvember
29.11.2012 16:00
Herjólfur í dokkinni

Löskuð skrúfan

Það var þröngt um skipið í dokkinni í Hafnarfirði © myndir Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27. nóv. 2012
29.11.2012 14:00
Sigurbjörg ÓF 1

1530. Sigurbjörg ÓF 1, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. nóv. 2012
29.11.2012 13:00
Appollo GY 36 ex Eiðsvík RE 60
Skip þetta stoppaði stutt hér á landi eða aðeins frá árinu 2002 til 2004.



Apollo GY 36 ex 2531. Eiðsvík RE 60, í pottinum © myndir shipspotting, geirolje, 29. okt. 2012
29.11.2012 12:00
Arctur 7777 ex Arctur M1825 ex Örvar HU 21
Hér kemur togari sem upphaflega var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri.

Arctur7777 ex Arctur M-1825 ( Rússi í báðum tilfellum ) ex 1598. Örvar HU 21, í Vladivostostock, Rússlandi © mynd shipspotting, Gena Amfimov, 5. ágúst 2009

Arctur M1825 ex 1598. Örvar HU 21, í Vegsund slipp, Sula © mynd shipspotting, Aage, 16. jan. 2004
29.11.2012 09:00
Ottó Wathne ex NS 90

Otto Wathne MIN í Alesundi, Noregi 1. júní 2005

Otto Wathne MIN, 24. mars 2010

Otto Wathne MIN, við bryggju í Alesundi, Noregi 31. mars 2004

Otto Wathne M1N, 1. mars 2007 ex 1474. © myndir shipspotting, Aage
Smíðaður í Noregi 1977 og bar fyrst nafnið 1474. Gullberg NS 11, þá Ottó Wathne NS 90 og var að lokum seldur til Noregs, þar sem hann hélt nafninu. Fór síðan í pottinn.
29.11.2012 08:00
Múlaberg SI 22 og Sigurbjörg ÓF 1

1281. Múlaberg SI 22 og 1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. nóv. 2012
29.11.2012 07:00
Sigurborg SH 12

1019. Sigurborg SH 12, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. nóv. 2012
29.11.2012 00:00
Börkur NK 122 með stutta viðdvöl í Keflavík - 2009
1293. Börkur NK 122, siglir fram hjá Vatnsnesinu á leið sinni inn Stakksfjörðinn
1293. Börkur NK 122, búinn slá af ferðinni og beygja í átt að hafnargarðinum í Keflavík
1293. Börkur NK 122, nánast kominn að bryggju í Keflavík
1293. Börkur NK 122, tók síðan strikið út Stakksfjörðinn, eftir þessa stuttu viðdvöl í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll 29. nóv. 2009
28.11.2012 23:00
Oddrún RE 126 / Þorsteinn KE 10 - sökk í Reykjavík fyrir nokkrum dögum
357. Oddrún RE 126, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
357. Þorsteinn KE 10, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðaður hjá Anderson & Ferdinadsen, Gilleleje, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Stýrishús af 724. Pólstjarnan ÍS 85 var sett á bátinn, þegar Pólstjarnan var úrelt.
Nöfn: Breiðfirðingur SH 101, Breiðfirðingur RE 262, Þorkell Árnason GK 262, Oddrún RE 126, Þorsteinn KE 10, Svavar Steinn KE 76, Svavar Steinn GK 206 og Ver RE 112.
28.11.2012 22:00
Delta / Álsey VE 2
Delta © mynd Shipspottos, Luis G. Herrera
Delta © mynd Shipspottos
Delta © mynd Shipspottos
2772. Álsey VE 2, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll 2009
28.11.2012 21:00
Viðey og Esjan

Viðey og Esjan © mynd Svafar Gestsson, 19. nóv. 2012
28.11.2012 19:37
190 tonn af rækju komin á land úr Arnarfirði
bb.is:
![]() |
| Rækja © mynd bb.is |
Ríflega 190 tonn af 450 tonna rækjukvóta sem leyft er að veiða í Arnarfirði á yfirstandandi fiskveiði ári er kominn á land. Fjórir bátar eru þar að veiðum, Andri BA, Ýmir BA og Brynjar BA sem allir eru gerðir út frá Bíldudal. Þá hefur Egill ÍS einnig verið að veiðum í Arnarfirði. Hann landar á Þingeyri en aflinn er unninn hjá Kampa á Ísafirði. Þrír bátar hafa stundað rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi í haust, Matthías SH, Gunnvör ÍS og Valur ÍS. Fjórði báturinn, Aldan ÍS, hefur veiðar um helgina.
28.11.2012 19:32
Humar veiðist í Ísafjarðardjúpi
bb.is:
![]() |
Humar © mynd bb.is |
„Þetta mun vera í fyrsta sinn sem humar veiðist svona norðanlega,“ segir Haraldur Konráðsson, skipstjóri á Val ÍS sem veiddi humar í rækjuvörpu í Ísafjarðardjúpi á mánudag. Verður það að teljast til tíðinda, að því gefnu að hann hafi ekki borist með óeðlilegum hætti í Djúpið. Vitað er að í tvö skipti hefur humri verið sleppt í Djúpinu, fyrir um fimmtíu árum síðan og fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Sá humar sem nú veiddist kom í vörpu við rækjuveiðar fram undan innanverðri Óshlíð. Humarinn var 28 cm á lengd og vó 106 gr.
Haraldur segir að skipverjarnir hafi ekki borðað humarinn, heldur hafi Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði, tekið hann til varðveislu. „Hann verður stoppaður upp og settur í glerskáp,“ segir Haraldur.
28.11.2012 19:00
Háhyrningur í Grundarfirði

Háhyrningur í Grundarfirði © mynd Heiða Lára, 24. nóv. 2012



