Færslur: 2012 September
27.09.2012 16:00
Jón Vídalín VE 82 og Sigurður VE 15

1275. Jón Vídalín VE 82, utan á 183. Sigurði VE 15, í Vestmannaeyjum © mynd Ragnar Emilsson, 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 15:00
Sigurborg SH 12, Keilir SI 145 og Annabel SI 110, Siglufirði

1019. Sigurborg SH 12, 1420, Keilir SI 145 og 1452. Annabel SI 110, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 14:49
Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi
fréttablaðið.is
"Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst.
Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst
af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri,"
segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni
Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf
stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta
ekki hennar fyrsta starf þar um borð.
Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt.
"Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. "Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný."
Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: "Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár."
Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á.
Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt.
"Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. "Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný."
Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: "Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár."
Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á.
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 14:15
Bræla hjá Stiller
vf.is., núna áðan:
Frá kvikmyndatöku í Garðsjónum nú áðan. Stafnes KE í stórsjó. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mannlíf | 27. september 2012 13:35
Frá kvikmyndatöku í Garðsjónum nú áðan. Stafnes KE í stórsjó. VF-myndir: Hilmar Bragi
Stiller í stórsjó!
Nú eru kvikmyndagerðarmenn með Ben Stiller í fararbroddi í Garðsjónum
að taka upp senur í kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. Nú er
töluverð ókyrrð í Garðsjónum eða stórsjór á Hollywood-vísu.
Notast er við fiskiskipið Stafnes KE sem fer með hlutverk í myndinni en
skipið er hrörlegt að sjá og hefur verið málað sem ryðdallur.
Fjölmarga báta frá björgunarsveitunum má sjá umhverfis Stafnesið í
Garðsjónum. Bátarnir hafa allir verið leigðir til verkefnisins til að
aðstoða við kvikmyndatökuna og til að gæta öryggis.
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta nú áðan.




Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 14:00
Sigurborg SH 12, á útleið frá Siglufirði

1019. Sigurborg SH 12, á útleið frá Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 13:00
Kristín ÞH 157

972. Kristín ÞH 157, Reykjavík © mynd Ragnar Emilsson, 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 12:00
Blátindur VE 21

347. Blátindur VE 21, Vestmannaeyjum © mynd Ragnar Emilsson, 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 11:00
Kristbjörg VE 71, á veiðum


84. Kristbjörg VE 71, á veiðum © myndir Ragnar Emilsson, 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 09:00
Páll Jónsson GK 7, við bryggju á Djúpavogi og á leið út þaðan


1030. Páll Jónsson GK 7, Djúpavogi



1030. Páll Jónsson GK 7, á leið út frá Djúpavogi © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 20. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 08:00
Fjölnir SU 57, að koma inn til Djúpavogs fyrir nokkrum dögum




237. Fjölnir SU 57, að koma inn til Djúpavogs © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 25. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 07:00
Hamar SH 224, á Djúpavogi

253. Hamar SH 224, utan á 1030. Páli Jónssyni, Djúpavogi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 20. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
27.09.2012 00:00
Djúpivogur og nágrenni í kvöldhúminu
Þessa syrpu tók Sigurbrandur Jakobsson í kvöldhúminu þann 20. sept. sl. Myndirnar eru tekar ýmist á Djúpavogi eða nágrenni og sýna t.d. Papey, Bóndavörðuna, Ketilfles, Hótel Framtíð, Æðastein og vitan þar o.fl. En tökustaðir eru eru ýmist af Höfðanum, við Bóndavörðuna eða annað þarna. Ekki verður birtur myndatexti undir hverri mynd.













Djúpivogur og nágrenni © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 20. sept. 2012













Djúpivogur og nágrenni © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 20. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
26.09.2012 23:00
Odoeusk, í Hafnarfirði

Odoeusk, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 23. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
26.09.2012 22:00
Opsha í Hafnarfirði

Obsha, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 23. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
26.09.2012 21:00
Logn á Steingrímsfirði

Logn á Steingrímsfirði © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 20. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
