Færslur: 2012 September

25.09.2012 19:00

Fengur SU 38 og Diddi GK 56


              5907. Fengur SU 38 og 7427. Diddi GK 56, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 5. júlí 2011

25.09.2012 18:22

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst milli ára

skessuhorn.is:

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst nokkuð á fyrri hluta ársins 2012 og er nú 80,5 milljarðar króna miðað við sama tímabil í fyrra þegar verðmætið var um 70,5 milljarðar. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Aflaverðmæti botnfisks var 52,2 milljarðar og jókst um 8% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 48,4 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 27,2 milljarðar og jókst um 12,9% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 7,4 milljörðum og jókst um 19,4% en verðmæti karfaaflans nam 7,7 milljörðum, sem er 21,4% aukning frá fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 6,1% milli ára og nam 4,1 milljarði króna í janúar til júní 2012.


25.09.2012 18:07

Kristján HF 100


                 2820. Kristján HF 100, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 23. sept. 2012

25.09.2012 17:00

Flugaldan ST 54


                                 

                 2754. Flugaldan ST 54, í Grindavík © myndir Emil Páll, 5. júlí 2011

25.09.2012 16:00

Hringur GK 18, í Gullvagninum og í höfn
                2728. Hringur GK 18, í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir af FB síðu stöðvarinnar, sumarið 2012


                 2728. Hringur GK 18, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 23. sept. 2012

25.09.2012 15:00

Hrólfur ÍS 145 og Hafbjörg HF 3
               2690. Hrólfur ÍS 145 og 6438, Hafbjörg HF 3, í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 23. sept. 2012

25.09.2012 14:53

Möskvi saumar nót fyrir fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Af grindavik.is

 

 

 

 

 

 

 

Netagerðin Möskvi í Grindavík, hefur samið við Samherja um að sauma loðnunót um borð í fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Að sögn Aðalgeirs Jóhannssonar í Möskva er um stórt og mikið verkefni að ræða og fagnaðarefni í þeim samdrætti sem verið hefur í netagerð í seinni tíð.

Þegar litið var við í Möskva á dögunum var allt komið á fullt við saumaskapinn undir stjórn Kristins Jóhannssonar. Aðalgeir segir að fyrri nætur sem Möskvi hafi framleitt hafi reynst það vel og svo vel veiðst í þær að sjálft flaggskipið í loðnuflotanum hafi pantað nótina í Möskva.

Aðalgeir og Kristinn reka einnig kaffihúsið Bryggjuna á neðstu hæð. Þeir eru afar ánægðir með ferðamannavertíðina í sumar og segja að sumarið hafi slegið öll fyrri met.

 

25.09.2012 14:00

Ólafur HF 200


                          2640. Ólafur HF 200, í Grindavík © mynd Emil Páll, 5. júlí 2011

25.09.2012 13:00

Seglbáturinn Ugla

Þessi syrpa og frá sögn er af Sksiglo.is, en ég fékk hana á síðu Hreiðars Jóhannssonar

Ugla í viðgerð hjá Siglufjarðar Seig
Ugla í viðgerð hjá Siglufjarðar Seig

Ugla, seglbáturinn sem nú stendur fyrir framan Seiglu og bíður viðgerðar hefur áður komið til Siglufjarðar eða árið 1987 en skútan var þá í eigu Valtýs Sigurðssonar. Í millitíðinni er Ugla búin að fara víða.

Það voru fagnaðarfundir þegar ég á dögunum gekk fram á seglskútuna Uglu sem stóð fyrir framan Seiglu. Jæja Ugla komin heim hugsaði ég og dáðist enn og aftur að því sem við mér blasti. Hvílíkur skrokkur og hvílíkar mjaðmir. Þetta gerist ekki betra í það minnsta ekki á skútum. Já ég á margar góðar endurminningar um Uglu sem mig langar að deila með ykkur í stórum dráttum.

Það var 15. apríl 1984 er ég leit Uglu fyrst augum þar sem hún lá við bryggju í Västerby skammt sunnan við Stokkhólm. Með mér voru Stefán Már Stefánsson og Reynir Ragnarsson en skútuna höfðum við þá keypt nýja í gegnum Rolf Johannsen.af tegundinni Storebrå Royal 33 feta.

Nokkrum dögum síðar héldum við af stað til Köge í Danmörku, fullir sjálfstrausts enda allir nýlega búnir að taka "pungapróf". Við áttum það hins vegar sameiginlegt að enginn okkar hafði um borð í seglskútu stigið. Til Köge komumst við með einu smávægilegu strandi á leið til hafnar í Borgholm.

Næstu árin flæktumst við um hafnir í Danmörku, sigldum í gegnum Limafjörðinn, fórum til Gautaborgar og þaðan til Osló. Við þræddum skerjagarðinn til Kristiansand á rúmlega viku og fórum inn í hvert krummaskuð. Skipsdagbókin greinir frá ýmsum uppákomum og veseni einkum í skerjagarðinum en þar þurfti nánast að skipta um blaðsíðu í kortabókinni á 10 mílna fresti.

Í júní 1986 sigldum við Uglu frá Bergen til Íslands með viðkomu í Hjaltlandi og Færeyjum. Þegar til Íslands kom voru Hornstrandir teknar fyrir.

Það var 10. ágúst 1987 kl. 16:00 að ég tók stefnuna frá Djúpuvík á Ströndum til Siglufjarðar. Þangað kom ég um morguninn eftir ævintýralega fallega siglingu en fjörðurinn skartaði sínu fegursta, úti var blanka logn (sem er að vísu ekki gott fyrir skútur) og heiðskírt. Mun sú stund mér lengi í minni verða er ég leið inn fjörðinn. Frá Siglufirði fór ég síðan til Grímseyjar með viðkomu á Siglunesi en með mér þá voru þrjár ungar dætur mínar og tveir þjóðverjar. Í skipsdagbók stendur um Siglunes: "Farið á léttabát í land. Hittum innfædda og var boðið að skoða gamla muni og smakka Black Death frá Familie Sigurðsson made in Luxemburg."

Árið 1990 var Ugla flutt með Hvítanesinu til Portugal þar sem við tókum á móti henni í Oporto. Síðan tók við sigling í áföngum til Torrevieja á Spáni þar sem Ugla var geymd yfir vetur. Þar í höfninni kom lítið gat á hana þannig að hún seig smátt og smátt. Þegar þetta uppgötvaðist um mánuði síðar var sjór kominn upp á miðjar innréttingar og héldum við þá að allt væri ónýtt.. Það ber hins vegar vott um hvílík gæðasmíði hér var um að ræða að enn þann dag í dag eru sömu innréttingar í skipinu og hafa þær ekki verið lakkaðar. Ugla var í nokkur ár staðsett á Mallorca þaðan sem við flæktumst um Miðjarðarhafið.

Ég seldi minn hlut í Uglu 1998 en þá höfðu orðið tíð eigendaskipti. Fyrir nokkrum árum frétti ég af skútunni þar sem hún lá í miklu reiðuleysi á Mallorca. Ég held að það hafi verið Akureyringur sem keypti hana nú fyrir skömmu, sigldi henni til Íslands og byrjaði að gera hana upp. Þá var það ekki síður ánægjulegt að sjá Uglu aftur á Siglufirði eftir öll þessi ár.

Sagt er að mestu ánægjustundir skútueigandans sé dagurinn sem hann kaupir skútuna og svo dagurinn sem hann selur hana. Þetta getur að hluta til verið staðreynd í það minnsta var ég feginn þegar ég seldi hlut minn í Uglu. Þessu fylgdi þó viss eftirsjá og síðar keypti ég hlut í 50 feta skútu sem við vorum með nokkrir eigendur í nokkur ár í Slóveníu og Króatíu.Þrátt fyrir að sú skúta væri mikið glæsifley kom hún aldrei aldrei í stað Uglu. Munaði þar mest um þá öryggistilfinningu sem ég hafði ætíð er ég sigldi Uglu. En það er nú önnur saga.

1984 Ugla ný í Vasterby í Svíþjóð

Í sænska skerjagarðinum, Stefán Már og Valtýr

Í Djúpuvík á Ströndum 1987

Á nætursiglingu til Siglufjarðar 1987

Leitað að hafnarstæði í Lissabon 1990

Komið við á Benidorm að heilsa upp á pabba og mömmu. Á myndinni má einnig sjá Friðrik Arngrímsson.

Á leið frá Benidorm til Mallorca 1991. Hásetarnir eru að gera klárt fyrir Ibiza.

Á legu við Menorca 1992

Texti: Valtýr Sigurðsson

Mynd á forsíðu: GJS

Aðrar myndir: Valtýr Sigurðsson

25.09.2012 09:00

Skúli ST 75


            2502. Skúli ST 75 © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, 2011

25.09.2012 08:00

Faxi RE 9 og Green Tromsö


                 Green Tromsö og 1742. Faxi RE 9, Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is,  23. sept. 2012

25.09.2012 07:00

Sindri RE 46


                    1500. Sindri RE 46, Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 20. sept. 2012

25.09.2012 00:00

Kvótastaða Bíldudals 42 faldaðist

Þessi skemmtilega frá sögn er af síðu Jóns Páls Jakobssonar, á Bíldudal,  síðan 22. sept. sl. og er textinn þaðan óbreyttur nema fyrirsögnin sem er mín. Annars er hægt að sjá þetta nánar á tengli með nafni hans hér til hliðar.

En í morgun ( 22.9.2012) var allt að gerast í Bíldudalshöfn.
 
Nýjasti Bílddælingurinn var í höfninni Grímsnes BA-555. en sá bátur hefur reyndar ekki verið algengur í höfninni hérna  en í morgun var hann allavega í höfninni en er hann að fara að róa á línu fyrir Arnfirðing ehf ekki veit ég hvort hann var að landa eða ekki, hífði hann allavega bala  í land og tók svo beita bala. Svo var haldið út aftur.

              Hér sjáum við nýjasta í flotanum Grímsnes BA-555 baka frá sennilega að fara í róður. Á vef fiskistofu er þessi með þorskkvóta upp á 42 tonn eða 0,026447% af heildarmagni af þorski. Þannig að kvótastaða Bíldudals hefur aukist allverulega úr engu í 42 tonn. 


                                        Komnir á fulla ferð út fjörðinn.

Lómur var við hafskipabryggjur Bíldudalshöfn. Og var hann að skipa upp laxafóðri fyrir Fjarðalax, svo tekur hann sennilega afurðir úr kalkþörungarverksmiðjunni með sér á markað erlendis.


        

                                Lómur við hafskipabryggjuna.


                          Bíldudalshöfn í morgun ( 22. sept. 2012 )nóg um að vera.


                      Vegna aukina umsvifa í Bíldudalshöfn er yfirhafnarvörður búinn að hrókera í höfninni. Og hér sjáum við Tungufell laxaslátrunarskip Fjarðarlax kominn í krókinn í staðinn fyrir Andra BA-101.


               Hér sjáum við Andra BA-101 kominn á trébryggjuna sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reddaði okkur Bílddælingum þegar við misstum nánast allann okkar botnfiskkvóta í kringum 1991-92, þá varð sú bryggjusmíði mótvægisaðgerð vegna þess.

           © myndir og texti, fyrir utan fyrirsögn og það sem er í svigum: Jón Páll Jakobsson, 22. sept. 2012

,,

24.09.2012 23:00

Árni Friðriksson RE 200


           2350. Árni Friðriksson RE 200, á leið út úr Reykjavík í leiðangur í síðustu viku © mynd Jón Páll Ásgeirsson

24.09.2012 22:00

Una HF 7 í lögreglufylgd

Þegar Una HF 7 var flutt með Gullvagninum í síðustu viku frá Njarðvíkurslipp, til Sólplasts í Sandgerði var fengið lögreglufylgd með flutningnum, eins og sést á þessum myndum.
             2338. Una HF 7, flutt með lögreglufylgd, á Gullvagninum, frá Njarðvik til Sandgerðis í síðustu viku © myndir af FB síðu SKipasmíðastöðvar Njarðvíkur