Færslur: 2012 September

09.09.2012 13:00

Hafnarey HF 16                 6676. Hafnarey HF 16, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 6. sept. 2012

09.09.2012 12:00

Helga RE 49 og Vestmannaey VE 444 og umræðan um skipin

Bæði þessi skip sem standa á myndinni í slippnum í Reykjavík í vikunni, hafa mikið verið milli tanna fólks. Hef ég lítið blandað mér í þá umræðu, en set þó fram mínar hugrenningar um mál beggja skipanna.

                                             Helga RE 49

Þegar ég birti frétt þess efnis á miðvikudag og búið væri að selja skipið til Gjögurs, ætlaði allt um koll að keyra hjá sumum og þá sérstaklega efasemdarmönnum. Fréttin var nánast eins og við blaðamenn kölluðum það SKÚBB og viðbrögðin voru í sömu átt. Ég fékk fyrirspurn eins og HVAÐAN, ég hefði þetta og aðrar sem bentu til þess að þarna væri ég að bulla. Sem gamall blaðamaður gaf ég ekki upp hvaðan ég fékk þetta, en get þó bent á að ég vissi um að þetta væri að gerast alla vikuna og beið bara eftir rétta augnablikinu til að segja frá því.
Aðrir bentu á að þetta væri búið að liggja fyrir í alla langan tíma og það er að hluta til rétt. Strax þegar mannskapnum var sagt upp á síðasta vetri og skipinu lagt fór að kvissast út að selja ætti það og einn af síðuhöfundum kom með frétt þess efnis, en hann var síðan þvingaður til að draga þau ummæli til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu. Málið var að þetta var ekkert frumhlaup hjá honum og því var þetta oft rætt meðal manna, þar til málið varð endanlega ljóst.

                                                    Bergur - Huginn

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum o.fl. hafa haft stór orð um ólöglega sölu á hlutafénu í Berg-Huginn. Hótað hefur verið málsókn, vegna brota á fiskveiðistjórnunarlögum.
Ég spyr hvaða brot? Reynslan mín í gegn um árin er að menn hafa oft selt hlutafé fyrirtækjanna og siðan hafa nýir stjórnendur gert ýmsar rósir. Munum hvernig Miðnes hf. fór upp á Akranes, þar voru gefin fögur loforð um að Sandgerðingar myndu ekki missa neitt, en ekki leið langur tími þar til búið var að loka öllu í Sandgerði, selja skipin og hirða kvótann. Því miður var þetta löglegt þar sem hlutaféð var fyrst selt og fyrirtækin síðan sameinuð. Svona gæti allt eins farið í Eyjum, varðandi söluna á hlutafénu til Síldarvinnslunnar, en því miður er ekkert við þessu að gera, það þarf fyrst að stoppa upp í götin í lögunum, sem heimila þessa aðgerð. Við höfum horft á alltof mörg mál eins og Miðnes og nú Berg-Huginn og allt hefur þetta verið löglegt, því miður.


             2749. Helga RE 49 og 2444. Vestmannaey VE 444, í Reykjavíkurslipp © mynd Jón Páll Ásgeirsson 6. sept. 2012

09.09.2012 11:00

Örn KE 14 að veiðum í kartölfugörðum Garðmanna


            2313. Örn KE 14, á dragnótaveiðum í Garðsjó, eða eins og Garðmenn segja, ,,uppi í kartöflugörðunum" © mynd Hilmar Bragi Bárðarson, vf.is 4. sept. 2012

09.09.2012 10:00

Guðbjörg ÍS 46


                  1579. Guðbjörg ÍS 46, líkan © mynd af síðu Púka Vestfjörð

09.09.2012 09:15

Sjaldgæf sjón: Baldvin Njálsson GK 400, nánast í heimahöfn

Það er ekki algeng sjón að sjá Suðurnesjatogarann Baldvin Njálsson GK 400, frá Garði, í höfn á Suðurnesjum, þar sem hann notar Hafnarfjarðarhöfn sem sína útgerðarhöfn. Í morgun varð þó á undantekning er togarinn hafði nokkra mínútna viðdvöl í Helguvík, en nær getur hann ekki komist sinni heimahöfn, því varla kemur hann að bryggjunni í Garði. Sem kunnugt er þá er Helguvík á mörkum Keflavíkur og Gerðahrepps.  Tók ég þessa syrpu af honum við þetta tækifæri.


             2182. Baldvin Njálsson GK 400, á Stakksfirði og gerir sig kláran til að sigla að Helguvík


                                  2182. Baldvin Njálsson GK 400, siglir inn í Helguvík
           2182. Baldvin Njálsson GK 400, í Helguvík klukkan rúmlega 8 í morgun © myndir Emil Páll, 9. sept. 2012

09.09.2012 09:00

Gullþór KE 85


                                     608. Gullþór KE 85 © mynd Guðni Ölversson

09.09.2012 08:00

Guðbjörg GK 220 tilbúin til sjósetningar


       473. Guðbjörg GK 220, bíður sjósetningar í fyrsta
sinn hjá Dráttarbraut Keflavíkur, 3. mars 1957
                              © mynd Emil Páll

09.09.2012 07:00

Páll Pálsson ÍS 101


           163. Páll Pálsson ÍS 101 © mynd Púki Vestfjörð, Sigurður Bergþórsson

09.09.2012 00:00

Gamlar úrklippur úr sjávarútvegi - Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sigmar Þór Sveinbjörnsson hefur verið duglegur að safna úrklippum með fréttum úr sjávarútvegi og birti ég hér myndir úr því safni Sigmars Þórs.


                    Faxi GK 144, úr  Alþýðublaðinu 15. júlí 1958


                                                   146. Magni - úr Vísi 25. júní 1955


                                         138. Kyndill


                       Merkúr GK 96 - úr Vísi 3. nóv. 1955


               711. Ólafur Magnússon KE 25 - úr Vísi 3. nóv. 1955


                                      450. Geir KE 1 -  1956


                795. Stígandi VE 77 -   Tíminn 24. mars 1956


             795. Stígandi VE 77 - úr Alþýðublaðinu 25. mars 1956


                                         81. Hamrafell - 1956


                                      Mostank, síðar 81. Hamrafell - 1956


             504. Gunnvör ÍS 270 - Vesturlandi 19. maí 1956


                              Auður Djúpaga DA 1 - 20. júlí 1956


                      Gúmíbátur - úr Íslendingi, 14. des. 1956


                                            130. Gerpir NK 106


                                     959. Páll Pálsson ÍS 101, - 4. maí 1957


                                     473. Guðbjörg GK 220


                                 1024. Snætindur ÞH 120

           © söfnun og myndun: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

08.09.2012 23:00

Hafbjörg HF 3


                 6438. Hafbjörg HF 3, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 6. sept. 2012

08.09.2012 22:10

Sölvi BA 14


           6369. Sölvi BA 14, tekinn á land, Bíldudal © mynd Jón Páll Jakobsson, í sept. 2012

08.09.2012 21:43

Lára Magg ÍS 86, nær sokkin í kvöld

Það munaði ekki miklu með að Lára Magg ÍS 86, sem liggur í Njarðvíkurhöfn hefði sokkið í kvöld. Voru það menn  sem voru um borð í Fjólu KE 325 sem er á norðurgarðinum í Njarðvik sem tóku eftir því að báturinn sem liggur við suðurgarðinn var farinn að síga. Við nánari athugun var Lára Magg nánast komin á skammdekk. Höfðu þeir samband við lögreglu og einnig var ég látinn vita. Í framhaldi af því hafði ég samband við Sigga kafara, aðallega vegna þess að utan á Láru Magg var Hannes Þ, Hafstein sem hefði trúlega dregist niður, hefði hinn báturinn sokkið. Þá fljótlegar fóru hlutir að gerast og síðan mættu Brunavarnir Suðurnesja auk hafnarvarðar á staðinn.
Hófu Brunavarnir dælingu úr bátnum, en að sögn hafnarvarðar, var sami bátur nær sokkinn fyrir um hálfum mánuði og þá var komið sjálfvirkum dælubúnaði sem tengdur var landrafmagni um borð í bátinn, en af einhverju ástæðum hafði hann slegið út og því fór sem fór.
Er dæling hófst vantaði örfá fet upp á að sjór væri komin upp undir dekk, í lest, lúkar og vél. Því var ekki mikið flotrými eftir í bátnum. Hér eru myndir sem ég tók við þetta tækifæri í Njarðvíkurhöfn í kvöld.
                              Eins og sést er báturinn orðinn nokkuð siginn


                                            Siggi kafari mættur á staðinn


               Brunavarnir Suðurnesja mættar og lögreglan ræðir við þá sem fyrst sáu hvað var að gerast og létu vita
             Dæling hafin upp úr bátnum © myndir Emil Páll, í kvöld 8. sept. 2012

08.09.2012 21:25

Bergur Vigfús GK 43


                             2746. Bergur Vigfús GK 43 © mynd Emil Páll, 2012

08.09.2012 20:00

Dóri GK 42                     2622. Dóri GK 42 © mynd af heimasíðu Nesfisks ehf.

08.09.2012 19:00

Steini GK 45


                   2443. Steini GK 45 © mynd af heimasíðu Nesfisks ehf.