Færslur: 2012 September

11.09.2012 16:35

Nýr þjónustubátur Fjarðalax

Þó ég hafi birt þrjár myndir af bátnum áður, fannst mér rétt að birta þetta aftur, þar sem hér koma upplýsingar um bátinn sem ekki hafa áður komið fram. En þetta birtist í bb.isÞjónustubáturinn Eygló BA.
Þjónustubáturinn Eygló BA.


Glænýr þjónustubátur hefur bæst í flota laxeldisfyrirtækisins Fjarðarlaxs á Tálknafirði. Báturinn sem kom til hafnar á Tálknafirði á laugardag ber nafnið Eygló BA og er smíðaður af fyrirtækinu KJ Hydraulik í Færeyjum. Hann er 50 tonna tvíbytna, 14 metrar á lengd og 7 metrar á breidd. Skipstjóri á bátnum er Sigurvin Hreiðarsson og vélstjóri Einir Steinn Björnsson.

"Báturinn er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu laxeldis á svæðinu og framundan er mikil vinna við nótaskipti og er hann því mjög kærkomin fyrir starfsmenn fyrirtækisins," segir Jón Örn Pálsson svæðisstjóri Fjarðalax á Tálknafirði. 

Frá þessu er greint á vef Tálkafjarðarhrepps.

11.09.2012 16:00

Ingunn AK 150


                 2388. Ingunn AK 150 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is,  14. ágúst 2012

11.09.2012 15:00

Örvar SH 777 og Ágúst GK 95


           2159. Örvar SH 777 og 1401. Ágúst GK 95, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. spet. 2012

11.09.2012 14:00

Örvar SH 777


                   2159. Örvar SH 777, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. sept. 2012

11.09.2012 13:01

Viggó SI 32


              1544. Viggó SI 32, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012

11.09.2012 12:30

Steini Vigg SI 110


                     1452. Steini Vigg SI 110, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 1. sept. 2012

11.09.2012 12:00

Steini Vigg og Sigurvin


              1452. Steini Vigg SI 110 og 2683. Sigurvin, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012

11.09.2012 10:00

Þorleifur EA 88


                  1434. Þorleifur EA 88, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012

11.09.2012 09:00

Keilir SI 145


                  1420. Keilir SI 145, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012

11.09.2012 08:00

Sigurborg SH 12


                  1019. Sigurborg SH 12 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012

11.09.2012 07:20

Lundey NS 14

               155. Lundey NS 14 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is, í sept. 2012

11.09.2012 07:00

Ugla, á Siglufirði
                       1754. Ugla, á Siglufirði © myndir Siglufjarðar-Seigur, í sept. 2012
                  1754. Ugla, hjá Siglufjarðar-Seig © myndir Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2012

10.09.2012 23:00

Stýrishúsa-haugur í Grenaa                 Vanti mönnum stýrishús, er úrvalið mikið hjá þeim í Grenaa, Danmörku © mynd Guðni Ölversson, í ágúst 2012

10.09.2012 22:00

Silver Ocen


                  Silver Ocen, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. sept. 2012

10.09.2012 21:48

Góð síldveiði í blíðskaparveðri

Heimasíða HB Granda:

10. sep. 2012

Lundey NS.
Lundey NS.

,,Við vorum að ljúka við seinna holið með Ingunni AK og erum komnir með hátt í 600 tonn af síld og nú verður stefnan tekin á Vopnafjörð. Það var kaldaskítur hér í gærkvöldi en frá því í nótt og í allan dag hefur verið blíðskaparveður hjá okkur. Við erum hér í miðri lægðarmiðjunni og njótum þess greinilega."

Þetta sagði Stefán Geir Jónsson, skipstjóri á Lundey NS, er rætt var við hann nú síðdegis en þá var Lundey í utanverðu Glettinganesgrunninu eða um 65 sjómílur austur af Vopnafirði. Að sögn Stefáns Geirs hófst veiðiferðin í fyrradag og þá um kvöldið og nóttina voru tekin tvö hol með Faxa RE en uppsjávarveiðiskip HB Granda eru á tveggja skipa veiðum og saman með eitt stórt troll á síldveiðunum. Í gærkvöldi var þriðja holið klárað og þá fór Faxi til Vopnafjarðar með hátt í 600 tonn af síld. Ingunn kom í staðinn á veiðisvæðið og togaði á móti Lundey. Lokið var við fyrra holið í morgun og nú um miðjan dag fengust rúmlega 300 tonn af síld eftir um fimm tíma hol.

,,Síldin er fín og af góðri stærð og makríll hefur ekki verið með í aflanum," segir Stefán Geir Jónsson.

Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, tekur undir með Stefáni Geir. Hann segir að uppistaðan í síldaraflanum sé síld af stærðinni +350 til 370 grömm. Öll síldin er unnin í svokölluð samflök fyrir frystingu.


Eiginlegar síldveiðar á vegum HB Granda hófust í síðustu viku eftir velheppnaða makrílvertíð og síðan þá hafa Lundey, Ingunn og Faxi öll komið einu sinni með síldarafla til vinnslu á Vopnafirði. Faxi er nú í höfn á Vopnafirði en þegar löndun lýkur mun skipið fara til móts við Ingunni sem bíður á miðunum.