Færslur: 2012 September

05.09.2012 18:15

Ákærður fyrir að sigla drukkinn á trébát fyrrverandi þingmanns


Vísir 
Sokkin Salka. Frá aðgerðum í október á síðasta ári eftir að Salka var sigld í kaf.
Sokkin Salka. Frá aðgerðum í október á síðasta ári eftir að Salka var sigld í kaf. Mynd / Hilmar Bragi


Skipstjóri hefur verið ákærður í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á áfengis- og siglingalögum þegar hann sigldi skipinu Rán GK91 inni í Sandgerðishöfn í október á síðasta ári og að lokum á annan bát.

Skipstjórinn er sakaður um að hafa verið drukkinn þegar hann sigldi inni í höfnina en samkvæmt ákæruskjali mældist 0,7 prómíl í blóði skipstjórans sem er rúmlega fimmtugur.

Þegar skiptstjórinn ætlaði að leggjast að bryggjunni sigldi hann skipinu á trébátinn Sölku sem sökk í kjölfarið. Sá bátur var í eigu fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins, Grétars Mar Jónssonar, en í viðtali við dv.is um málið á síðasta ári sagði hann: "Það er alltaf sorglegt að sjá skip sökkva. Það er ömurlegt."

05.09.2012 18:00

Víkingur KE 10, uppi á bryggju


              2426. Víkingur KE 10, uppi á bryggju í Njarðvík í gærmorgun © mynd Emil Páll, 4. sept. 2012

05.09.2012 17:00

Máni II ÁR 7, kominn aftur á flot


                1887. Máni II ÁR 7, í Njarðvíkurhöfn  © mynd Emil Páll, 4. sept. 2012

05.09.2012 16:00

Sundhani ST 3, á Drangsnesi


            1859. Sundhani ST 3, á Drangsnesi © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, í júlí 2012

05.09.2012 15:30

Ótrúleg sjón - skúta með hjólabúnað

Þessi skúta var að fara framhjá sjóminjasafninu í Reykjavík í dag. Þarna var á ferðinn breskur listamaður sem ætlar að hjóla til Seyðisfjarðar á næsta ári og siglir henni síðan til Bretlands aftur.

Þessa skútu smíðaði hann í Bretlandi. Í dag var verið að prófa hinn frumstæða hjólabúnað sem á skútunni er. Ók Sigurður kafari Stefánsson fram á þessa ótrúlegu sýn og smellti af þessum myndum       Hjólaskútan við Sjóminjasafnið í Reykjavík í dag © myndir

 Siggi kafari  Stefánsson 5. sept. 2012
05.09.2012 15:00

Sundhani ST 3 og Grímsey ST 2


          

 1859. Sundhani ST 3 og 741. Grímsey ST 2,  á Drangsnesi © myndir  Árni Þór Baldursson, í Odda, í júlí 2012

05.09.2012 14:00

Askur GK 65
                1811. Askur GK 65, í Keflavíkurhöfn í gærmorgun © myndir Emil Páll, 4. sept. 2012

05.09.2012 13:00

Patrekur BA 64 o.fl.


                   1640. Patrekur BA 64 o.fl. © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

05.09.2012 12:10

Helga RE 49 seld Gjögri hf.

Útgerðarfélagið Gjögur hf., hefur keypt togskipið Helgu RE 49, en skipið hefur legið í Reykjavíkurhöfn síðan í vetur.


                     2779. Helga RE 49, er það kom nýtt til landsins © mynd Jón Páll Ásgeirsson

Af Facebook:
Gretar Þór Sæþórsson Hvaðan hefurðu þessar fréttir?
Emil Páll Jónsson Frá öruggum heimildum.

05.09.2012 12:00

Farsæll GK 162 og Askur GK 65


           Grindvísku dragnótabátarnir, 1636. Farsæll GK 162 og 1811. Askur GK 65, í Keflavíkurhöfn í gærmorgun © mynd Emil Páll, 4. sept. 2012

05.09.2012 11:00

Sævar KE 5 og Siggi Bessa SF 97
            1587. Sævar KE 5 og 2739. Siggi Bessa SF 97, í Keflavíkurhöfn í gærmorgun © myndir Emil Páll, 4. sept. 2012

05.09.2012 10:26

Guðbjörg ÍS 46


                   1579. Guðbjörg ÍS 46 © mynd Púki Vestfjörð, Skúli Einarsson

05.09.2012 09:00

Þórshamar GK 75


                            1501. Þórshamar GK 75 © mynd Guðni Ölversson

05.09.2012 08:00

Víkingur II ÍS 170


                               892. Víkingur II ÍS 270 © mynd Púki Vestfjörð

05.09.2012 07:07

Stafnesið í bíóleik í mánuð

Enginn sem lesið hefur þessa síðu þarf að undrast þessa frétt, en nú fyrst ratar hún inn á síðu stóru fjölmiðlana og svona birtist hun á ruv.is í gær

Stiller leigir Stafnesið í mánuð

Stafnesið í Grundarfirði. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.

Hið 48 ára gamla fjölveiðiskip Stafnes KE 130 leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem Ben Stiller er að gera hér á landi. Leikarinn leigir skipið í heilan mánuð og skipstjórinn Oddur Sæmundsson segir þetta vera ágætis tilbreytingu frá hefðbundum sjómmannsstörfum.

Stiller og hans aðstoðarfólk komu auga á Stafnesið strax í janúar og komu þá að máli við Odd til að fá afnot af skipinu. Oddur hafði gert sér vonir um að geta málað skipið í voru og gera það fínt en fólkið frá Hollywood bað hann um að fresta öllum slíkum framkvæmdum. "Þeir eru búnir að gera bátinn alveg ægilega ljótan," segir Oddur í samtali við fréttastofu. 

Allar breytingar sem gerðar voru á bátnum verða hins vegar lagfærðar og Oddur hrósar tökuliðinu fyrir mikla fagmennsku. "Þeir tóku myndir af öllu og þessu verður öllu komið í upprunalegt horf." Oddur segist ekki hafa verið tregur til þegar Stiller falaðist eftir bátnum og segist fá ágætan pening fyrir afnotin. "Við erum náttúrlega ekkert að veiða á meðan og þetta slítur náttúrlega vertíðina aðeins í sundur.  Þetta er hins vegar bara verkefni sem við erum bundnir við," segir Oddur en Stafnesið tók meðal annars þátt í umfangsmiklum tökum í Grundarfirði um helgina.

Oddur hefur hitt Ben Stiller og segir leikarann vera skemmtilegan náunga, ekki fari fyrir neinum stjörnustælum og hann virðist vita upp á hár hvað hann sé að gera. "Mér finnst mjög gaman að taka þátt í þessu, stundum er mikið að gera en svo þarf maður að bíða þess á milli," segir Oddur en leikarinn birti í dag mynd af íslenskum þríburum á twitter-síðu sinni sem hann segir að leiki í myndinni

Stafnesið leikur reyndar grænlenskt skip í myndinni sem gert er út frá Nuuk. Oddur og hans menn var gert að skrifa undir stíft trúnaðarsamkomulag og því má hann ekki ræða tökurnar né í hvers konar atriðum báturinn hefur verið. Stiller verður með Stafnesið á leigu til 28.september og þegar kvikmyndaverkefninu lýkur heldur skipið á túnfiskveiðar. "Ísland fékk 25 tonn og leyfi til að senda eitt skip á veiðar og við vorum dregnir út," segir Oddur.