Færslur: 2012 September

06.09.2012 16:30

Þórshamar GK 75

Þessi bátur, sem lítur ekki vel út þarna, átti eftir að fara í ýmsar breytingar eftir að þessi mynd var tekin og síðan endaði hann í pottinum fræga.


            1501. Þórshamar GK 75, að koma inn til Hafnarfjarðar fyrir mörgum xx árum © mynd Guðni Ölversson

06.09.2012 13:00

Bjartmar BA 187, frá Reykhólum

Þessi kom í fyrradag á planið hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði, en þar á að smíða á hann síðustokka og ditta eitthvað meira að honum.


                6889. Bjartmar BA 187, frá Reykhólum, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., í Sandgerði, í fyrradag © mynd Emil Páll, 4. sept. 2012

06.09.2012 12:00

Ágúst RE 61 á Ægisgarði

Þessi bátur hefur loksins fengið endurbætur nú síðustu mánuði og fríkkar því smátt og smátt.


               1260. Ágúst RE 61, á Ægisgarði, í Reykjavík © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 4. sept. 2012

06.09.2012 11:00

Steinunn SH 167 með stutta viðkomu í Njarðvíkurslipp

Hér sjáum við þrjá myndir sem ég tók í gærmorgun í Njarðvík af Steinunni SH 167. Sú fyrsta er af honum í sleðanum á leið úr slippnum og hinar þegar hann bakkar frá slippbryggjunni. Grunur sem ekki reyndist réttur orsakaði það að bátnum var skotið upp í slippinn, en viðveran varð ekki löng þar.


                      1134. Steinunn SH 167, í sleðanum á leið niður úr slippnum
         1134. Steinunn SH 167, í gærmorgun, en helliskúr gerðist þegar ég smelli seinni myndinni af og því er hún svona muskuleg © myndir Emil Páll, 5. sept. 2012

06.09.2012 10:00

Jóhanna Gísladóttir ÍS 7


             1076. Jóhanna Gísladóttir, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. sept. 2012

06.09.2012 09:00

Leikarinn Stafnes, kominn á ný í Njarðvik


                964. Leikarinn, Stafnes í hlutverki grænlenskts fiskiskips, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 5. sept. 2012

06.09.2012 08:00

Sæljós komið á dauðastæðið

Í gærmorgun tók ég eftir því að búið var að flytja Sæljós á Dauðastæðið, eða dauðadeildina eins og sumir kalla, visst svæði í Njarðvíkurslipp. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, hefur þó engin ákvörðun verið tekin um að farga bátnum.
                  467. Sæljós, á ,,dauðadeildinni" í Njarðvíkurslipp í gærmorgun © mynd Emil Páll, 5. sept. 2012

Af Facebook:

Sigurbrandur Jakobsson Það fer þá merkilegur bátur í eina tíð aflaskipið Grundfirðingur ll SH 124

Emil Páll Jónsson Það hefur nú ekki neitt verið ákveðið varðandi förgun á honum.
Sigurbrandur Jakobsson Það væri gott ef eitthvað mætti gera úr greyinu
Emil Páll Jónsson Áhugi er fyrir því, en vandamálið er að skrokkurinn er mjög illa farinn og því er mikil óvissa varðandi það atriði.
Sigurbrandur Jakobsson já einmitt það yrði sem sé alveg endurnýjun ef ætti að gera hann upp

06.09.2012 07:44

Veiðisvæði Samherja við Máritaníu lokast - horfa nú til annarra Afríkulanda

 

                              Heinaste ex 2263. Heinaste HF 1  © mynd Marine Traffic

U,m málið var fjallað í DV í morgun og þar segir m.a.:

Tveir af togurum Samherja, meðal annars Heinaste, voru við veiðar fyrir utan Máritaníu í lok síðasta mánaðar. Togararnir eru nú í Las Palmas á Kanaríeyjum en aðgerðir ríkisstjórnar Máritaníu hafa komið niður á veiðum fyrirtækisins þar í landi.

Veiðisvæði íslenska útgerðarrisans Samherja við strendur Afríkuríkisins Máritaníu lokuðust að stóru leyti um síðustu mánaðamót eftir að ríkisstjórnin í landinu færði fiskveiðilögsöguna út í 20 sjómílur. Samherji hefur stundað arðbærar veiðar, aðallega á hestamakríl, við strendur landsins síðastliðin ár eftir að hafa keypt Afríkuútgerð Sjólaskipa á vormánuðum 2007. Verksmiðjutogarar Samherja hafa verið við veiðar á svæðinu allt árið. Á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja, á þriðja tug milljarða króna árlega, eru tilkomin vegna veiða fyrirtækisins við strendur Máritaníu og annarra ríkja í Vestur-Afríku, til dæmis Marokkó.

06.09.2012 07:00

Grímsnes BA 555


                89. Grímsnes BA 555, að koma inn til Njarðvíkur í gærmorgun © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 5. sept. 2012

06.09.2012 00:00

Skúta á Drangsnesi


              Skúta, á Drangsnesi © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda, í júlí 2012

05.09.2012 23:00

Dana, við Reykjavík


          Dana, við Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 2. sept. 2012

05.09.2012 22:00

Caribbean Princess, við Reykjavík


          Caribbean Princess, við Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 31. ágúst 2012

05.09.2012 21:00

Caledonian Sky


          Caledonian Sky © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 31. ágúst 2012

05.09.2012 20:00

Alexander von Hunboldt II


            Alexander von Hunboldt II, í Reykjavík © myndir Jón Páll Ásgeirsson, 2. sept. 2012

05.09.2012 19:00

Þór, á Stakksfirði


             2789. Þór, á Stakksfirði í gærmorgun © mynd Emil Páll, 4. sept. 2012