Færslur: 2012 September

10.09.2012 08:00

Lára Magg ÍS 86, eftir að dælt hafði verið úr henni

Eins og ég sagði frá hér á síðunni í fyrrakvöld munaði litlu að Lára Magg ÍS 86 myndi sökkva í Njarðvikurhöfn þá um kvöldið og jafnvel draga Hannes Þ, Hafstein með sér. Þegar athugulir menn sáu að báturinn var farinn að síga var hann nánast kominn á skammdekk. Tókst að bjarga bátnum en allt um það í umfjölluninni hér í fyrrakvöld.
Þessar myndir tók ég síðan af bátnum í gærmorgun, en þá var þurr og því eins og hann á að vera.
             619. Lára Magg ÍS 86, eftir að honum hafði verið bjargað og búið var að fara með Hannes Þ. Hafstein annað © myndir Emil Páll, 9. sept. 2012

10.09.2012 07:00

Brimnes BA 214


                   359. Brimnes BA 214 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson

10.09.2012 00:00

Alexander von Humbolt II í Reykjavík

          Alexander von Humbolt II, í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  4. sept. 2012

09.09.2012 23:06

Glæsilegt hjá Gæslunni: Sýnir Hlyni Þorsteinssyni virðingu


                            Landhelgisgæslan sýnir Hlyni Þorsteinssyni virðingu

09.09.2012 23:00

Huginn I ÍS 91
              Huginn I ÍS 91 © myndir Púki Vestfjörð

09.09.2012 22:00

Hansen Scan, á Sigló


                     Hansen Scan, á Siglufirði © mynd sksiglo.is, 3. sept. 2012

09.09.2012 21:00

Frá Eskifirði


                                       Frá Eskifirði © mynd Guðni Ölversson

09.09.2012 20:00

Eurodam, í Reykjavík


          Eurodam, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 4. sept. 2012
                 Eurodam, í Reykjavík © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  4. sept. 2012

09.09.2012 19:00

Benný Bára
            Benný Bára o.fl. í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 6. sept. 2012

09.09.2012 18:00

Atlantic Viking, yfirbyggingin eftir

Þessar myndir af  íslensk/kanadíska togaranum þar sem verið er að rífa hann í Hafnarfirði sýna að fyrirbyggingin er nánast óhreifð ennþá, en myndirnar eru teknar yfir höfnina í Hafnafirði og sýna því kannski ekki rétta mynd.
          Atlantic Viking í niðurrifinu í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 6. sept. 2012

09.09.2012 17:00

Kópur HF 111                       7696. Kópur HF 111, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 6. sept. 2012

09.09.2012 16:39

Myndasyrpa frá Neskaupstað í dag


Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Hér eru myndir teknar núna áðan það er útskipun í Silver Horn og Vilhelm að landa út á firði bíður Kristina EA eftir plássi löndun Barði NK að koma inn og Water Phoenix bíður eftir bryggjuplássi til að lesta frostvöru 9 línubátar eru nú í höfn Óli á Stað GK  Hafdís SU  Von GK  Daðey GK  Lágey ÞH  Háey ÞH  Bergur Vigfús GK  Dóri GK  og Guðmundur á Hópi GK. þá var Lauganes að losa. kv Bjarni G


                                                                   Water Phoenix


                                                             2662. Kristína EA 410


                                                      2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


              2622. Dóri GK 42, 2746. Bergur Vigfús GK 43 og 2651. Lágey ÞH 265


                                            2617. Daðey GK 777 og Silver Horn


                                                                     1976. Barði NK 120


                                                                 2305. Lauganes


                                                        2672. Óli á Stað GK 99


                                    2400. Hafdís SU 220 og 2672. Óli á Stað GK 99

                                 © myndir Bjarni Guðmundsson, í dag 9. sept. 2012

09.09.2012 16:00

Kári BA 132, tekinn á land á Bíldudal
                 7347. Kári BA 132, tekinn á land á Bíldudal
                  © myndir Jón Páll Jakobsson, í sept. 2012


09.09.2012 15:00

Anna BA 20 tekin á land á Bíldudal


           7296. Anna BA 20, tekin á land á Bíldudal © myndir Jón Páll Jakobsson, 4. sept. 2012

09.09.2012 14:00

Sunna Rós SH 133 og vélvæðingin

Um síðustu helgi þ.e. á Ljósanótt tók eigandi þessa báts sig til og vélvæddi rúlluna hjá sér. Hann hafði fram að því verið með eina sérsmíðaða tromlu til makrílveiðanna, tromlu sem var handsnúið. Að hans ósk birti ég ekki myndir af því á þeim tímapunkti, en þar sem mér sýnist að makrílveiðarnar séu búnar eða allavega á síðasta snúningi og hann hefur ekki leyft búnaðinum að sjást á bátnum þegar hann hefur verið í landi, ætla ég nú að birta fjórar myndir, þær eru teknar á tímabilinu 2. til 5. sept. sl., en engin þeirra sýnir þó búnaðinn í návígi. - Af makrílveiðunum er það að frétta að þegar hitastig sjávar lækkaði, hvarf makrílinn eins og hendi væri veifað.
               7188. Sunna Rós SH 133 © myndir Emil Páll, 2. til 5. sept. 2012